Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 42
 | 8 9. apríl 2014 | miðvikudagur „Við rekum meistaradeild í matreiðslu” og skorum í ferskleika ISS Ísland 5 800 600 sala@iss.is www.iss.is Sjávarútvegur er grunnatvinnu- vegur á Íslandi en bein hlutdeild atvinnugreinarinnar er 11 pró- sent af vergri landsframleiðslu Ís- lands. Ef klasar í kringum sjáv- arútveg eru teknir með hækkar þetta hlutfall í 25 prósent. Það er því ljóst að mjög margir aðrir hagsmunir en þeir sem tengjast sjávarútvegi fölna í samanburði þegar rætt er um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusamband- inu. Ljóst er af framansögðu að ef viðræðum við ESB verður haldið áfram þá munu ákvæði aðildar- samnings um sjávarútveg skipta miklu máli. Úttekt Alþjóðamála- stofnunar Háskóla Íslands um viðræður Íslands við ESB kom út á mánudag en í úttektinni er sérstakur kafli um sjávarútveg. Bjarni Már Magnússon, lektor við lagadeild HR, er höfundur kaflans en hann er gestur í nýjasta þætti Klinksins. Ný stjórn Sam- taka atvinnu- l í f s i n s ( S A ) h e f u r v e r i ð kosin af ful l- trúaráði samtak- anna. Formað- ur stjórnarinn- ar er Björgólfur Jóhannsson. Auk hans voru kosin Adolf Guð- mundsson, Ari Edwald, Arnar Sig- mundsson, Árni Gunnarsson, Eyj- ólfur Árni Rafnsson, Eysteinn Helgason, Guðrún Hafsteinsdótt- ir, Gunnar Sverrisson, Höskuldur H. Ólafsson, Jens Pétur Jóhanns- son, Kolbeinn Árnason, Margrét Kristmannsdóttir, Margrét Sand- ers, Ólafur Rögnvaldsson, Rann- veig Rist, Sigrún Ragna Ólafs- dóttir, Sigsteinn P. Grétarsson, Tryggvi Þór Haraldsson, Þor- steinn Már Baldvinsson og Þórir Garðarsson. - skó Breytingar hjá SA: Ný stjórn SA kosin Getur Ísland fengið varanlega undanþágu frá sameiginlegri fisk- veiðistefnu Evrópusambandsins (e. Common Fisheries Policy)? „Það er hægt að fá undanþágur í aðildar- samningum við Evrópusambandið. Það er fræðilegur möguleiki. Hvort það sé pólitískt raunhæft er önnur spurning. Það má segja að slíkar vangaveltur, það er erfitt að segja til um hvort þær séu raunhæfar, því aðildarviðræðurnar um sjávarútveg hófust aldrei. Það þarf í raun að klára viðræðurnar svo það sé ljóst.“ BJARNI MÁR MAGNÚSSON - Ýtrasta krafan er sjálfstætt fiskveiði- stjórnunarsvæði Hvernig metur þú samningsmarkmið Íslands um sjálfstætt fiskveiðistjórnunarsvæði? „Lykilröksemda- færsla Íslands fyrir því að fá sjálfstætt fiskveiðistjórnunar- svæði snýr að því að sjávarútvegsstefna ESB grundvallast á því að aðildarríkin eiga landamæri að hvert öðru og veiða úr sömu stofnum. Ísland á augljóslega ekki landamæri að öðrum aðildarríkjum ESB og veiðir úr stofnum sem eru fyrst og fremst staðbundnir í íslenskri lögsögu. Aðstaðan er önnur. Önnur röksemdafærsla er að vísa í meginregluna um hlutfallslegan stöðugleika um að Ísland fengi hvort sem er allar aflaheimildir í íslenskri fiskveiðilögsögu, með örfáum undantekningum sem skipta engu máli í stóra samhenginu, þannig að staðan væri sú að Ísland fengi allar aflaheimildirnar. Það væri ekki svo að erlend skip myndu flykkjast hingað í lögsöguna ef Ísland gengi í sambandið.“ Ef Ísland fengi ákvæði um sjálfstætt fiskveiðistjórnunarsvæði í aðildarsamning, væri ekki ómögulegt að raska þeirri breytingu eftir að Ísland gengi inn í sam- bandið því öll ríkin 29, með aðild Íslands, þyrftu að samþykkja það og Ísland gæti alltaf beitt neitunarvaldi? „Það skiptir þá öllu máli að koma slíku inn í samninginn sjálfan ef það er vilji til að hafa svo miklar varnir. Og það skiptir mjög miklu máli hvað er sett inn í aðildarsamning og hvernig það er orðað. Það er hugsanlegt að það væri sett inn í aðildarsamn- ing að reglan um hlutfallslegan stöðugleika skuli gilda um aflaúthlutanir til Íslands hér eftir eða eitthvað því um líkt sem er algjörlega í samræmi við núverandi stefnu sambandsins en yrði þá einhvers konar trygging fyrir að veiðireynsla væri lykilatriði við úthlutun á afla og þá hefur Ísland einokun (í sinni lögsögu) eftir Þorskastríð. (…) Það virðist vera skilningur fyrir grunnröksemda- færslu Íslendinga að sjávarútvegsstefna ESB sé ekki hönnuð miðað við íslenskar aðstæður.“ Af hverju ætti Evrópusam- bandið ekki að samþykkja ýtrustu kröfur Íslands um eigið fiskveiðistjórnunar- svæði? „Það væru rök um að skapa ekki fordæmi fyrir aðildar- viðræður í framtíðinni. Það er ekki mikil hrifning gagnvart því að gera undanþágur frá meginreglum sam- bandsins, en þeir eru hrifnir af því að ramma inn alls kyns hagsmuni sem hluta af regluverki sam- bandsins, þannig að slíkt líti út fyrir að brjóta ekki í bága við gildandi regluverk ESB, og það er talsvert svigrúm til að gera það.“ Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@365.is Viðtalið við Bjarna Má Magnús- son er hægt að sjá í þættinum Klinkinu á www.visir.is. Rekstur iðnfyrirtækisins Pro- mens skilaði 31,4 milljón evrum, jafnvirði 4,9 milljarða króna, hagnaði í fyrra. Hagnaður fyrir- tækisins á einu ári hefur aldrei verið meiri, samkvæmt tilkynn- ingu fyrirtækisins. Sala Promens á árinu 2013 nam 594,5 milljónum evra, sem er minni sala í evrum talið en árið á undan. „Sem fyrst og fremst stafar af sterkri stöðu evrunnar, en sé litið fram hjá henni jókst salan um eitt prósent á milli ára,“ segir í tilkynningu Promens. - hg Promens birti ársuppgjör: Hagnaðurinn aldrei meiri Björgólfur Jóhannsson, for- stjóri Icelandair Group
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.