Fréttablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 20
FÓLK|HEILSA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn
Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Fjöldi tyggigúmmístegunda sem
seldar eru hér á landi inniheldur
aukaefnið BHA sem leyft er með
miklum takmörkunum samkvæmt
reglum Evrópusambandsins. Efnið
má nota í fá matvæli en tyggjó er
eitt af því sem leyfilegt er að nota
það í.
Norsku neytendasamtökin könn-
uðu á dögunum innihaldsefni 68
tyggjótegunda. Könnunin fór þann-
ig fram að tyggigúmmíið var keypt
í söluturnum og verslunum í Ósló.
Listinn yfir innihaldsefni tyggi-
gúmmísins var kannaður og kom
í ljós að 36 tegundanna innihéldu
BHA. Extra er á meðal algengra
tegunda hér á landi sem innihalda
efnið.
BHA er á skrá Evrópusambands-
ins yfir efni sem hafa áhrif á horm-
ónajafnvægi fólks. Sífellt fleiri rann-
sakandur krefjast þess að varað sé
við slíkum efnum. Helsta áhyggju-
efnið er að efnin geti haft skaðleg
áhrif á heilsu, minnki frjósemi og
geti jafnvel aukið líkur á krabba-
meini og sykursýki 2.
„BHA er leyft hér á landi með
miklum takmörkunum. Við förum
eftir reglum sem við tökum upp frá
Evrópusambandinu,“ segir Jónína
Þ. Stefánsdóttir matvælafræðingur
hjá Matvælastofnun. „Þar er skýrt
tekið fram í hvaða matvæli má
nota aukaefnið og í hvaða magni.
Reglurnar byggjast á áhættumati
frá Matvælaöryggisstofnun Evrópu
sem býr yfir mikilli sérfræðiþekk-
ingu. Þetta mat sem farið er eftir
er frekar nýlegt eða frá 2011. Þar
kemur fram að ÁDI-gildi, sem er
það magn efnis sem talið er óhætt
að neyta daglega alla ævi, er lágt
og þess vegna setur Evrópusam-
bandið strangar reglur um notkun
í reglugerðinni. Gildið er lágt fyrir
þetta efni og því er talið öruggt að
nota það í tyggjó innan marka og
ekki talin hætta á að fólk fari yfir
þessi mörk. Fólk ætti því ekki að
hafa áhyggjur af notkun tyggjós í
þessu samhengi.“
Lista með tyggjótegundum sem
kannaðar voru má sjá á vef norsku
neytendasamtakanna, forbrukerra-
det.no.
EFNI Á BANNLISTA LEYFT MEÐ
TAKMÖRKUNUM
Í könnun sem norsku neytendasamtökin gerðu kom í ljós að varhugaverð efni
eru notuð í um það bil helming tyggjótegunda sem kannaðar voru.
INNAN HÆTTUMARKA Extra er á meðal algengra tegunda hér á landi sem inniheldur efnið.
Svokölluð ofurfæða hefur verið mikið í um-ræðunni undanfarið og ýmsum fæðutegund-um hampað sem slíkum. Ofurfæða er hugtak
sem hefur verið notað til að lýsa fæðu
sem á að hafa jákvæð áhrif á
heilsuna og minnka líkur á
eða jafnvel koma í veg fyrir
sjúkdóma. Hugtakið hefur
hins vegar lítið verið notað
af næringarfræðingum og
öðrum sérfræðingum og
hefur jafnvel verið mis-
notað af markaðsöflum.
Krabbameinsfélag Bret-
lands hefur varað við því að
ekki eigi að reiða sig algjörlega
á svokallaða ofurfæðu til að minnka
líkur á krabbameini. Hún geti ekki kom-
ið í staðinn fyrir fjölbreytta og holla fæðu.
Það eru hins vegar fáir sem efast um holl-
ustu ákveðinna fæðutegunda og hafa þær verið
þekktar um langa tíð fyrir hollustu sína. Dæmi
um þetta eru ber, hnetur, fræ, dökkgrænt
grænmeti, feitar fisktegundir, sítrusávextir,
heilhveiti og baunir.
GRÆNT GRÆNMETI
Grænt grænmeti er
pakkað af næring-
arefnum, trefjum,
vítamínum og
steinefnum.
Það er ríkt af
A-, C- og K-vít-
amíni, kalíum,
kalki og fólati.
Það má matreiða
á marga vegu eða
borða það eins og það
kemur frá náttúrunnar
hendi. Eina sem þarf að gera er
að skola það vel. Gott er að bæta því
í booztið, eggjakökur eða sósur.
BLÁBER
Bláber eru bæði bragðgóð og holl. Þau hafa lengi
verið talin góð í baráttunni við hina ýmsu sjúk-
dóma, geta haft jákvæð áhrif á of háan blóðþrýst-
ing og kólesteról. Bláber eru tilvalin bæði í morgun-
verð og eftirrétti. Svo má gæða sér á þeim í staðinn
fyrir sælgæti fyrir framan sjón-
varpið.
BAUNIR
Í baunum er kröftug blanda
af B-vítamínum, kalki,
kalíum og fólati. Þetta
hjálpar til við að halda
heila, húð og frumum
heilbrigðum. Sniðugt er
að borða baunir sem
meðlæti í stað
brauðs eða
kartaflna.
Þær gefa
seddutil-
finningu og
orku allan
daginn.
VALHNETUR
Ekki þarf að borða mik-
ið af valhnetum til þess
að njóta góðs af þeim.
Dagleg handfylli gefur
góðan skammt af Omega-3,
melatóníni, kopar,
mangani og E-vítamíni.
Talið er að valhnetur
geti seinkað bæði
Alz heimer- og Parkinsons-
sjúkdómunum. Fyrir þá sem eru
ekki hrifnir af hnetum er sniðugt
að bæta smá skammti af hnetusmjöri
við morgunbooztið.
LAX
Lax er ríkur af prótínum, D-vítamíni, B2,
B3, B6 og B12 og að sjálfsögðu Omega-3 fitusýrum.
Hann er sagður vera góður í baráttu við hina ýmsu
sjúkdóma, svo sem krabbamein, hjarta- og æða-
sjúkdóma og hrörnun í augnbotnum.
EKKI ALLT OFURFÆÐA
HEILSA Orðið ofurfæða hefur mikið verið notað að undanförnu og eflaust í
víðara samhengi en við á. Enginn efast þó um hollustu þessarar fæðu hér.
Peysa – litir: svört grá – drapp. Stærðir XS S M L XL
Hlíðasmári 8 201 Kópavogur – s. 6183022
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins
með glæsilegt forskot á keppinautana.
Meðallestur Fréttablaðsins í
aldurshópnum 25-54 ára er 73%
á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra
sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið
fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga
vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t
ok
tó
be
r–
de
se
m
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU