Fréttablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 40
FRÉTTIR AF FÓLKI Mest lesið 1 Sjö ára snillingur – sjáðu atriðið sem kom honum í úrslitin 2 Kenndi rangan háskólakúrs í heila önn 3 Ísland í dag: Íhugaði sjálfsvíg 4 Lokagreinin í Sterkasta manni heims og biðin eft ir úrslitum | Myndband 5 Sjáðu frábæran fl utning Agnesar og Arnars Fékk búktalaradúkku Auður Jónsdóttir rithöfundur var alsæl með afmælisgjöfina í ár frá eiginmanninum, Þórarni Leifssyni. Þau hjónin búa í Berlín ásamt syni sínum og á afmælisdegi Auðar um síðustu helgi fékk hún búktalaradúkku frá Þórarni. Gjöfin vakti mikla kátínu og segir Þórarinn á Facebook-síðu sinni að hann hafi aldrei séð Auði jafn ánægða með nokkra gjöf. Hann segist hafa gefið henni bækur, skartgripi, græjur, flugmiða og föt en nú hafi hann slegið í gegn. „Það er bara kreisí að vera giftur jafn skemmtilegu fólki,“ segir hann í lokin. - ebg VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín Gnarr gefur út á ensku Bandaríska forlagið Melville House tilkynnti á dögunum að það myndi sjá um útgáfu á bók Jóns Gnarrs „Gnarr: Hvernig ég varð borgarstjóri höfuðborgar Íslands og breytti heiminum“. Bókin fjallar um hvernig hann varð borgar- stjóri í Reykjavík og hvernig Besti flokkurinn varð til en bókin hefur áður komið út á þýsku á vegum Klett-Cotta-forlagsins. Bókin er rúmlega 200 blaðsíður og skrifuð á ensku en Jón hefur til- kynnt að hann muni fara í ferðalag til þess að kynna hana. Hægt er að setja inn forpöntun á vef Amazon en stefnt er að útgáfu bókarinnar í lok júní. - bþ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.