Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 24
 | 6 9. apríl 2014 | miðvikudagur Spá AGS um hagvöxt í heiminum árið 2014 Minna en 0% 0%-1% 1%-2% 2%-4% 4%-6% 6% eða hærra Ekki næg gögn Heimshagkerfið er að styrkjast en ógn stafar af mjög lágri verð- bólgu og útflæði fjármagns frá vaxandi hagsvæðum samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins (AGS) sem kynnt var í gær. Sjóðurinn býst við því að heimshagkerfið vaxi um 3,6 pró- sent á þessu ári og 3,9 prósent árið 2015, en var þrjú prósent á síðasta ári. Þessar tölur eru rétt um 0,1 prósenti undir þeim spám sem sjóðurinn birti í janúar. ÞRÓAÐRI RÍKI Í VEXTI Þessi aukning er aðallega drifin áfram af miklum vexti í þróaðri hagkerfum, þar með eru talin Bandaríkin og Bretland, og hóf- legum bata hjá þeim átján ríkj- um er nota evruna. Hins vegar er gert ráð fyrir að þróunarlöndin, sér í lagi Rúss- land, Brasilía og Suður-Afríka, muni vaxa mun hægar en Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði fyrir þremur mánuðum. Hag- kerfi Rússlands muni líklegast þjást vegna deilna við Banda- ríkin og Evrópu vegna Úkraínu. Önnur þróunarríki munu kljást við háa vexti, sem er ætlað að berjast við verðbólgu en hægja á vexti. Í skýrslu sjóðsins má sjá upp- færslu á vaxtaspánni fyrir Bret- land, Þýskaland og Spán. Sjóð- urinn sér fram á að evrusvæðið vaxi um 1,2 prósent á árinu 2014 og 1,5 prósent á árinu 2015 eftir að hafa minnkað um 0,5 prósent á síðasta ári. Báðar spár eru rétt um 0,1 prósenti hærri en janú- arspá sjóðsins var. AGS breytti ekki spá sinni fyrir Bandaríkin og spáir enn 2,8 prósenta vexti á þessu ári og þriggja prósenta á árinu 2015. MEIRI OG ÚTBREIDDARI BATI „Efnahagsbatinn […] er ekki að- eins að verða meiri heldur einn- ig útbreiddari,“ sagði Olivier Blanchard, aðalhagfræðingur AGS, á blaðamannafundi vegna skýrslunnar í gær. Bandarísku og evrópsku hag- kerfin eru að hagnast á niður- skurði smærri hagkerfa og skattahækkana þeirra sagði Blanchard einnig. Bankar væru að bæta fjármálin hjá sér og fjárfestar eru viljugri til að kaupa evrópsk ríkisskuldabréf. Spáin fyrir Japan er að það vaxi um 1,4 prósent á næsta ári, sem er minna heldur en spáin í janúar sagði til um, sem var 1,7 prósent og telur sjóðurinn að talan verði komin niður í eitt prósent á árinu 2015. Þar vega þyngst háir söluskattar. Vöxturinn í Kína, sem er næststærsta hagkerfi heims- ins, verður í áframhaldandi niðursveiflu, en hafði verið á miklum hraða fyrir nokkrum árum. Það mun hafa mikil áhrif á mörg ríki sem flytja út hrá- vöru í kínverskar verksmiðjur. Vöxturinn í Kína er áætlaður 7,5 prósent á þessu ári og 7,3 pró- sent á því næsta. MINNA AF KRÍSUANDRÚMSLOFTI Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og systurstofnunin, Alþjóðabank- inn, munu halda vorfundi sína í Washington um helgina þar sem fjármálaráðherrar og seðla- bankastjórar G-20 ríkjanna munu hittast. Aðalmálefnin sem sjóðurinn leggur áherslu á í skýrslu sinni verða á dagskrá fundanna, eins og lág verðbólga. Þrátt fyrir það er talið að fund- irnir verði án krísuandrúms- loftsins sem einkennt hefur þá eftir efnahagshrunið. „Miðað við undanfarin ár er heimshagkerfið stöðugra,“ sagði Jacob Kierkegaard, yfirmaður hjá Peterson Institute for Int- ernational Economics í samtali við fréttastofu AP. „Þetta verð- ur árlegur fundur sem verð- ur aðallega um framkvæmd og langtímaáætlanir“ frekar en skammtímaaðgerðir. Sérfræðingar telja þó að emb- ættismenn frá Evrópu, sér- staklega frá Seðlabanka Evr- ópu, muni verða fyrir pressu við að létta á lágri verðbólgu. Christ ine L agarde, fram- kvæmdastjóri AGS, hvatti bank- ann í síðustu viku til að ráðast Heimshagkerfið styrkist þrátt fyrir ýmsar ógnir segir í hagspá AGS Hagvöxtur á Íslandi fer úr 2,9 prósentum á árinu 2013 í 3,1 prósent á árinu 2015 samkvæmt nýrri hagspá Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá fer atvinnuleysi hérlendis úr 4,4 prósentum í 3,7 prósent á sama tíma. Aðalhag- fræðingur sjóðsins segir efnahagsbatann ekki aðeins vera að verða meiri heldur einnig útbreiddari. BLAÐAMANNAFUNDUR AGS Olivier Blanchard er aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Efnahagsbatinn […] er ekki aðeins að verða meiri heldur einnig útbreiddari. Olivier Blanchard, aðalhagfræðingur AGS VIÐTAL Fanney Birna Jónsdóttir | fanney@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.