Fréttablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 30
1. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 26 Rómantísk sunnudagsstemning Farmers Market með Bergþóru Guðnadóttur í farar- broddi gerði það sem þau gera best á sýningu sinni á laugardaginn. Eins og búast mátti við var ullin í lykilhlut- verki í sýningunni þar sem stórri mynd af sveitakirkju var varpað á bak við tískupallinn og lifandi tónlist ómaði undir. Peysur, silkikjólar, gallaskyrtur, hnésíð pils og vaxjakkar er það sem koma skal frá merkinu sem hefur fest sig í sessi hér á landi og víðar. Fléttuhárgreiðslur og náttúruleg förðun fyrirsætanna tónaði vel við fatnaðinn. Tískufj ör í Hörpu Reykjavík Fashion Festival fór fram með pomp og prakt um helgina. Fjöl- breytnin var í fyrirrúmi þar sem áhorfendur sáu allt frá rómantískri sveitasælu Farmers Market til rokkaðs og reykfyllts tískupallsins hjá Guðmundi Jörunds- syni. Þeir átta hönnuðir sem tóku þátt í tískuhátíðinni í ár tóku verkefnið alvar- lega og sýndu það að framtíðin er björt í fatahönnun á Íslandi í dag. 3 verð á rúmfötum 7.990 kr 8.990 kr 9.990 kr Gæði fara aldrei úr tísku Mest seldu ofnar á Norðurlöndum 10 ára ábyrgð Litríkur flísfatnaður Útivistarmerkið Cintamani sýndi í fyrsta sinn fatalínu sína á Reykjavík Fashion Festival í ár. Sumir settu spurningarmerki við það að útivistarmerki færi á pallana á RFF enda sýningin frábrugðin hinum. Fyrir- sæturnar voru eins og þær væru nýkomnar niður af fjallinu, með rjóðar kinnar og úfið hár. Litadýrðin var mikil hjá útivistarmerkinu sem sýndi ullarfatnað, flís- peysur, ullarsokka og fylgi- hluti í fjallgönguna. Anna Clausen sá um stíliseringu og á hrós skilið fyrir flotta heildarmynd. Kvenlegar línur og áttundi ára- tugurinn Rebekka Jónsdóttir, sem hannar undir merkinu REY, var með glæsilega sýningu þar sem andi áttunda ára- tugarins sveif yfir vötnum. Hún hafði sjálf lýst línunni sem hyllingu til kven- skörunga frá gullaldar- tímabili Hollywood og fór það ekki fram hjá neinum. Samfestingar með víðum skálmum, flaksandi efni, áberandi mitti, barðastór skyggni og skemmtilegar prjónapeysur. Vönduð lína þar sem margir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dökkur og drunga- legur Jör Jör by Guðmundur Jörunds- son var rúsínan í pylsuend- anum á tískudeginum í Hörpu. Það kvað við nýjan tón hjá Jör sem hingað til hefur verið einna helst þekktur fyrir jakkaföt á dömur og herra. Dúndrandi rokktónlist, blikkandi neonljós og reykfylltur tískupallurinn settu sinn svip á goth-lega fatalínu Guðmundar. Vel sniðnar yfirhafnir, rifnar gallabuxur, síðar skyrtur og buxur með klauf er það sem koma skal frá Jör. Hárgreiðslan og förðunin settu sinn svip á sýninguna sem stóð upp úr hvað varðar heildarsvip og útfærslu á hátíðinni. Vel gert hjá Jör-teyminu. Tímalaust og fágað Þær Katrín Kára og Elínrós Líndal sóttu innblástur sinn til stríðsáranna fyrir þessa nýju línu Ellu. Upphaf sýningarinnar gaf strax tóninn fyrir það sem koma skyldi þegar fyrirsætur, klæddar fallegum síðum ullarkápum með háum kraga, þrömm- uðu taktfast inn pallinn. Blártt svart og grátt var litaspjaldið í fatalínunni þar sem allar flíkurnar voru útpældar, vel sniðnar og klassískar. Fatalínan og sýningin voru óður til sterku konunnar sem sást í öllu frá förðun til skóbúnaðar fyrirsætanna. Sýningin endaði svo á laginu Independent Women með Beyoncé til að kóróna þemað. Kynþokkafullir kjólar og flott prent Margir biðu spenntir eftir að sjá sýningu Sigga Maiju sem er fyrsta fatalína Sigríðar Maríu Sigurjóns- dóttur undir eigin nafni. Sýningin var glæsileg og einkenndist línan af þröngum buxum með rennilás niður kálfann og kvenlegum kjólum með bert í bakið í litríkum munstrum. Sigríður María hefur áður unnið fyrir Jör og Kron Kron en hún sótti innblástur til Parísar í kringum 1920 fyrir eigin línu. Flott frumraun Magneu Fatahönnuðurinn Magnea Einars var að þreyta frumraun sína á RFF í ár en prjónið leikur stórt hlutverk í hennar hönnun. Sýningin var vel gerð og greinilega búið að spá í hvert smáatriði. Lita- spjaldið í línunni var svart, hvítt og fjólublátt með prjónasettum, pilsum, peysum sem og munstruðum silkikjólum. Þá voru síðar prjónapeysur og vesti einkar girnileg fyrir næsta vetur. Fyrir- sæturnar báru allar skemmtilega hatta sem gaf sýningunni flottan blæ. Það verður gaman að fylgjast með Magneu í framtíðinni. Leður og prjón frá Zisku Sýning Hörpu Einarsdóttur, sem hannar undir nafninu Ziska, hófst á skemmtilegu tískumyndbandi með hestum í aðalhlutverki. Fatalínan sjálf einkenndist af leðri, prjóni og silki og var svarti liturinn ríkjandi við hvítan, mintugrænan og bleikan. Harpa er þekkt fyrir ævintýraleg munstur sín sem auðvitað fengu pláss í þessari línu. Hvítur leðurkjóll stóð upp úr á sýningunni sem og stutt prjónapeysa með flottu munstri. Þá vöktu útskorin leðurhálsbönd athygli. „Það er frábært að fá hana til landsins, þetta er frábær listamað- ur,“ segir Kristinn Sæmundsson, skipuleggjandi tónleikaferðarinn- ar sem kallast Litli Íslandstúrinn 2014, en þar koma fram færeyska tónlistarkonan Laila Av Reyni og íslenska hljómsveitin Sometime. Tónleikaferðalagið hefst í dag í verslun Lucky Records við Rauð- arárstíg og hefjast tónleikarnir klukkan 16.30. Laila Av Reyni er mikil lista- kona og fyrir utan tónlistina er hún yfirkennari og stýrir hönnun- ardeildar Tekníska skúlans í Þórs- höfn í Færeyjum og hefur til að mynda hannað klæðnað fyrir feg- urðardrottningar Danmerkur og Eurovision-keppendur Dana. „Hún er rísandi stjarna í tónlistarheim- inum,“ bætir Kristinn við. Hljóm- sveitina Sometime skipa þau Rósa Birgitta Ísfeld og Daníel Þorsteins- son en þau stofnuðu hana ásamt nokkrum reyndum tónlistarmönn- um árið 2005 og hafa með tónleik- um sínum skapað sér gott orðspor. „Það sem tengir sveitirnar er að Rósa Birgitta er einn fjórði Fær- eyingur,“ segir Kristinn léttur í lundu. Þá leika sveitirnar báðar rafskotið popp. Tónleikaferðalagið heldur áfram á fimmtudag en þá eru tónleikar á Café Rosenberg, föstudag í Gamla kaupfélaginu á Akranesi og laugar- daginn á Fjörukránni í Hafnarfirði. Kristinn hefur verið iðinn við að kynna Íslendinga fyrir færeyskri tónlist og kynnti til að mynda Eivöru Pálsdóttur og hljómsveit- ina Tý fyrir landsmönnum á sínum tíma. - glp Færeysk tónlist kynnt með tónleikaferðalagi Færeyska tónlistarkonan Laila Av Reyni og íslenska hljómsveitin Sometime leggja af stað í tónleikaferð. MIKIL LISTA- KONA Laila Av Reyni er mikil lista kona og kemur fram á nokkrum tónlei- kum hér á landi í vikunni. MYND/HØGNI HEINESEN REY MAGNEA JÖR FARMERS MARKET CIN TA M A N I SIG G A M A IJA ELLA ZISKA LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.