Fréttablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 1. apríl 2014 | SKOÐUN | 17
Mikið vatn hefur runnið til sjáv-
ar frá hinu svokallaða hruni
og við heyrum af því fréttir að
landið sé að rísa hægt og rólega
á hinum ýmsu sviðum. Það er
gott ef maður trúir því og lík-
lega má til sanns vegar færa að
svo sé víða. Ef við horfum til
heilsufars Íslendinga þá koma
fram efasemdir um að við séum á
réttri leið, sérstaklega ef rýnt er
í skýrslu Landlæknisembættis-
ins um heilsu og líðan. Rétt er að
geta þess að sú rannsókn er fyrst
og fremst lýsandi og sömuleiðis
að hún tekur til ársins 2012 og
hefur til samanburðar árin 2007
og 2009 svo upplýsingarnar eru
ekki glænýjar.
Þróunin er góð og ánægjuleg
á nokkrum sviðum, sér í lagi ef
litið er til áfengis-, tóbaks- og
vímuefnaneyslu en mögulega er
efnahagslegt samhengi þar hluti
skýringarinnar sem myndi aftur
dekkja heildarmyndina, kjósi
maður að horfa þannig á hlutina.
Í könnuninni kemur nefnilega vel
fram að talsverður fjöldi einstak-
linga hefur neitað sér um lækn-
isfræðilega aðstoð sökum kostn-
aðar, sérstaklega yngri hópurinn,
sem hefur þá mögulega forgangs-
raðað öðruvísi en ella.
Ekki var spurt um það sér-
staklega hvers vegna áfengis-
og tóbaksneysla hefur minnkað.
Vafalítið spila þar efnahagslegir
þættir inn í, en við skulum vona
að meirihluti þessa árangurs sé
sökum þess hversu skynsamt fólk
er orðið.
Aukin síþreyta og vefjagigt
Það sést þegar rýnt er í tölur og
töflur skýrslunnar að almenn
líðan virðist að einhverju leyti
vera verri en áður, sérstak-
lega í hópnum 18-44 ára, bæði
hjá konum og körlum, en einn-
ig yfir línuna. Má þarna nefna
aukningu á sviði verkjavanda
milli samanburðarára. Spurt er
hversu mikil áhrif á daglegt líf
ýmis einkenni hafi og er sláandi
að sjá versnandi ástand í öllum
aldurshópum beggja kynja varð-
andi skerta hreyfigetu, vöðva-
bólgu, þrekleysi, verki í höndum,
baki og herðum. Þá kemur í ljós
að síþreyta og vefjagigt eru að
aukast, en þau vandamál eru tals-
vert bendluð við andlega líðan og
jafnvægi.
Það velkist enginn í vafa um
það að andlegt álag og streita,
sem margsinnis hefur verið rætt
um, tengist þróun sjúkdóma. Við
virðumst horfa upp á það með
beinum hætti í þessari skýrslu
að meira og minna öll þessi flögg
eru uppi og má tengja þau saman
við versnandi líðan. Hinir yngri
og hraustari finna fyrir veru-
lega meira álagi, eiga erfiðara
með að ná endum saman, upp-
lifa mikið ójafnvægi milli vinnu
og einkalífs, allt að 60% upplifa
mikið álag við vinnu og hæstu
gildi síþreytu, kvíða og þung-
lyndis eru meðal yngsta hóps
kvenna. Þess utan virðist þessi
hópur eiga einna erfiðast með að
sofna og fá nægan svefn. Til að
bæta svo gráu ofan á svart virð-
ast karlar og konur sérstaklega í
þessum hópi vera óánægðust með
útlit sitt og líkamsbyggingu, ekki
beysið það!
Miðar í öfuga átt
Offita hefur aukist, við sitjum
meira á rassgatinu en áður, erum
svartsýnni og svona til að kór-
óna þetta allt saman eru merki
þess að ofnæmi, bólgur, fæðu-
óþol og viðlíka sé á uppleið hjá
báðum kynjum og á öllum aldri.
Margt var fyrirsjáanlegt – líkt
og að aukning yrði í tengslum við
krabbamein, þá fyrst og fremst
í hópi eldri einstaklinga. Góðu
fréttirnar eru hins vegar að það
virðist draga úr hjarta- og æða-
sjúkdómum sem er fagnaðarefni.
Þessi upptalning er auðvitað til
að æra óstöðugan og kannski ekki
hægt að heimfæra niðurstöðurnar
neitt absolútt yfir á þjóðina. Það er
þó ljóst af lestri skýrslunnar, og
fyrir þá sem hafa gaman af tölum
og súluritum, að okkur virðist
miða í öfuga átt á mörgum sviðum.
Við erum ekki enn búin að ná við-
spyrnu á nándar nærri nógu mörg-
um af þeim breytum sem mældar
eru og betur má ef duga skal. Það
þýðir samt lítið að gefast upp þótt
á móti blási, en menn verða líka að
standa í lappirnar og koma þess-
um hlutum í lag. Slíkt gerist ekki
nema með sameinuðu átaki allra,
ekki síst fagfólks sem lætur sér
annt um heilsu og líðan samlanda
sinna, og réttri forgangsröðun í
fjármálum og stefnumörkun hins
opinbera. Þjóðin hefur ekki efni á
því að sú kynslóð sem á að bera
uppi samfélagið næstu áratugina
kikni í hnjánum áður en hún er
lögð af stað í vegferðina.
HEILSA
Teitur
Guðmundsson
læknir
Okkur líður verr…
Hér með skora ég á stjórn-
endur fyrirtækja og stofn-
ana að taka umræðu meðal
starfsfólks síns, mánudaginn
7. apríl nk., um hvort langvar-
andi streita sé til staðar hjá
starfsfólkinu eða á vinnu-
staðnum sem heild. Þessi dag-
setning er ekki tilviljun held-
ur er 7. apríl upphafsdagur
árlegrar herferðar Evrópsku
vinnuverndarstofnunarinn-
ar (European Agency for
Safety and Health) um heilbrigða
vinnustaði. Að þessu sinni snýr her-
ferðin að streitu og sálfélagslegum
áhættuþáttum, sem stjórnendur
virðast stundum eiga erfiðara með
að átta sig á og vinna með frekar en
umhverfis- og öryggismálum.
60% fjarvista vegna streitu
Innan Evrópusambandsins er talið
að 50-60% veikindafjarvista megi
rekja til streitu og annarra sál-
félagslegra þátta. Sálfélagsleg-
ir áhættuþættir tengjast andlegri
og líkamlegri vanlíðan sem rekja
má til vinnuaðstæðna og stjórnun-
arhátta. Margt skiptir máli en til
dæmis má nefna erfið samskipti á
vinnustað, að gerðar séu of miklar
eða of litlar kröfur til starfsmanns
miðað við þá þekkingu sem hann
hefur, stöðug tímapressa, að geta
ekki tekið hlé eftir þörfum, auk fjöl-
margra annarra þátta.
Streita myndast þegar kröfur í
vinnu eru umfram hæfni eða getu
starfsmannsins til að standast kröf-
urnar, hvort sem hann skortir verk-
færi, þekkingu, upplýsingar eða
úrræði, svo dæmi séu nefnd. Oft má
með litlum eða engum til-
kostnaði draga úr streitu
og þar með auka vellíðan
á vinnustaðnum. Í verk-
efnavinnu í fyrirlestrum
um álag, streitu og kulnun í starfi,
sem ég hef haldið á tugum vinnu-
staða, hefur alltaf sýnt sig að hægt
er að draga úr streitu til dæmis með
breyttu vinnulagi, markvissara upp-
lýsingaflæði og bættum samskipt-
um. Þættir sem kosta engin útgjöld
heldur einungis breytta hugsun eða
viðhorf.
Tengsl við kvilla og sjúkdóma
Margir átta sig ekki á hversu víðtæk
tengsl eru á milli langvarandi streitu
og ýmissa sjúkdóma og kvilla, eins
og til dæmis verkja í hálsi og herð-
um, bakverks, höfuðverks, krans-
æðasjúkdóms, hjartsláttartruflana,
þunglyndis, kvíða og síðast en ekki
síst svefnerfiðleika. Fólk sem er
haldið mikilli og langvarandi streitu
er líklegra til að hafa leitað oftar til
læknis vegna þessara einkenna og
að vera meira fjarverandi frá vinnu
vegna veikinda.
Ávinningur þess að skoða hvað
veldur streitu á vinnustöðum er því
mikill. Stjórnendur sem taka streitu
starfsfólks síns alvarlega og vinna
að lausnum munu fljótt sjá ánægð-
ara starfsfólk og aukna framleiðni.
Áskorun til
vinnustaða
VINNUVERND
Hildur
Friðriksdóttir
mannauðsráðgjafi
➜ Innan Evrópu-
sambandsins er talið
að 50-60% veikinda-
fjarvista megi rekja
til streitu og annarra
sálfélagslegra þátta.
Hringhellu 2
221 Hafnarfjörður
Hrísmýri 8
800 Selfoss
Malarhöfða 10
110 Reykjavík
Berghólabraut 9
230 Reykjanesbær
Sími 4 400 400
www.steypustodin.is
Grapevine, í samstarfi við Hönnunarmiðstöð og dómnefnd sem
skipuð er aðilum frá Listaháskóla Íslands, Hönnunarmiðstöð,
verslunar eigendum í Reykjavík og fleirum, veitti Rúnu Thors
vöruhönnuði og Hildi Steinþórsdóttur arkitekt viðurkenninguna
Award of Excellence fyrir hönnun Kletts.
Runner Up
Th
e R
ey
kja
vík
Grapevine Design Aw
ards
PRODUCTOF THE YEAR2013