Fréttablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 4
1. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
5 falt meira veiddist af fiski í heiminum árið 2011
en árið 1950 ef litið er til tuttugu
mest veiddu tegundanna.
Árið 1950 nam veiðin um 19,3
milljónum tonna en 94,6 milljónum
tonna árið 2011. Heimild: Hagstofa Íslands.
Vordís Eiríksdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
HÆGVIÐRI og fremur hlýtt á landinu næstu daga og bjartviðri á N-hluta landsins.
Búast má við stöku skúrum S- og SV-lands, þar hvessir svo seinnipart miðvikudags og
bætir í úrkomu. Hiti 3-11 stig næstu daga og vægt næturfrost inn til landsins.
4°
4
m/s
7°
4
m/s
9°
6
m/s
7°
9
m/s
SA-læg
átt,
3-10m/s.
Hvessir
SV-lands
með
kvöldinu.
Fremur
hæg SA-læg
N-lands. 10-
20m/s við
S-ströndina.
Gildistími korta er um hádegi
13°
26°
10°
22°
13°
4°
21°
9°
9°
22°
20°
15°
19°
20°
20°
17°
10°
22°
5°
5
m/s
6°
3
m/s
5°
6
m/s
4°
3
m/s
8°
2
m/s
1°
3
m/s
3°
6
m/s
7°
5°
4°
4°
5°
4°
7°
2°
6°
3°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
FIMMTUDAGUR
Á MORGUN
SAMFÉLAG Það er til orðatiltæki
sem lýsir einhverfum einstakling-
um vel. „Ef þú þekkir einn með ein-
hverfu, þá þekkir þú einn með ein-
hverfu.“
Ragnhildur Ágústsdóttir tekur
svo sannarlega undir þessi orð
en hún á tvo drengi sem báðir
eru greindir með dæmigerða ein-
hverfu. Hún segir þá vera eins og
svart og hvítt.
„Þeir eiga greininguna sameig-
inlega og þeir eru báðir með mál-
þroskaröskun. Annars gætu þeir
ekki verið ólíkari,“ segir Ragn-
hildur. Hún segir syni sína vera
gott dæmi um hve einhverfir ein-
staklingar eru ólíkir en í samfé-
laginu séu uppi staðalmyndir um
einhverfa sem eigi ekki við rök
að styðjast.
„Fólk heldur að einhverfir geti
aldrei horft í augun á fólki, vilji
ekki snertingu, séu með sérgáfu
á einhverju einu sviði og geti ekki
átt samskipti. Ég fæ til að mynda
margoft að heyra spurninguna
„máttu alveg knúsa hann?“ um
litlu kelirófuna mína.
Ragnhildur segir það hafa
verið mikið áfall þegar dreng-
irnir fengu greiningu en fljót-
lega áttaði hún sig á því að ekk-
ert væri breytt, þetta væru sömu
börnin.
„Þetta var tvöföld gusa því
þegar við áttuðum okkur á ein-
kennum eldri stráksins þá viss-
um við að sá yngri væri líka ein-
hverfur. En við maðurinn minn
tókum þá ákvörðun að lifa í núinu
og hugsa ekki látlaust um hvað
framtíðin ber í skauti sér. Við
reynum að veita þeim eins mikla
aðstoð og við getum og svo verð-
ur að koma í ljós hvað verður.
Maður lærir að vera æðrulaus.“
Ragnhildur og drengirnir tveir
ætla að vera í bláum fötum alla
vikuna vegna alþjóðadags ein-
hverfu sem er á morgun. Um
allan heim verður dagurinn hald-
inn hátíðlegur með því að lýsa
byggingar og önnur þekkt kenni-
leiti í bláum lit. Á Íslandi verða
meðal annars Harpa, Háskóli
Íslands, Höfði og Hallgríms-
kirkja lýst upp í bláu í tilefni
dagsins. erlabjorg@frettabladid.i
20%afsláttur
Fæst án lyfseðils.
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli
vandlega fyrir notkun.
ÍSRAEL, AP Ehud Olmert, sem var
forsætisráðherra Ísraels á árunum
2006 til 2009, var í gær dæmdur
sekur í mútumáli og á yfir höfði
sér allt að sjö ára fangelsi.
Refsing verður þó ekki ákvörð-
uð fyrr en 28. apríl. Samkvæmt
ísraelskum lögum má hann ekki
gegna opinberu embætti næstu sjö
árin. Endurkoma í stjórnmál er því
úr sögunni, en Olmert er 68 ára
gamall.
Mútumálið tengist bygginga-
framkvæmdum í Jerúsalem
og þykir eitt versta spillingar-
hneykslið í sögu Ísraels. Olmert er
dæmdur fyrir að hafa þegið stórfé
fyrir að útvega verktakafyrirtækj-
um samninga. - gb
Olmert dæmdur í Ísrael:
Fundinn sekur
um mútuþægni
Máttu alveg knúsa hann?
Ragnhildur Ágústsdóttir á tvo syni með dæmigerða einhverfu og segir marga hafa ranghugmyndir um rösk-
unina. Á morgun er alþjóðadagur einhverfu þar sem markmiðið er að vekja umræðu og vitund samfélagsins.
Málefnið snertir marga þar sem æ fleiri greinast, en tæp fjögur þúsund Íslendinga eru á einhverfurófi.
Fyrir tuttugu árum var gerð íslensk
rannsókn á tuttugu árgöngum, einstak-
lingum sem fæddir eru 1974-1993, og
greindust þá 75 manns með einhverfu.
Seinna var gerð rannsókn á eingöngu
fimm árgöngum, 1994-1998, og þá
greindust 267 manns með einhverfu. Í
dag er talið að 1,2 prósent Íslendinga
séu með einhverfurófsröskun, eða um
3.840 manns.
Evald Sæmundsen, barnasálfræðingur
á Greiningarstöð ríkisins, segir aukna þekkingu og
stærra róf einhverfu vera ástæðu aukinnar greiningar
á einhverfu.
„Upp úr 1990 komu út nýjar skilgreiningar á
greiningu á einhverfu og það er í fyrsta skipti sem
Aspergersheilkenni kemur til sögunnar. Á sama tíma
verða greiningartækin öflugri. Þar að auki eykst
þekking á einhverfu á þessum tíma og á starfsemi
mannsheilans. Allt þetta verður til þess að greiningar á
einhverfu aukast til muna um allan heim,“ segir Evald.
Á einhverfurófi er að finna einhverfu, ódæmigerða
einhverfu, Aspergersheilkenni og vægari raskanir. Evald
segir stuttu skýringuna vera röskun í taugaþroska
sem veldur óvenjulegri heilastarfsemi. Einkenni ein-
hverfu varða erfiðleika við félagsleg samskipti, mál- og
tjáningarröskun, ofurviðkvæmni fyrir skynáreitum og
ofuráhuga á einhverju sértæku sviði.
Af hverju greinast fleiri með einhverfu?
EVALD
SÆMUNDSEN
MÆÐGIN Ragn-
hildur Ágústsdóttir
með sonum sínum.
Vinstra megin er
Jón Ágúst (7 ára)
og við hlið hans
Viktor Ingi (4 ára)
Júlíussynir. Þau
klæddu sig upp
í blátt í tilefni af
alþjóðadegi ein-
hverfu á morgun.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið (FME)
hefur sektað Icelandair Group um
10 milljónir króna vegna brots á
lögum um verðbréfaviðskipti.
Fram kemur í ákvörðun FME að
Icelandair hafi brotið 122. grein lag-
anna með því að hafa 3. desember
2012 hvorki birt innherjaupplýsing-
ar um væntanleg kaup á flugvélum
né tekið ákvörðun um frestun á birt-
ingu upplýsinganna, eftir að stjórn
félagsins hafði ákveðið að ganga til
lokasamningaviðræðna við flug-
vélaframleiðendur.
FME segir að á þessum tíma hafi
legið ljóst fyrir að gengið yrði til
samninga við Boeing um flugvéla-
kaup en Iclandair hafði áður upplýst
að ákvörðunar væri að vænta um
hvort félagið myndi einvörðungu
styðjast við Boeing 757-vélar til árs-
ins 2022 eða nota þær auk smærri
flugvéla. „Telja verður að upplýs-
ingarnar sem mynduðust þann dag
hafi verið upplýsingar sem fjár-
festar myndu líta til við ákvörðun
um fjárfestingu í félaginu,“ segir í
ákvörðun FME. - óká
Fjármálaeftirlitið segir ákvæði laga um verðbréfaviðskipti hafa verið brotin:
Icelandair sektað um 10 milljónir
BOEING-ÞOTA Á sama tíma og brot Ice-
landair var framið segir FME viðskipti með
bréf félagsins hafa verið mikil.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
UMHVERFISMÁL Heilbrigðiseftir-
lit Suðurlands ætlar ekki að veita
Orkuveitu Reykjavíkur umbeðna
undanþágu til fimm ára frá
ákvæðum nýrrar reglugerðar um
styrk brennisteinsvetnis í and-
rúmslofti sem tekur gildi í sumar.
Þetta kemur fram í Reykjavík
Vikublaði.
Verði hert mörk fyrir brenni-
steinsvetni ekki virt gæti Orku-
veitan misst starfsleyfi fyrir
Hellisheiðarvirkjun. Eins og
sagði í Fréttablaðinu í gær er nú
leitað ýmissa leiða til að minnka
útblástur brennisteinsvetnis frá
virkjuninni. Á meðan útblást-
urinn er undir mörkum hyggst
heilbrigðiseftirlitið aðeins veita
undan þágu til eins árs í senn. - gar
Fá undanþágu í
eitt ár en ekki 5
HELLISHEIÐARVIRKJUN Brennisteins-
vetni mengar andrúmsloftið.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
EFNAHAGSMÁL Í febrúar voru flutt-
ar út vörur fyrir 41,3 milljarða
króna og inn fyrir 37,3 milljarða,
samkvæmt nýbirtum tölum Hag-
stofu Íslands.
Vöruskiptin í febrúar voru því
hagstæð um fjóra milljarða króna.
Í febrúar í fyrra voru þau hins
vegar hagstæð um 6,1 milljarð
króna. Vöruskipti í febrúar voru
því 2,1 milljarði lakari en fyrir
ári. Fyrstu tvo mánuði ársins voru
vöruskiptin 6,2 milljörðum króna
lakari en á sama tíma 2013. - óká
Afgangur var af vöruskiptum:
Fjórir milljarð-
ar standa eftir