Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 6
9. apríl 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hversu margar konur fengu gjafasæði hjá ART MEDICA á fyrstu þremur mánuðum þessa árs? 2. Hversu margar voru gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum? 3. Hvert er fylgi Sjálfstæðisfl okks sam- kvæmt nýjustu könnun MMR? SVÖR: 1. 66. 2. 160.400. 3. 23,9 prósent. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hefur til rann- sóknar líkamsárás sem átti sér stað á skólalóð Austurbæjarskóla á mánudag. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins eru málsatvik þau að fullorðin kona skallaði sjö ára dreng þar sem hann var við leik á skólalóðinni. Lögregla var kölluð til og hefur nú borist kæra frá foreldrum barnsins. Vitað er hver árásar- maðurinn er en ekki er um starfs- mann skólans að ræða. - ssb Lögregla rannsakar árás: Skallaði sjö ára barn á skólalóð ALÞINGI Farið var leynt með skip- an hóps ráðgjafa sem nýverið skilaði ráðherranefnd um afnám gjaldeyrishafta tillögum. Skipan hópsins þótti varða við efnahags- lega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Þetta kemur fram í svari Sigmund- ar Davíðs Gunnlaugssonar forsæt- isráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Sam- fylkingarinnar, á Alþingi. Ráðgjafarnir sex voru skipaðir í lok nóvember í fyrra. Hvorki var tilkynnt opinberlega um skipan þeirra, né var skipunarbréf þeirra gert opinbert fyrr en í svari Sig- mundar nú. Ráðgjafahópurinn hafði frjálsar hendur um verkaskiptingu og fundahöld. Engar fundargerðir voru ritaðar, en fulltrúi forsætis- ráðuneytisins sem sat fundina rit- aði minnispunkta, segir í svarinu. Ráðgjafarnir áttu að vera upp- spretta hugmynda um afnám haft- anna, og áttu að auki að smíða tillög- ur í kringum hugmyndirnar. „Þeir eru ráðgjafar ráðherranefndar um efnahagsmál en hafa ekki verið skipaðir í nefnd eða starfshóp. Ráð- gjafar hafa ekki ákvörðunarvald í neinum málum er viðkoma afnámi hafta og eru ekki opinberir starfs- menn,“ segir í svari Sigmundar. Því telur hann reglur um jafnt hlut- fall karla og kvenna í stjórnum og nefndum ekki eiga við. Ráðgjafarnir eru allir karlmenn. Össur spurði um þóknun ráðgjaf- anna, en var aðeins svarað að hluta. Tímakaup þeirra var 17 þúsund krónur. Samið var um fastan tíma- fjölda á mánuði, en ekki kemur fram í svarinu hversu margir tímarnir voru. Þá var greitt sérstaklega fyrir skýrsluskrif og sérstakar athuganir umfram fastan tímafjölda. - bj Forsætisráðherra skipaði sex ráðgjafa til starfa til að ráðleggja ráðherrum um afnám gjaldeyrishafta: Stjórnvöld fóru leynt með skipan ráðgjafa ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON SIGMUNDUR D. GUNNLAUGSSON PÉTUR HAF- STEINN PÁLSSON SJÁVARÚTVEGUR Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Vísis hf. funduðu með Ísafjarðarbæ í gær vegna fyrirhugaðs flutnings fyrir- tækisins frá Þingeyri. „Við vorum skýrir um hvað við erum sammála um og ósammála um. Að öðru leyti var þetta góður fundur,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri Vísis hf., aðspurður. „Við ætlum að vinna saman í því að nota þennan tíma vel sem er fram undan til að milda afleiðingarnar af þessu, ef af þessu verður, og gera allt sem við getum til að koma til móts við starfs- fólk og umhverf- ið.“ Til stendur að Vísir hf. flytji til Grindavíkur á næsta ári. Fyr- irtækið er með starfsemi suður með sjó en einn- ig á Þingeyri, Djúpavogi og Húsavík. Á hverjum þessara staða starfa tugir manns við fiskvinnslu. Pétur Hafsteinn fundaði einn- ig með starfsfólki Vísis hf. á Þing- eyri í gær og sagði hljóðið í því vera ágætt. „Ég bað það um að vera rólegt. Við höfum þennan tíma fyrir okkur og útilokum ekki neitt og nálgumst málið áfram með það að leiðarljósi að það þurfi enginn að missa vinnuna,“ segir hann. „Fólk- ið tekur þessu með stóískri ró. En ég geri mér alveg grein fyrir því að það er áhyggjufullt. Ég bað það um að gefa okkur tíma og hafa ekki of miklar áhyggjur. Óvissa er allt- af vond en alla vega er næsta ár óbreytt.“ Fjallað hefur verið um byggða- kvóta og meintar ívilnanir til Vísis. Fyrirtækið gaf út yfirlýsingu í gær þar sem það áréttaði að það rúmlega tvítugfaldaði þann kvóta sem úthlut- að var til byggðarlagsins og útgerð- inni var falið að afla á árunum 2000 til dagsins í dag. Þar sagði einnig að á síðustu þrettán árum hefur fyrir- tækið lagt samfélaginu til veruleg verðmæti þar sem hlutur byggða- kvótans var hverfandi. „Þessi byggðakvóti hefur ekki talið neitt á seinni árum. Við höfum stundum sagt að þetta fer eitthvað upp í flutn- inga,“ segir Pétur Hafsteinn. Vísir hefur á síðustu fimm árum samanlagt fengið 623 tonna byggðakvóta úthlutað á Þingeyri, Djúpavogi og Húsavík. Á sama tíma hefur fyrirtækið samanlagt unnið tæp 50 þúsund tonn af fiski í bæjarfélögunum. „Menn geta verið ósáttir við ákvörðunina núna [um flutninginn til Grindavíkur] en hingað til hafa menn á öllum stöð- um verið ánægðir með hvernig höfum unnið með umhverfinu,“ segir Pétur. „Ég er svolítið ósátt- ur við það ef menn eru að grafa upp þá hluti sem menn hafa verið ánægðir með hingað til og gera þá að einhverjum málum.“ Varðandi starfsfólk Vísis í bæj- arfélögunum bætir hann við: „Við meinum það þegar við segjum að við ætlum að leggja mikið upp úr því að þetta verði einungis breyting en ekki starfslok. Að fólk sé annað- hvort að fá nýja vinnu á sama stað eða sömu vinnu á nýjum stað. Við meinum það og vonandi verðum við dæmdir eftir því í lokin. freyr@frettabladid.is Þingeyri: Byggðakvóti: 232 tonn Fiskvinnsla: 9.188 tonn Húsavík: Byggðakvóti: 196 tonn Fiskvinnsla: 16.270 tonn Djúpivogur: Byggðakvóti: 195 tonn Fiskvinnsla: 23.810 tonn ➜ Kvóti og vinnsla Vísis frá 2008 Vilja milda höggið Fiskvinnslan Vísir ætlar að nota tímann fram undan til að milda afleiðingar fyrir- hugaðs flutnings til Grindavíkur. Síðustu fimm ár hefur Vísir unnið 50 þúsund tonn af fiski á Þingeyri, Djúpavogi og Húsavík og fengið 623 tonna byggðakvóta. DÓMSTÓLAR Ríkissaksóknari hefur ákært 22 ára gamlan mann fyrir tilraun til manndráps. Mað- urinn réðst að öðrum manni með hnífum á heimili sínu að nætur- lagi í nóvember í fyrra, stakk hann í brjóstkassa og skar átta sentímetra skurð á háls hans. Sá sem fyrir árásinni varð lá sofandi í sófa. Ríkissaksóknari fer fram á refs- ingu og til vara að árásarmann- inum verði gert að sæta öryggis- gæslu á viðeigandi stofnun. - hrs Manndrápstilraun í dómi: Skar sofandi mann á háls KÖNNUN Mest ánægja var með störf ráðherranna í velferðarráðuneytinu, Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra og Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra, eða hjá þriðjungi þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun Capacent um ánægju þjóðarinnar með störf ráðherra ríkis- stjórnarinnar. Minnst ánægja var með störf Sigurðar Inga Jóhannssonar sem umhverf- is- og auðlindaráðherra og störf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkis- ráðherra. Mesta óánægjan mældist einnig með störf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra, eða 63% óánægja. - ebg Capacent gerði fyrstu ánægjukönnun um störf ráðherra: Óánægðust með Gunnar Braga Í GRINDAVÍK Til stendur að flytja útgerðarfyrirtækið Vísi hf. að fullu til Grindavíkur á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÁNÆGJA ÞJÓÐARINNAR MEÐ STÖRF RÁÐHERRA Kristján Þór Júlíusson Heilbrigðisráðherra 33% 25% 42% 32% 35% 33% Eygló Harðardóttir Félags- og húsnæðismálaráðherra Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra Illugi Gunnarsson Mennta- og menningarmálaráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir Innanríkisráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson Umhverfi s- og auðlindaráðherra Gunnar Bragi Sveinsson Utanríkisráðherra 28% 16% 56% 27% 25% 48% 26% 22% 52% 26% 27% 46% 25% 11% 46% 24% 22% 54% 21% 25% 54% 18% 16% 65% Ánægð(ur) Hvorki né Óánægð(ur) VEISTU SVARIÐ? Hágæða flísalím og fúga Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Weber.tec 822 Rakakvoða 8 kg kr. 7.890 24 kg kr. 19.990 Weber.xerm. 850 BlueCom- fort C2TE kr. 2.790 Weber.xerm. BlueComfort 852 C2TE S1 kr. 3.990 Reykjavík Kletthálsi 7. Opið má-fö kl. 8-18, laug. 10-16 Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið má-fö kl. 8-18 Látið fagmenn vinna verkin! Weber.xerm. BlueComfort CE /TE S1 Xtra Flex kr. 5.290 Weber.Fug 870 Fúga 1-6 mm CG1 5 kg kr. 1.690 Weber.Fug 880 Silicone EC.1. plus 310 ml. kr. 1.190 DEITERMANN TECHNOLOGY INSIDE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.