Fréttablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 10
1. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 UMHVERFISMÁL Skorað er á umhverfis- og auðlindaráðherra að taka Bjarnarflagsvirkjun úr nýting- arflokki rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða í álykt- un aðalfundar Fjöreggs, félags um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit. „Fundurinn telur að til grundvall- ar þeirri ákvörðun að setja virkj- unina í nýtingarflokk hafi legið ófullnægjandi og úrelt mat á mögu- legum afleiðingum virkjunarinn- ar,“ segir í tilkynningu. Enn frem- ur megi ætla að í litlu sem engu hafi verið litið til þess hve mikil röskun sé þegar orðin á vistkerfi Mývatns. Bent er á að við gerð umhverfis- mats árið 2003 hafi ekki legið fyrir niðurstöður rannsókna „á þeim djúpu sveiflum sem einkennt hafa lífríki Mývatns frá árinu 1970 og hafa smám saman leitt til silungs- leysis í vatninu“. Þá hafi sendinefnd Ramsar-skrifstofunnar í heimsókn sinni hingað í fyrrasumar tekið undir áhyggjur af áhrifum virkjun- arinnar á vistkerfi Mývatns. - óká Í BJARNARFLAGI Aðalfundur Fjöreggs bendir á að Mývatn sé tilnefnt Ramsar- svæði og eigi að njóta vafans þegar kemur að óafturkræfum umhverfis- áhrifum vegna framkvæmda. MYND/BJÖRN Þ. Vilja fá Bjarnarflag tekið úr nýtingarflokki rammaáætlunar um orkunýtingu: Mývatn sagt eiga að njóta vafans LÖGREGLUMÁL Slökkvilið, sjúkra- lið og lögregla voru kölluð til á Eyrarbakka vegna elds sem þar kom upp í mannlausu íbúðarhúsi fyrir klukkan ellefu í gærmorgun. Fram kemur í tilkynningu lögreglu að talsverður reykur hafi verið innandyra. Greiðlega hafi hins vegar tekið að slökkva eldinn, sem við fyrstu sýn hafi verið talið að kviknað hafi út frá þvottavél. Hefja átti rannsókn á eldsupptökunum um leið og búið væri að reykræsta húsið. - óká Eldur í húsi á Eyrarbakka: Kviknaði í út frá þvottavél DANMÖRK Aðeins 25 prósent Dana vilja að vændi verði bannað. Meiri- hluti Dana telur að bann dragi ekki úr kaupum á kynlífsþjónustu. Þetta eru niðurstöður könnunar á vegum Jyllands-Posten. Evrópuþingið vill banna sölu á kynlífsþjónustu í allri Evrópu. Evrópskir rannsóknaraðilar og 560 samtök hafa hins vegar sent frá sér sameiginlega ályktun þar sem lýst er yfir vilja til að vændi verði löglegt. Það vill einnig stjórnarandstaðan í Danmörku. - ibs Ný könnun Jyllands-Posten: Fjórðungur vill banna vændi LANGAR ÞIG AÐ LÆRA AÐ BÚA TIL NÆRINGARRÍKA OG FLJÓTLEGA FÆÐU? HEILSUHÚSIÐ LÁGMÚLA 5, KL. 18:30-21:00 „Fróðlegt og skemmtilegt námskeið sem sýnir manni að það þarf alls ekki að vera flókið eða tímafrekt að útbúa hollan og bragðgóðan mat og millimál.“ – Karen Lilja Sigurbergsdóttir Þriðjudagurinn 8. apríl 7.600 kr. Hráfæði – Þeytingar – Ofurfæði Lærðu að búa til kraftmikinn morgunmat, millimál, þeytinga, mjólkurlausa mjólk, hráfæði, aðalrétti, eftirrétti og ís. Sýnikennsla og fræðsla. Eingöngu er notast við algeng eldhúsáhöld, matvinnsluvél og blandara við matseldina. Allir fara saddir og sælir heim með glænýtt uppskriftasafn auk þess sem Facebook-hópur verður stofnaður þar sem hægt er að spyrja spurninga og deila reynslu eftir námskeiðið. SIF GARÐARSDÓTTIR Sif Garðarsdóttir er heilsu- mark þjálfi og einka þjálfari með yfir 15 ára reynslu. Nánari upplýsingar og skráning: sifg@hotmail.com www.sifgardars.is STJÓRNSÝSLA Persónuvernd segir vafa leika á því hvort Þjóðskrá Íslands sé heimilt að afhenda afrit kjörskrárstofna til stjórnmála- flokka. Í bréfi til Persónuverndar segir Þjóðskrá að innanríkisráðuneytið hafi falið stofnuninni að afhenda stjórnmálaflokkum afrit af kjör- skrárstofnum fyrir alþingiskosn- ingar auk lista og límmiða um til- tekna hópa kjósenda, til dæmis þá sem kjósa í fyrsta sinn. Þar komi fram lögheimili, kyn, nafn og kennitala einstaklinga með kosningarétt. Þjóðskrá telji engin ákvæði í lögum heimila afhend- ingu kjörskrárstofna til annarra en sveitarstjórna. Auk þess sem afhendingin eigi sér ekki lagastoð samræmist hún ekki tilgangi kjörskrárstofna. Kjósendur njóti mögulega ekki verndar samkvæmt reglum um bannskrá þegar stjórnmálaflokk- arnir noti kjörskrárstofnana sem úthringilista. Innanríkisráðuneytið segir í svarbréfi til Persónuverndar að í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrra hafi forsætisráðuneytið óskað eftir að innanríkisráðuneyt- ið fæli Þjóðskrá, samkvæmt hefð, að afhenda stjórnmálasamtökum kjörskrárstofnana. Um lögmæti afhendingarinn- ar segir innanríkisráðuneytið að áratugum saman hafi tíðkast að afhenda stjórnmálasamtökum sem hyggist bjóða fram afrit kjör- skrárstofna. „Þó ekki sé kveðið á um þessa afhendingu með skýr- um hætti í kosningalöggjöfinni byggir hún á langri og ríkri hefð í samskiptum stjórnarráðsins og stjórnmálasamtaka sem hyggjast bjóða fram og hefur þar verið gætt fyllsta jafnræðis milli framboðs- aðila,“ segir ráðuneytið sem kveð- ur það „í þágu lýðræðisins að auð- velda þeim sem bjóða sig fram í kosningum að ná eyrum kjósenda“. Innanríkisráðuneytið bætir við að í ljósi efasemda Þjóðskrár Íslands muni ráðuneytið kanna við endurskoðun kosningalög- gjafarinnar hvort þurfi að kveða á um það með skýrum hætti að afhending gagnanna sé heimil. Því verði þó ekki lokið fyrir sveitar- stjórnarkosningar 31. maí. „Ráðu- neytið gerir því ráð fyrir því að framboðsaðilum við sveitarstjórn- arkosningar verði að öllu óbreyttu afhent umrædd gögn með sama hætti og verið hefur, komi fram beiðni um slíkt.“ Persónuvernd segir hvergi í lögum vikið að afhendingu kjör- skrárstofna til annarra en sveitar- stjórna. „Í ljósi þess að slíkt ákvæði skortir telur Persónu- vernd vafa leika á um að miðlunin sé heimil.“ gar@frettabladid.is Afhenda kjörskrá þótt vafi leiki á lögmætinu Innanríkisráðuneytið segist gera ráð fyrir að samkvæmt venju fái stjórnmálaflokk- ar afhenta kjörskrárstofna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þótt Þjóðskrá og Persónuvernd telji lagaheimild skorta. Í þágu lýðæðisins segir ráðuneytið. Á KJÖRSTAÐ Stjórnmálaflokkar sem bjóða fram og þess óska fá afhenta kjörskrár- stofna í aðdraganda kosninga samkvæmt hefð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Í þágu lýðræðisins að auðvelda þeim sem bjóða sig fram í kosningum að ná eyrum kjósenda. Innanríkisráðuneytið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.