Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 14
9. apríl 2014 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur kynnt í ríkis- stjórn útfærslu á uppbyggingu innviða og vernd náttúru á ferðamannastöðum. Um þessar mundir er unnið að frum- varpi um áætlunina í umhverfis- og auð- lindaráðuneytinu sem fer með forræði málsins. Í fyrsta sinn hér á landi er unnið að heildstæðri áætlun sem nær yfir allt landið, en hingað til hefur skort á skýra stefnumörkun og yfirlit yfir vandann á ferðamannastöðum. Slík áætlun er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að ráðast í verndaraðgerðir og takast á við uppbyggingu innviða með skipulögðum hætti. Samkvæmt útfærslunni færi úthlut- un á fjármagni til ferðamannastaða í gegnum stýrihóp sem hefði umsjón með gerð tólf ára stefnumarkandi áætlunar en innan hennar verði þriggja ára verk- efnaáætlanir. Einnig verði settur á fót samráðshópur, þar sem hagsmunaaðilar eigi sæti, sem vinni með stýrihópnum. Stýrihópurinn leggi tillögur sínar að tólf ára áætluninni á þriggja ára fresti fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra sem legði þær fram á Alþingi í formi þings- ályktunar í samráði við ráðherra ferða- mála. Stýrihópurinn hefði endanlegt vald um gerð þriggja ára verkefnaáætl- unarinnar sem úthluti fjármagni sem yrði til við gjaldtöku, en ráðherra ferða- mála útfærir leiðir til tekjuöflunar. Áhyggjur fólks hafa að einhverju leyti snúist um hverjir fái aðkomu að sjóðn- um þegar gjaldtakan hefst og úthlutun á fjármagninu. Samkvæmt útfærslunni er áhersla lögð á víðtækt samráð við gerð framkvæmdaáætlunar og verkefnaáætl- ana þar sem gert er ráð fyrir aðkomu sveitarfélaga, ferðaþjónustunnar, land- eigenda, opinberra stofnana, háskóla, frjálsra félagasamtaka og hagsmuna- samtaka auk ráðuneyta umhverfismála, ferðamála og fjármála. Hér er um ákveðin tímamót að ræða. Meginmarkmiðin eru að náttúran sé vernduð, að komið sé í veg fyrir nátt- úruspjöll og þau lagfærð, dregið sé úr raski, álagi sé dreift og ný svæði metin, uppbygging falli vel að heildarsvipmóti lands og öryggi ferðamanna sé tryggt. ➜ Samkvæmt útfærslunni er áhersla lögð á víðtækt samráð við gerð framkvæmdaáætlunar og verkefnaáætlana þar sem gert er ráð fyrir aðkomu sveitarfélaga... Ferðamannastaðir FERÐAÞJÓNUSTA Haraldur Einarsson alþingismaður REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9, KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7 AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 www.bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð! EX PO - w w w. ex po .is Sími: 535 9000 TOPP SKÍÐAFESTINGAR Á GÓÐU VERÐI Láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig VERSLANIR SJÖ MEÐ MIKIÐ VÖRUÚRVAL Illa unnið, segir Vigdís Vigdís Hauksdóttir, þingmaður og formaður Evrópusamtakanna, segir skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður Íslands við ESB vart standast gæðakröfur Háskóla Íslands. Í fjölmiðlum, nokkrum klukkutímum eftir útkomu skýrslunnar, staðhæfði Vigdís að gallinn á skýrslunni væri sá að hún byggðist á nafnlausum og andlitslausum heimildum, sérstaklega væri sjávarútvegskaflinn lélegur að þessu leyti. Vigdís hefur greini- lega ekki lesið margar fræði- legar skýrslur eða ritgerðir því eins og einn skýrslu- höfunda benti á er þessi aðferð oft notuð til að fá upplýsingar sem ekki fást með öðrum hætti. Vandaðir fræðimenn hafa hins vegar þá reglu að sannreyna slíkar upplýsingar áður en þeir birta þær. Það eru því stór orð að saka fræðimennina sem unnu skýrsluna um fúsk af þessu tagi. Breytir engu Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra segir að skýrsla Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands breyti engu. Hún sé staðfesting á ákveðnum hlutum sem koma fram í skýrslu Hagfræðistofnunar og í úttekt Seðlabankans á gjaldmiðla- málum. Það er augljóst að ráðherrann ætlar ekki að taka mark á skýrslunni enda sagði hann fyrir nokkrum vikum að hún væri pantað plagg, eitthvað annað en skýrsla Hagfræði- stofnunar sem ríkisstjórnin pantaði. Ráðherrann er hrifinn af henni enda les hann út úr þeirri skýrslu að við eigum ekki að ganga í ESB. Enga neikvæðni Sigrúnu Magnúsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, blöskrar neikvæðnin í þjóðarsálinni og á þingi. Á Alþingi í gær sagði hún að fólk nærðist á því að níða hvert annað niður bæði í fortíð og nútíð. Sigrún lýsti áhyggjum af sálarheill barnanna. „Neikvæðni smýgur inn í sálarfylgsni þeirra og skelfir þau,“ sagði þingmaðurinn og hvatti til að þingmenn mótuðu þjóðarsálina með jákvæðni og bjartsýni að vopni. Minnir að sumu leyti á á boðskap Pollapönks. johanna@frettabladid.is Þ að er ekki ofmælt að kjarasamningurinn sem samn- inganefnd ríkisins og framhaldsskólakennarar gerðu í síðustu viku marki tímamót. Kennarar munu fá umtals- verðar launahækkanir umfram það sem gerist á almenn- um vinnumarkaði, en samþykkja í staðinn breytingar á vinnufyrirkomulagi. Ekki liggur nákvæmlega ljóst fyrir í hverju þær breytingar munu felast, en þær eiga að leiða af sér meiri sveigjanleika í skólastarfinu og greiða fyrir því að hægt verði að stytta nám til stúdentsprófs, eins og hefur lengi verið pólitískt markmið. Meðal annars mun kennsludögum fjölga og stíf skil milli kennsludaga og prófdaga verða afnumin. Í samningnum eru ákvæði sem fela í sér umbun fyrir þá skóla sem kjósa að þjappa náminu saman í þrjú ár. Sú breyting skili þá hærri launum kennara. Gangi allar breytingar sem gert er ráð fyrir í samningnum eftir, munu laun framhaldsskóla- kennara geta hækkað um allt að 29 prósentum, að því er fram hefur komið í máli samningsaðila. Það er nauðsynleg kjarabót til að gera kennarastarfið eftirsóttara og tryggja þannig að hæfasta fólkið fáist til að kenna börnunum okkar. Með þessum samningi er þó aðeins eitt skref stigið í átt til styttingar náms til stúdentsprófs. Útfærslan er eftir og að ýmsu að hyggja. Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, skrifaði í síðustu viku tvær athyglisverðar greinar í Fréttablaðið um áformin um styttingu náms. Hann bendir á að samþjöppun námsins megi ekki leiða til þess að gæðunum sé fórnað. Stytting námsins megi ekki leiða til þess að fólk læri minna. Yngvi bendir á það augljósa; að til að stytta nám til stúdents- prófs liggur beinast við að stokka upp námið í efstu bekkjum grunnskólans og breyta skilunum milli grunn- og framhaldsskóla. Tími nemenda er miklu verr nýttur í grunnskólanum en í fram- haldsskólum og tækifærin til samþjöppunar miklu augljósari. Rektor MR minnir líka á að samkvæmt framhaldsskólalög- unum frá 2008 átti að færa 12 einingar af námi í framhaldsskóla niður í grunnskólann. Það hafi hins vegar ekki tekizt sem skyldi og skýringin blasi ekki við. Skýringin er hugsanlega skortur á sveigjanleika í fyrirkomu- lagi grunnskólanámsins. Yngvi Pétursson bendir nefnilega á lykilatriði, sem er að til að stytting náms til stúdentsprófs gangi upp, þarf sveigjanleikinn að vera tryggður á báðum skólastigum. Það kemur vel til greina að sumir hætti ári fyrr í grunnskólanum og fari í lengri framhaldsskóla, en aðrir klári meira nám í grunn- skóla og taki styttri framhaldsskóla. Næsta skref í því að bæta kjör kennara og stytta nám til stúd- entsprófs hlýtur að vera að ná sambærilegum samningum við grunnskólakennara og hafa nú verið gerðir við framhaldsskóla- kennara. Ávinningurinn af meiri skilvirkni og styttingu náms til stúdentsprófs er alveg augljós, fyrir kennara, nemendur og samfélagið í heild. En eigi að takast vel til, þarf að gera miklar breytingar bæði í framhaldsskólanum og grunnskólanum og horfa á málið í heild, en ekki í hólfum. Tímamótasamningur við framhaldsskólakennara: Næst er það grunnskólinn Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.