Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 20
 | 2 9. apríl 2014 | miðvikudagur Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsinsl i i lí i *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Íslenska hugbúnaðarfyrirtæk- ið App Dynamic hefur samið við Eik fasteignafélag um leigu á hluta nítjándu hæðar Turnsins í Kópavogi þar sem veitingastað- urinn Turninn nítjánda var áður rekinn. „Fyrirtækið er að stækka og húsnæðið mun gera okkur kleift að bæta við starfsfólki,“ segir Pratik Kumar, framkvæmda- stjóri og stofnandi App Dynamic. Fyrirtækið var stofnað árið 2011 og hefur síðan þá þróað ýmis snjallforrit fyrir vefversl- un Apple, App Store. Vinsælasta vara fyrirtækisins heitir Air- Server en um ein og hálf milljón manna notar forritið á hverjum degi. Það gerir notendum kleift að streyma tónlist, myndböndum eða öðru efni úr Apple- og PC- tölvum í þráðlaus tæki sem nota iOS-stýrikerfi Apple, eins og iPad og iPhone. Einnig er hægt að snúa dæminu við og skoða gögn úr spjaldtölvum og símum Apple í hefðbundnum tölvum. AirServer hefur fengið já- kvæða umfjöllun í erlendum miðlum á borð við Wall Street Jo- urnal, Macworld og Wired. Net- miðillinn TUAW, sem fjallar um vörur og forrit fyrir tæki Apple, valdi nýjustu útgáfu hugbúnað- arins, AirServer 5.0, sem eitt af tíu bestu snjallforritum síðasta árs. Bandarísku háskólarnir MIT, Harvard og Stanford eru að sögn Pratiks á meðal viðskipta- vina App Dynamic. „Við erum enn að þróa vörur fyrir Apple en AirServer er nú okkar langvinsælasta vara en það er forrit sem þarf að greiða sérstaklega fyrir og er ekki selt í vefverslun Apple. Vinsældirn- ar eru slíkar að við þurfum nú að stækka og nú höfum við pláss til að bæta við fólki.“ Tólf manns starfa nú á skrif- stofu fyrirtækisins í Hlíðarsmára í Kópavogi en stefnt er að flutn- ingum í Turninn fyrir maílok. „Við höfum auglýst eftir fólki í dagblöðum en við erum mjög kröfuhörð enda er þetta mjög flók- in tækni. Við þurfum mjög hæfa forritara en því miður höfum við verið í vandræðum með að finna þá hér á landi,“ segir Pratik. App Dynamic flytur upp á nítjándu hæð Hugbúnaðarfyrirtækið App Dynamic mun flytja upp á 19. hæð Turnsins í Kópavogi. Vinsældir AirServer hafa aukist og fyrirtækið er því að stækka. Eiga í vandræðum með að finna forritara. Framkvæmdir við eina stærstu lækninga- og heilsumiðstöð lands- ins hefjast í maí í húsnæði skemmti- staðarins Broadway í Ármúla. „Það er síðasti séns að skemmta sér á Broadway á föstudaginn,“ segir Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður Evu Consorti- um ehf. Félagið keypti á síðasta ári fasteignina Ármúla 9, þar sem Broadway og hótelið Park Inn eru til húsa, af Arion banka. Húsnæði skemmtistaðarins verður endur- skipulagt frá grunni og áætlað er að heildarkostnaður verkefnisins verði vel á þriðja milljarð króna. „Við munum svo eftir helgi fara að tæma Broadway og fram- kvæmdir hefjast síðan í maí sem byrja á niðurrifi og svo hefst mikil uppbygging síðar í sumar sem lýkur í apríl 2015.“ Eva consortium er í eigu Ásdís- ar og Ástu Þórarinsdóttur, fram- kvæmdastjóra félagsins, og fjár- festingafélagsins Kjölfestu. Meðal eigenda Kjölfestu eru fjórtán líf- eyrissjóðir. - hg Framkvæmdir Evu consortium ehf. hefjast að loknu síðasta ballinu á Broadway: Byrja á heilsumiðstöðinni í maí Nordic eMarketing hlaut á föstudagskvöldið 28. mars ein af aðalverðlaunum Evrópsku leitarvéla- verðlaunanna. Verðlaunin voru fyrir herferð sem fyrirtækið skipulagði fyrir WOW Air og gekk út á að vekja athygli á hagstæðum fargjöldum flugfélags- ins til Evrópu. Verðlaunin voru í flokki keyptra niðurstaðna, en fyrirtækið var tilnefnt til verðlauna í fjórum öðrum flokkum. „Herferðin gekk frábærlega og náðum við til lykil- markhópa í Evrópu, sem skilaði sér í auknum tekjum fyrir WOW Air,“ segir Haukur Jarl Kristjánsson, for- stöðumaður hjá Nordic eMarketing í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Við höfum þróað aðferðafræði sem byggir á langri reynslu og ástríðu starfsfólksins okkar.“ Verðlaunahátíðin fór að þessu sinni fram í Reykja- vík, en þetta er í þriðja sinn sem hún er haldin. Áður var hún í Barcelona og Amsterdam. „Það er mikill heiður fyrir okkur að hljóta þessi verðlaun og ekki skemmir fyrir að hljóta þau á heimavelli,“ segir Hreggviður St. Magnússon, framkvæmdastjóri Nordic eMarketing. - skó Nordic eMarketing hlaut alþjóðleg verðlaun fyrir skipulag WOW herferðar: Tilnefnt til fimm verðlauna ÁFORMIN KYNNT Kristján Þór Júlíus- son heilbrigðisráðherra og Ásdís Halla tóku bæði til máls á blaðamannafundi Evu consortium þegar framkvæmdirnar voru kynntar í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TÆKNI Haraldur Guðmundsson | haradur@frettabladid.is MEÐ AIRSERVER Pratik Kumar stofnaði App Dynamic árið 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁNÆGÐIR MEÐ VERÐLAUNIN Laurent Boninfante frá EMEA og þeir Kristján Már Hauksson, Hreggviður St. Magnússon og Haukur Jarl Kristjánsson frá Nordic eMarketing. MYND/AÐSEND Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Atlantic Airways (DKK) 144,00 -5,9% 0,0% Bank Nordic (DKK) 110,00 -15,4% 0,0% Eimskipafélag Íslands 244,00 -6,9% 3,8% Fjarskipti (Vodafone) 32,80 20,4% 5,3% Hagar 42,10 9,6% 0,8% Icelandair Group 17,90 -1,6% 1,1% Marel 111,00 -16,5% 6,2% N1 17,05 -9,8% 3,3% Nýherji 3,49 -4,4% 0,0% Reginn 16,60 6,8% 0,6% Tryggingamiðstöðin 29,60 -7,6% -0,5% Vátryggingafélag Íslands 9,70 -10,1% 1,0% Össur 250,00 9,2% -0,8% Úrvalsvísitalan OMXI6 1.189,23 -5,6% 2,4% First North Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Century Aluminum 1150,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 21,40 61,5% 9,7% HB Grandi 31,00 40,9% 3,3% Sláturfélag Suðurlands 1,22 0,0% 0,0% Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN FJARSKIPTI 20,4% frá áramótum FJARSKIPTI 5,3% í síðustu viku MESTA LÆKKUN MAREL -16,5% frá áramótum ÖSSUR 0,8% í síðustu viku 9 2 3 Miðvikudagur 10. apríl ➜ Efnahagslegar skammtímatölur í apríl 2014 ➜ Aðalfundur Regins hf. 2014 Föstudagur 11. apríl ➜ Gjaldeyrisforði og tengdir liðir ➜ Þjóðhagsspá ➜ Bréf í Sjóvá tekin til viðskipta. Þriðjudagur 15. apríl ➜ Fjármálastöðugleiki 2014 ➜ Atvinnuleysistölur fyrir mars Miðvikudagur 16. apríl ➜ Samræmd vísitala neysluverðs í mars 2014 ➜ Fiskafli í mars 2014 Þriðjudagur 22. apríl ➜ Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Miðvikudagur 23. apríl ➜ Upplýsingar um leiguverð íbúðarhúsnæðis ➜ Vinnumarkaður í mars 2014 ➜ Verðmæti sjávarafla janúar- desember 2013 ➜ Vísitala byggingarkostnaðar fyrir maí 2014 ➜ Mannfjöldinn á 1. ársfjórðungi 2014 Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.