Fréttablaðið - 09.04.2014, Síða 19

Fréttablaðið - 09.04.2014, Síða 19
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 9. apríl 2014 | 27. tölublað | 10. árgangur Sjónmælingar í Optical Studio Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind sími 5288500 Optical Studio í Keflavík sími 4213811 Optical Studio í Leifsstöð sími 4250500 V I Ð ELSKUM A Ð P R E N TA ! Símafélagið þjónustar Dohop Símafélagið hefur samið við hugbúnaðarfyrirtækið Dohop um að félagið veiti Dohop internet- og síma- þjónustu vegna starfsemi sinnar. Dohop hefur und- anfarin tíu ár rekið íslenska ferðavefinn dohop.is fyrir flug, hótel og bílaleigur. „Áreiðanleiki og öryggi fjarskipta er gríðarlega mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og okkar sem starf- ar eingöngu á Internetinu. Þá er hagkvæmni einn- ig afar mikilvægur þáttur í okkar starfi og því völdum við Símafélagið sem samstarfsaðila,“ segir Kristján Guðni Bjarnason, framkvæmdastjóri Dohop. - skó Ferðamönnum fjölgi um 20% Gera má ráð fyrir að erlendum ferðamönnum hingað til lands muni fjölga um 20 prósent í það minnsta í ár. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Í því segir að tölur Isavia um úthlutuð stæði fyrir tímabilið 30. mars til 25. október bendi til þess að flugumferð um Leifsstöð verði 18 prósentum meiri á því tímabili en hún var á sama tímabili í fyrra. Greiningin spáir einnig að ferðamönnum sem koma til Íslands með skemmtiferðaskipum fjölgi hratt og sennilegast verði þeir fleiri en 100 þúsund á árinu. Þeir skili þó þjóðarbúinu mun minni gjald- eyristekjum en aðrir ferðamenn. Hlutfallslega hafi ferðamönnum fjölgað meira utan háannatíma og verulega hafi dregið úr árstíðasveiflu í ferða- mannastraumi til landsins. - skó Obama gegn launamun kynja Barack Obama Bandaríkjaforseti skrifaði í gær undir tilskipun sem gerir það auðveldara að afla upplýsinga um launagreiðslur. Hann hefur bann- að yfirmönnum að hegna opinberum starfsmönn- um sínum fyrir að ræða launagreiðslur sín á milli. Hann hefur einnig fyrirskipað samantekt gagna um launagreiðslur byggða á kyni og kynþætti. „Þetta snýst um að repúblíkanar virðast setja sig upp á móti öllum tilraunum til að fólk geti stað- ið jafnfætis á vinnumarkaði,“ sagði Obama þegar hann skrifaði undir tilskipunina í Hvíta húsinu í gær, þar sem hann var umkringdur konum. - fbj ➜ Ný hagspá Al- þjóðagjaldeyris- sjóðsins nokkuð bjartsýn þrátt fyrir ógnir ➜ Aðalhag- fræðingur segir efnahagsbatann styrkjast og breiðast út ➜ Gert ráð fyrir bæði hagvexti og minnkandi atvinnuleysi á Íslandi SÍÐA 6-7 HAGKERFI HEIMSINS STYRKIST

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.