Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Dr. Haukur Ingi Jónasson og dr. Helgi Þór Ingason, sem starfa við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og eru forstöðumenn Meistara- náms í verkefnastjórnun (MPM-námsins), sitja ekki auðum höndum. Á síðustu misserum hafa þeir gefið út fjölda bóka á sviði stjórnunar. Ný- lega gáfu þeir út bókina Project Ethics, en útgefandi hennar er Gower/ Ashgate sem er með virtari útgáfufyrirtækum á sviði stjórnunarfræða. Í tengslum við bókina var opnuð heimasíðan projectethics.is Í samstarfi við JPV útgáfu hafa þeir gefið út fjór- ar bækur: Leiðtogafærni: Sjálfskilningur, þroski, þróun, Samskiptafærni: Samskipti, hópar, teymis- vinna, Stefnumótunarfærni: Markmið, stefna, leið- ir og Skipulagsfærni: Verkefni, vegvísar, viðmið um undirbúning, framkvæmd og lúkningu verk- efna. Unnið er að þýðingu allra þessara bóka yfir á ensku og hefur tölvuleikjafyrirtækið CCP stutt veglega við þá þýðingu. Á þessu ári kom einnig út bókin Markþjálfun: Vilji, vit, vissa en hana skrifar Haukur Ingi í samstarfi við Matildu Gregersdott- er og Arnór Má Másson. DAGSKRÁ 08.00-08.30 Morgunmatur og skráning. 08.30-08.40 Setning: Ragnhildur Nielsen, formaður MPM félagsins. 08.45-09.00 Inngangur: Dr. Hilmar Bragi Janusson, H.Í. 09.00-09.40 Margir boltar á lofti: Verkefnastjórnun í sprotafyrir- tækjum. Hekla Arnardóttir fjár- festingarstjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. 09.40-10.20 Skiptir verkefna- stjórnun máli? Verkefnastjórnun í innleiðingarverkefnum og lærdómur í gegnum hraðan vöxt í alþjóðlegu umhverfi. Áslaug S. Hafsteinsdóttir, Meniga. 10.20-10.40 Kaffihlé 10.40-11.20 Formfesta í sveigjan- leikanum: Áskoranir í verkefnum Truenorth og þættir sem hafa áhrif á velgengni þeirra. Helga Margrét Reykdal, Truenorth. 11.20-12.00 Augun á áhrifunum: Flókin viðfangsefni í alþjóð- legri starfsemi kalla á öfluga verkefnastjórnun. Guðmundur Örn Óskarsson, CIO Alvogen 12.00-12.15 Lokahugleiðing: Allir eru glaðir og allir eru að tala um … Heiða Kristín, Björt framtíð og Besti flokkurinn. 12.15-12.20 Ráðstefnulok: Formaður MPM félagsins. Ráðstefnustjóri: Tinna Lind Gunnarsdóttir, leikari og MPM Verkefnastjórnun í hröðum vexti MPM félagið í samstarfi við MPM-nám Háskólans í Reykjavík og Verkefnastjórn- unarfélag Íslands (VSF) heldur ráðstefnuna VERKEFNASTJÓRNUN Í HRÖÐUM VEXTI fimmtudaginn 10. apríl 2014 á Nauthól í Nauthólsvík. MPM-nemendur vinna margháttuð verkefni í tengslum við nám sitt. Mynd tekin á trúðanámskeiði 2014. Óskalistinn: Leikur til að auka og efla fjármálalæsi unglinga Nýr leikur til að auka áhuga unglinga á eigin fjármál- um. Leikurinn spannar tveggja mánaða tímabil þar sem ýmsar freistingar verða á vegi nemenda. Ímynd- aðar persónur taka fjárhagslegar ákvarðanir og í lokin sjást áhrif eyðslunnar á óskalista þeirra. Fræðslumyndband um Barnaspítala Hringsins fyrir foreldra og börn Myndbandið fjallar um það hvernig er að koma í aðgerð á spítalanum. Því er ætlað að vera fyrsta myndbandið af mörgum sem foreldrar og börn geta skoðað fyrir innlögn eða á meðan á sjúkrahúsvist stendur. Þorir þú að vera fatlaður? Keppnisviðburður til styrktar Reykjadal, þar sem sumarbúðir fyrir fötluð börn eru reknar af Styrkt- arfélagi lamaðra og fatlaðra (SLF). Fyrirtæki keppa í hjólastólaspretti og hjólastólahandbolta og skemmti- atriði verða í boði. Keppnin verður í Laugardalshöll 24. apríl, kl. 13-17. Kynnar verða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sig- urbjörn Árni Arngrímsson og Adolf Ingi Erlingsson. Skráning er á hvati@slf.is. Stefnumótun fyrir Film in Iceland Film in Iceland er verkefni á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem Íslandsstofa annast. Markmiðið er að markaðssetja Ísland sem vænlegt tökuland, en ríkissjóður endurgreiðir 20% af kostn- aði við framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis hér. Film in Iceland er hlutlaus aðili sem útvegar lista yfir innlenda þjónustuaðila fyrir tökur eða eftirvinnslu. Auglýsingarátak SAMAN hópsins sumarið 2014 SAMAN hópurinn er grasrótarhreyfing aðila sem vinna að forvörnum fyrir börn og unglinga. Rann- sóknir sýna að samvera foreldra og barna er ein besta forvörnin. Gerðar verða auglýsingar þar sem lögð er áhersla á samveru fjölskyldunnar og þær birtar á sam- félagsmiðlum. Vefsíðan www.icbguru.com Árlega þreyta tugþúsundir einstaklinga um allan heim próf til D-vottunar á vegum Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA). Prófað er úr hug- takalykli IPMA, ICB3, sem inniheldur 46 lykilhugtök verkefnastjórnunar. Þrátt fyrir að efnið sé áhugavert er framsetning þess þurr. Verkefnið snýst um að setja upp vefsíðuna www.icbguru.com þar sem efnið er út- skýrt á faglegan og lifandi máta. Nemendur í MPM-námi við vinnu sína. VERKEFNI Í ÞÁGU SAMFÉLAGS MPM-námið við Háskólann í Reykjavík hefur þá stefnu að nemendur vinni verkefni sem þjóni samfélaginu á einhvern hátt. Markmiðið er að kenna hönnun, áætlanagerð og eftirfylgni í hvaða verkefni sem er. Bæði er góðu komið til leiðar og það er hvetjandi að vinna að viðfangsefnum sem nýtast vel. Mörg verkefnanna hefðu ekki orðið að veruleika nema vegna vinnuframlags og sérfræðiþekkingar MPM-nemenda. Nemendur í MPM-námi skipuleggja sig. Helgi Þór og Haukur Ingi, höfundar Project Ethics. Project Ethics gefin út í Englandi og Bandaríkjum Ókeypis fyrir félaga í MPM félaginu og nema í MPM-námi við HR. Félagar í Verkefnastjórnunar- félagi Íslands greiða 3.000 kr. Aðrir greiða 6.500 kr. Skráning á ráðstefnuna fer fram á www.mpmfelag.is Félagar í VSF skrá sig á vsf.is Ráðstefnan er öllum opin!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.