Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 2
9. apríl 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
ALÞINGI Enn er of snemmt að segja
til um hvort umfjöllun utanríkis-
málanefndar Alþingis um tillögur
sem liggja fyrir þinginu um slit á
aðildarviðræðum við ESB eða að
gera hlé á viðræðunum lýkur fyrir
þinglok um miðjan maí.
„Það liggur fyrir að umfjöll-
un nefndarinnar lýkur ekki fyrir
páska,“ segir Birgir Ármannsson,
formaður utanríkismálanefndar.
Spurður hvort umfjölluninni muni
ljúka fyrir þinglok segir hann allt
of snemmt að segja til um það.
Frestur til að skila umsögnum
um málið rann út í gær. Birgir
sagðist í gær ekki vera með nýj-
ustu tölur, en sagðist vita til þess
að tugir umsagna hefðu borist.
Utanríkismálanefnd fjallaði í
gær um skýrslu Alþjóðamálastofn-
unar Háskóla Íslands um aðildar-
viðræður Íslands við ESB, sem
kom út á mánudag. Birgir segir
nokkra skýrsluhöfunda hafa komið
á fund nefndarinnar og aftur sé
von á skýrsluhöfundum á fund
nefndarinnar síðar í vikunni.
„Við áttum mjög ítarlegar og
góðar umræður, menn voru ekki
sammála um alla hluti, en á hinn
bóginn var þessi yfirferð gagnleg
fyrir nefndina,“ segir Birgir.
Hann segir skýrslu Alþjóða-
málastofnunar nýtast eins og
önnur gögn sem nefndinni berist.
„Margir kaflar eru prýðilegir, og
annaðhvort fylla upp í eða styðja
það sem áður hefur komið fram,“
segir Birgir.
„Svo eru aðrir þættir sem ég hef
verið gagnrýninn á. Mér finnst
skýrsluhöfundar full djarfir að
draga ályktanir út frá frekar veik-
um forsendum,“ segir hann. Spurð-
ur hvers hann sé að vísa til nefn-
ir hann annars vegar möguleika
á sérlausnum í sjávarútvegi, og
hins vegar hugsanlegan ávinning
af upptöku evrunnar. - bj
Of snemmt að segja hvort þingnefnd lýkur umfjöllun um ESB fyrir þinglok:
Vilja ekki spá um lok málsins
UMSAGNIR Tugir umsagna hafa borist
utanríkismálanefnd um tillögur um að
slíta viðræðum við ESB eða setja þær
á ís segir Birgir Ármannsson, formaður
nefndarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VIÐSKIPTI Hamborgarabúlla Tóm-
asar opnar nýtt útibú í Kaup-
mannahöfn í maí og eru fram-
kvæmdir í fullum gangi þessa
dagana.
Rekstrarstjóri
verður Valdimar
Geir Halldórs-
son, sem er einn
af eigendum fyr-
irtækisins Besta
boð sem rekur
samnefnda vef-
síðu. Áður en
hann flutti út átti
hann helming-
inn í versluninni
Macland og Nýlenduvöruverslun
Hemma og Valda, auk þess sem
hann kom gistihúsinu Reykjavík
Backpackers á laggirnar.
Hann stundaði nám í Danmörku
á yngri árum og hlakkar til að
takast á við nýtt verkefni. „Það er
gaman að gera eitthvað íslenskt
þótt maður búi erlendis,“ segir
Valdimar Geir, aðspurður.
Búllan verður við götuna Høker-
boderne í Kødbyen, sem er gamalt
iðnaðarsvæði við hliðina á Isted-
gade og hefur verið í uppbyggingu
síðustu ár.
Dönsk yfirvöld lofuðu eigendum
Búllunnar að þeir fengju húsnæð-
ið fyrir þremur árum en gáfu ekki
grænt ljós á opnun fyrr en núna.
„Svæðið er verndað og þeir vilja
ekki að það komi allt þangað inn
í einu. Strákarnir í Búllunni eru
búnir að hafa þetta á bak við eyrað
og um leið og það mátti fara af stað
var þetta sett aftur í gang,“ segir
Valdimar Geir. „Þetta er rosalega
góð staðsetning fyrir okkur. Við
erum umkringdir góðum stöðum
og teljum okkur vera að bæta við
flóruna sem er þarna í boði.“
Í Kødbyen eru ýmsar tegundir
veitingastaða, bæði litlir og stór-
ir. „Það er mjög mikið af góðum
veitingastöðum þarna og svo koma
skemmtilegir staðir inn á milli
sem eru í léttari kantinum.“
Eigendur Búllunnar við Geirs-
götu, feðgarnir Örn Hreinsson
og Hreinn Ágústsson, eru menn-
irnir á bak við staðinn í Kaup-
mannahöfn. Stofnandi Búllunnar,
Tómas Tómasson, á hlut í báðum
stöðunum. „Það er alltaf gaman að
vinna með aðilum sem hugsa vel
um það sem þeir eru með í hönd-
unum,“ segir Valdimar um sam-
starfsmennina.
Sjálfur er hann nýkominn til
Kaupmannahafnar frá London,
þar sem hann kynnti sér starfsemi
Búllunnar í stórborginni enda
verður væntanlega í mörg horn að
líta í kóngsins Kaupinhafn.
freyr@frettabladid.is
Búllan opnuð í
Kaupmannahöfn
Áttunda Hamborgarabúlla Tómasar verður opnuð í Kaupmannahöfn í maí.
Rekstrarstjóri verður hinn reynslumikli Valdimar Geir Halldórsson. Hann
segir staðsetninguna mjög góða og hlakkar til að takast á við verkefnið.
BÚLLAN Hamborgarabúlla Tómasar opnar nýtt útibú í Kødbyen í Kaupmannahöfn í
maí. MYND/ATLI MÁR GYLFASON
VALDIMAR GEIR
HALLDÓRSSON
Hamborgarabúlla Tómasar í Kaupmannahöfn verður sú áttunda í röðinni.
Fyrir eru útibú við Geirsgötu, Ofanleiti, Bankastræti, Bíldshöfða, í Hafnar-
firði og í London. Síðasti staður var opnaður á Selfossi í byrjun síðasta árs
en sá fyrsti, við Geirsgötuna, var opnaður í apríl 2004 eða fyrir tíu árum.
ÁTTA HAMBORGARABÚLLUR Á TÍU ÁRUM
SELTJARNARNES Listaverkið „Skyggnst á bak við tunglið“ eftir Sigurjón
Ólafsson sneri aftur á Seltjarnarnes í gær eftir áralanga fjarveru. Verkið
hafði þurft að víkja fyrir byggingaframkvæmdum, en verður nú vígt á
ný í tilefni af 40 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarness.
Verkið, sem vegur þrjú tonn, er abstrakt járnskúlptúrverk með skír-
skotun í stjörnufræði. Í því má líka finna dýraform og tilvísun í Fenr-
isúlfinn. Því var komið fyrir á tveggja metra háum stöpli milli sund-
laugar og heilsugæslu á Nesinu. Stöpulinn prýða teikningar Kristins
E. Hrafnssonar. - jm
Hátíðarhöld á Seltjarnarnesi í tilefni af 40 ára afmæli:
Vígsla á þriggja tonna járn-
skúlptúr sem fluttur var í gær
FLUTNINGURINN Verkið vegur þrjú tonn og er úr járni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Örvar Kristjáns-
son, harmóníku-
leikari og söngv-
ari, lést 7. þessa
mánaðar. Hann
var fæddur í
Reykjavík 8. apríl 1937.
Síðustu 20 ár hefur Örvar
búið á Kanaríeyjum og spilað
þar yfir vetrarmánuðina, lengst
af á Cosmos (Klörubar). Hann
kom heim í íslenska sumarið á
hverju ári og spilaði þá víða um
landið. Örvar átti barnaláni að
fagna og lifa þau öll föður sinn.
Eftirlifandi eiginkona Örvars er
Guðbjörg Sigurðardóttir.
Harmóníku-
leikari látinn
MENNTAMÁL Salmann Tamimi, sem
er á lista Dögunar fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar, finnst löngu
kominn tími á móðurmálskennslu
í leik- og grunnskólum landsins.
Þetta kom fram á fundi sem teymi
um málefni innflytjenda hélt með
frambjóðendum til borgarstjórnar-
kosninga í gær.
„Móðurmálskennsla á að vera í
stundarskrá barnanna en ekki sem
tómstundatilboð eða námskeið um
helgar. Kennari í hverju tungumáli
getur flakkað milli skóla og kennt
móðurmálið. Þetta ætti að hafa
byrjað fyrir löngu, þetta þarf ekki
að kosta mikið og okkur er skylt að
sinna þessu. Þetta er bara spurning
um forgang,“ segir Salmann.
Dagur B. Eggertsson, borgar-
fulltrúi Samfylkingar, sem einn-
ig var á fundinum tók undir orð
Salmanns varðandi mikilvægi
málsins.
„Við gerum okkur grein fyrir
að það þarf að gera betur í þess-
um málum. Ný skimunarpróf sem
meta stöðu barna með íslensku
sem annað tungumál sýna okkur
að við þurfum að efla kennsluna
og ég hef heyrt áhyggjur frá fólki
innan skólakerfisins og úr röðum
innflytjenda. Aðferðirnar sem við
höfum reynt hafa ekki skilað nægi-
lega miklum árangri og við erum
með það í stefnuskrá að bæta okkur
verulega þarna,“ segir Dagur.
Fulltrúar frá öðrum flokkum
sem bjóða fram til borgarstjórnar-
kosninga tóku einnig undir mikil-
vægi móðurmálskennslu og má
segja að mikil sátt hafi myndast
um málið í pallborðsumræðum.
- ebg
Frambjóðendur til borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í vor voru sammála á fundi í gær:
Vilja móðurmálskennslu í leik- og grunnskóla
DAGUR B.
EGGERTSSON
SALMANN
TAMIMI
RÍKISÚTVARPIÐ Vilji er fyrir því
innan Ríkisútvarpsins að flytja
starfsemina, og hefur nú verið
skipaður hópur sem leiðir leitina
að nýjum húsakosti.
Guðlaugur Sverrisson, fulltrúi
Framsóknarflokksins í stjórn
RÚV, lagði til húsnæði Osta- og
smjörsölunnar sem mögulegan
kost, á fundi húsnæðismálanefnd-
ar á dögunum.
Húsið er rúmir 4.700 fermetr-
ar að stærð og því fylgir 33.000
fermetra lóð. Aðrir mögulegir
kostir hafa verið nefndir, meðal
annars á Korputorgi. - jm
RÚV ohf. íhugar flutning:
Leit hafin að
nýju húsnæði
SPURNING DAGSINS
20%afsláttur
Fæst án lyfseðils.
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli
vandlega fyrir notkun.
Jón Þór, er þetta allt að
skotganga hjá þér?
Já, en afsakið ég þarf að skjótast.
Jón Þór Sigurðsson varð nýlega Íslandsmeist-
ari í skotfimi liggjandi með riffil á 50 metra
færi. Hann varð jafnframt Íslandsmeistari í
sama flokki árið 2011.