Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. apríl 2014 | SKOÐUN | 15 Sæll, Kristján Þór. Ég vil vekja aftur athygli opinberlega á stöðu Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins og um leið vekja þig til umhugs- unar. Síðustu misseri hefur sérfræðingum í heimilis- lækningum áfram farið fækkandi við störf hjá HH. Nú síðast er farið að bera á alvarlegum skorti á læknum á heilsugæslum í Graf- arvogi, Garðabæ, Mjódd og Efra- Breiðholti. Þetta er þróun sem ég trúi að sé hægt að snúa við og verður að snúa við. Góð byrjun væri að snúa af þeirri niðurskurðarstefnu sem hefur verið við lýði hjá Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins síð- ustu árin. Skorið hefur verið niður um 500 milljónir undanfarin ár samkvæmt fjármálastjóra Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðis. Áfram á að halda að skera meira niður. Þrátt fyrir að Heilsugæsla höf- uðborgarsvæðis hafi verið rekin hallalaus í fjögur ár. Þrátt fyrir útgefin loforð og stefnur stjórnar- flokkanna fyrir og eftir kosningar sem ég hef tíundað í fyrra bréfi mínu til þín sem þú hefur ekki svarað fyrir. Aðgerðalaus Þú talaðir í nýlegri grein til Morg- unblaðsins um að vera aðgerða- laus og lamaður af ótta, við hina skelfilegu framtíðarsýn. Ég vona að þú sért búinn að jafna þig en ég tel að þessi viðbrögð séu ólík- leg til árangurs. Það þýðir ekki að halda fyrir augu og eyru og bíða eftir að þetta gangi yfir. Ábyrgðin er þín. Það er ekki seinna vænna að þú bregðist við þeirri neyð sem skapast hefur á Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðis. Ekki með orðaflaumi um að vand- inn sé ekki til staðar eða með því að slá ryki í augu almennings. 1 Lestu stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnar þinnar og nýjustu ályktanir stjórnarflokkanna. 2 Afstýrðu niðurskurðinum með markvissri kröfu til fjármála- ráðuneytis. 3 Greiddu veginn fyrir umbóta- tillögur sérnámslækna í heim- ilislækningum sem liggja munu fyrir þann 15. apríl. Að lokum birti ég hér útdrátt úr ályktunum flokksþinga Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks á síðasta ári og einnig stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar hvað þessi mál varðar: Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks 22. maí 2013: „Mikilvægt er að efla heilsu- gæsluna og tryggja stöðu hennar sem fyrsta viðkomustaðar sjúk- linga.“ Ályktun velferðarnefndar Sjálf- stæðisflokks fyrir landsfund 2013: „Nauðsynlegt er að hverfa af braut þeirrar gegndarlausu nið- urskurðarstefnu sem heilbrigðis- þjónustan hefur orðið að þola um árabil. Þar skal haft að leiðarljósi að heilbrigðisstarfsfólk okkar er hin raunverulegu verðmæti heil- brigðiskerfisins. Leggja verður ríka áherslu á breytta forgangs- röðun varðandi fjárveitingar til endurskipulagningar og uppbygg- ingar á heilbrigðiskerfinu í þágu sjúklinga og með bættu starfs- umhverfi og kjörum heilbrigðis- stétta.“ „Heilsugæslan verði allajafna fyrsti viðkomustaður einstak- lingsins við heilbrigðiskerfið en til þess að svo sé unnt verður að setja hana framar í forgang en gert hefur verið á liðnum árum.“ Ályktanir flokksþings Fram- sóknarmanna 2013, heilbrigðis- mál: „Breytingar í heilbrigðisþjón- ustunni á síðustu árum hafa sett allt heilbrigðiskerfið í uppnám. Því er nauðsynlegt að snúið verði þegar í stað af þeirri braut og leit- að allra leiða til að hlúa að og efla heilbrigðisþjónustuna.“ Opið bréf til heilbrigðisráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar Í Fréttablaðinu í gær er nýgerður kjarasamning- ur Félags framhaldsskóla- kennara við íslenska ríkið gagnrýndur. Það er ekkert óeðli- legt að framhaldsskóla- kennarar séu óöruggir um stöðu sína þegar nýr kjarasamningur felur í sér endurskilgreiningu á vinnumati kennara. Verk- efni næstu mánaða verður að þróa slíkt mat og fram- haldsskólakennarar fá að taka afstöðu til þess sérstaklega þegar það hefur verið mótað og liggur fyrir, í síðasta lagi í febrú- ar á næsta ári. Framhaldsskólakennarar geta ekki staðið í vegi fyrir framgangi landslaga. Það er einfaldlega stað- reynd að lög um framhaldsskóla voru sett á Alþingi árið 2008 og munu taka gildi á næsta ári. Verk- efni samningafólks okkar í þess- ari lotu var m.a. að aðlaga kjara- samning okkar að þeim lögum. Spennandi tækifæri Það tókst og teljum við niðurstöð- una góða, menn hafa nefnt tíma- mótasamning, ekki síst vegna þeirra leiðréttinga sem hann felur í sér á launum kennara. Nýr kjarasamningur fram- haldsskólakennara er spennandi tækifæri inn í framtíðina. Þar hafa engin réttindi verið „seld“ og hann mun ekki fela í sér aukið vinnuálag fyrir hærri laun. Í samningnum er verið að færa laun framhaldsskólakennara til betra horfs og talsverðar leiðrétt- ingar felast í þeim samningi nái hann fram að ganga út samnings- tímabilið. Dregur úr launabili Ég hvet alla framhaldsskólakenn- ara til að mæta á kynningarfundi um samninginn. Í dag (9. apríl) er fundur í Flensborg kl. 16.30 og á morgun í Fjölbrautaskólanum á Selfossi og Fjölbrautaskólanum á Akranesi á sama tíma. Fyrir þá sem eiga ekki heimangengt í dag verður fundurinn sendur út með fjarfundarbúnaði. Þar munum við fara yfir innihald samningsins og svara spurningum. Það er ástæða til þess að óska okkur öllum til hamingju með nýjan kjarasamning framhalds- skólakennara. Góð niðurstaða samninga hlýtur að fela í sér sátt beggja aðila. Um slíkt er að ræða í þessu tilfelli og það er gott. Það besta við nýjan kjarasamning er að hann felur í sér talsverðar launaleiðréttingar á kjörum kenn- ara og dregur úr launabili okkar og viðmiðunarstétta. Það er það sem að var stefnt. Kjarasamningur fram- haldsskólakennara HEILBRIGÐIS- MÁL Már Egilsson læknir í sérnámi í heimilislækningum ➜ Góð byrjun væri að snúa af þeirri niðurskurðarstefnu sem hefur verið við lýði hjá Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins síðustu árin. Skorið hefur verið niður um 500 milljónir undanfarin ár samkvæmt fjármálastjóra Heilsugæslu höfuðborgar- svæðis. Áfram á að halda að skera meira niður. ➜ Það besta við nýjan kjarasamning er að hann felur í sér talsverðar launa- leiðréttingar á kjörum kennara og dregur úr launabili okkar og viðmið- unarstétta. KJARAMÁL Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskóla- kennara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.