Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 22
 | 4 9. apríl 2014 | miðvikudagur FERÐAÞJÓNUSTA Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is Hótelherbergjum Íslandshótela hf. mun fjölga um 825 á næstu þremur árum með opnun fjögurra nýrra hótela og stækkun á þrem- ur öðrum. Heildarfjárfesting fyr- irtækisins, sem rekur hótelkeðj- urnar Fosshótel og Reykjavíkur- hótel, vegna framkvæmdanna er um 7,2 milljarðar króna. „Í dag erum við að reka tæp- lega ellefu hundruð herbergi og við erum því nánast að tvöfalda okkar herbergjafjölda á næstu þremur árum,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Ís- landshótela. Fyrirtækið vinnur nú að stækk- un hótels við Höfn í Hornafirði þar sem herbergjum verður fjölgað um 40. Áætluð verklok eru í júní og þá ætlar Íslandshót- el einnig að opna nýtt 26 herbergja hótel í Franska spítalanum á Fáskrúðs- firði. Síðar á árinu hefjast framkvæmdir við stækk- un hótels á Húsavík. Þar verður herbergjum fjölg- að úr 70 í 114 með við- byggingu sem verður um 4.700 fermetrar að stærð. „Svo munum við reka hótelið á Höfðatorginu sem verður opnað á næsta ári með 320 herbergjum. Á gamla Blómavalsreitnum við Grand hótel eru síðan áform um 100 íbúðir sem fara á sölumark- að en einnig 170-200 hótelherbergi sem verða af fimm stjörnu klassa. Framkvæmdir munu vonandi hefj- ast fljótlega á næsta ári en þetta er í skipulagsferli en vonandi verð- ur hótelið opnað árið 2017,“ segir Davíð. Hann bætir við að fyrirtækið hafi einnig feng- ið samþykki fyrir nýju 90 herbergja hóteli á Gríms- stöðum við Mývatn og 116 herbergja hóteli á Hnappa- völlum í Öræfum. Þau verða opnuð sumarið 2016. „Okkar markmið með þessum framkvæmdum er að efla gæði og fjölga gistirým- um. Við erum búin að ganga vel frá málum sem tengjast skipulagi og tryggja fjármögnun á miklu af þessum verkum og því er ekkert sem stoppar okkur,“ segir Davíð. Spurður segir hann fyrirtæk- ið óttast offjárfestingu í ferða- þjónustu. „Við óttumst offjárfestingu í geiranum og þá sér í lagi hug- myndir um gistingu af lægri gæðum.“ Byggir 825 herbergi á næstu þremur árum Íslandshótel ætlar að byggja fjögur ný hótel og stækka þrjú önnur á næstu þremur árum. Heildarfjárfesting fyrirtækisins nemur 7,2 milljörðum króna. Fyrirtækið er nú með 1.100 herbergi í notkun. rvörur með þér tra nna Reks - vi TEIKNING Hótelið á Húsavík verður stækkað um 4.700 fermetra. Framkvæmdirnar munu kosta um einn milljarð króna. MYND/ ÍSLANDSHÓTEL Davíð Torfi Ólafsson Stjórnarmenn fyrirtækisins Auð- kennisskrifuðu í síðustu viku undir ársreikning félagsins með farsímum frá sjö stöðum í heiminum í þremur löndum; Þýskalandi, Bandaríkjun- um og í fjórum sveitarfélögum hér á landi. Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta sé í fyrsta sinn sem skrifað er undir ársreikning með þessum hætti hér á landi og líklega í öllum heim- inum. Ársreikningurinn var lagður fram í fyrradag á rafrænu formi og fundargerð hans verður samþykkt með rafrænum undirskriftum. Þannig er umsýsla í kringum árs- reikninginn og aðalfund félagsins með öllu pappírslaus. „Rafræn skilríki hafa verið að ryðja sér til rúms á Íslandi og þau eru það sem koma skal. Með þeim er bæði hægt að spara pappír og ekki síst fyrirhöfn,“ segir Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auð- kennis. Þá segir í tilkynningunni að þegar hafi 100 þúsund rafræn skilríki verið virkjuð hér á landi og að hægt sé að nota þau hjá um 140 fyrirtækj- um eða opinberum stofnunum. - skó Stjórn fyrirtækis skrifaði undir ársreikning frá sjö stöðum í heiminum: Pappírslausir ársreikningar Á BRYGGJUNNI Óskar Jósefsson, stjórn- arformaður Auðkennis, var staddur í Vestmannaeyjum þegar hann skrifaði undir. MYND//AÐSEND „Við erum núna í prófunarferli og erum í rauninni að keyra í gegn- um veitingastaðinn ákveðið magn af fólki í hádeginu og á kvöldin og við munum gera það alveg fram að opnun,“ segir Snorri Marteinsson, framkvæmdastjóri Hamborg- arafabrikkunnar. Nýr veitingastaður fyrirtækis- ins, sá þriðji í röðinni, í Kringl- unni mun að öllum líkindum verða opnaður á föstudag. Iðnaðarmenn hafa nú lokið við að breyta hús- næðinu í nýjustu viðbyggingu verslunarmiðstöðvarinnar þar sem veitingastaðurinn Portið var áður starfræktur. „Við náttúrulega opnum ekki fyrr en við erum tilbúnir en það er stefnt að opnun á föstudaginn eða í kringum helgina,“ segir Snorri. „Það eina sem er eftir er að stilla saman strengi, eldhús og sal, og koma rútínu á alla ferla og það gerist bara með æfingu. Síðan opnum við með látum þegar við opnum.“ - hg Nýr staður Hamborgarafabrikkunnar nánast tilbúinn: Gæti opnað fyrir helgi Benedikt K. Kristjánsson sölu- og þjónustufulltrúi hjá Búr ehf. var í gær sjálfkjörinn formaður stjórnar Regins á aðalfundi fast- eignafélagsins sem haldinn var í Hörpu. Öll stjórn félagsins var sjálf- kjörin á fundinum en nýir stjórn- armenn Regins eru Jón Steindór Valdimarsson, Bryndís Hrafn- kelsdóttir, Sigríður Hrefna Hrafn- kelsdóttir og Tómas Kristjánsson. Elín Jónsdóttir, fráfarandi stjórnarformaður Regins og fyrr- verandi forstjóri Bankasýslu rík- isins, gaf ekki kost á sér til áfram- haldandi stjórnarsetu. Fráfarandi stjórn félagsins lagði á fundinum til að arður yrði ekki greiddur út á árinu 2014 og hagnaður félagsins fluttur til næsta árs. Á fundinum var samþykkt að þóknun stjórnarmanna verði 250 þúsund kr. á mánuði og stjórnar- formanns 500 þúsund kr. - hg Benedikt K. Kristjánsson nýr stjórnarformaður fasteignafélagsins: Sjálfkjörið í stjórn Regins á aðalfundi ALLT Á FULLU Nýi veitingastaðurinn er á svipuðum slóðum og Hard Rock Café á sínum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í HÖLLINNI Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, þegar félagið var tekið til við- skipta í Kauphöllinni árið 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.