Fréttablaðið - 09.04.2014, Page 32

Fréttablaðið - 09.04.2014, Page 32
KYNNING − AUGLÝSING Opinn kynningarfundur MPM-námsins í Háskólanum í Reykjavík Meistaranám í verkefnastjórnun (Master of Project Management) er nú að hefja sitt fjórða starfsár innan Há- skólans í Reykjavík. Námið var þróað sem svar við þessari eftirspurn og frá árinu 2007 hafa á þriðja hundrað ein- staklingar útskrifast með MPM-gráðu. Þeir eru í dag eftirsóttir starfskraftar í hvers kyns fyrirtækjum og stofnun- um á Íslandi og erlendis. MPM-nám- ið er afrakstur íslensks þróunarstarfs og þar er blandað saman þáttum sem lúta að verkefnastjórnun, samskiptum og eiginleikum einstaklinga og teyma og síðast en ekki síst að stefnumiðaðri stjórnun, ferlum og verklagi í rekstri fyrirtækja. Sú mikla áhersla sem í MPM-námi er lögð á áætlanagerð, eftirfylgni, ferlisnálgun, samskipti, deilustjórnun, styrkleika og veikleika einstaklinganna og samspil í vinnu- teymum, er grundvölluð á reyndri og klassískri þekkingu en einnig á nýj- ustu rannsóknum á verkefnastjórn- un, sem fara fram í atvinnulífinu og í háskólum. Þessari áherslu hefur verið vel tekið og MPM-námið hefur á stutt- um tíma áunnið sér fastan sess og námið er eftirsóttur kostur fyrir alla þá sem vilja auka möguleika sína á at- vinnumarkaði og skapa sér forskot í atvinnuleit eða tryggja stöðu sína og opna nýjar dyr í starfsþróun. Stærð nemendahópa er stillt í hóf og trygg- ir það að samskipti eru persónuleg og góður tími gefst til samtals í tímum og þróunar sérhvers nemanda. Kennarar koma frá Evrópu og Bandaríkjunum, auk Íslands, og eiga það sammerkt að vera reyndir fræðimenn og fyrirlesar- ar og með mikla reynslu. Meðal nýrra íslenskra kennara í náminu eru dr. Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi rektor HR, og dr. Ásbjörg Kristinsdótt- ir sem starfar hjá Landsvirkjun. Er- lendir kennarar í náminu koma meðal annars frá Stanford University, Sloan School of Management við MIT og Heriot-Watt í Edinborg. MPM-nám- ið er ómetanleg reynsla; krefjandi en afar skemmtilegt nám þar sem saman koma kraftmiklir og metnaðarfull- ir einstaklingar úr ýmsum faggrein- um og njóta handleiðslu frábærra kennara um fjögurra missera skeið og mynda fagleg og félagsleg tengsl sem eru verðmæt í atvinnulífinu. Náminu er ætlað að vera samhliða vinnu og fer kennsla fram aðra hverja helgi, föstu- dag og laugardag, auk þess sem kennt er nokkur fimmtudagskvöld á önn. Á fjórða og síðasta misseri þess vinna nemendur sjálfstætt að loka- verkefnum undir handleiðslu leið- beinenda. Nemendur skila niðurstöð- um sínum í formi ráðstefnugreina og kynna rannsókn sína á árlegri út- skriftarráðstefnu, Vor í íslenskri verk- efnastjórnun, þar sem fjallað er um nýjar rannsóknir á sviðum verkefna- stjórnunar. Á síðasta ári voru sex greinar einnig kynntar á árlegri ráð- stefnu Alþjóðasamtaka verkefna- stjórnunarfélaga (IPMA) á Krít, og í ár voru fimm nemendaverkefni kynnt á sömu ráðstefnu í Dubrovnic í Króatíu. Vor í íslenskri verkefnastjórnun verð- ur næst haldin 23. maí nk. Meistaranám í verkefnastjórnun (MPM) Tinna Lind Gunnars MPM heldur fyrirlestur hjá IPMA í Króatíu. Ósk Sigurðardóttir MPM heldur fyrirlestur hjá IPMA í Króatíu. Verkefnastjórnun hefur þróast úr því að vera tæki sem tæknimenn notuðu til að halda utan um verklegar framkvæmd- ir, í að verða alhliða stjórnunaraðferð sem fyrirtæki og stofnanir kjósa að beita til að koma hlutum í verk. Þessi þróun hefur verið mjög hröð og hún er í sam- ræmi við vaxandi hraða breytinga í sam- félaginu. Neytendur gera sífellt meiri kröfur um hraðari viðbragðstíma og því þurfa fyrirtæki sífellt að innleiða ný verkfæri og aðferðir. Þau þurfa að þróa vörur og þjónustu og bæta aðferðir sínar og verklag með hröðum og hagkvæm- um hætti; tryggja meiri getu til að skila vörum og þjónustu af réttum gæðum til viðskiptavinanna, á réttum tíma og innan kostnaðaráætlunar. Síðast en ekki síst þurfa þau að skapa sér framtíðarsýn í hinu síbreytilega viðskiptaumhverfi og fylgja henni eftir með markvissum hætti. Þau fyrirtæki sem búa yfir menn- ingu og innviðum til að koma hlutum í verk lifa af. Hin eru dæmd til að drag- ast aftur úr í samkeppni og lognast út af, nema þau taki sig á. Markviss verkefnastjórnun er því lykill að árangri og nauðsynleg kjarnaþekking í sérhverju nútímalegu fyrirtæki og stofn- un. Hún hefur á fáum árum orðið eftir- sóttur færni- og þekkingarþáttur á feril- skrá fólks. Verkefnastjórnun stjórnunaraðferð 21. aldarinnar Verefnastjórnun er nú nýtt í öllum greinum atvinnulífs HVERS VEGNA MPMNÁM VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK? ● MPM-námið veitir yfirgripsmikla þekkingu á verkefna- stjórnun sem stjórnunaraðferð. ● Verkefnastjórnun er lykilaðferð félaga, fyrirtækja og stofnana til að ná markvissum árangri. ● Eftirspurn eftir fólki með sérþekkingu á sviði verkefna- stjórnunar er að stóraukast um allan heim. ● Námið veitir víðtæka þekkingu á þeim þáttum verkvísinda sem hafa verkefnastjórnun að viðfangi sínu og þjálfar beitingu þeirrar þekkingar. ● Nemendur í MPM-námi hljóta alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun sem veitt er af Alþjóðasamtökum verkefnastjórnunarfélaga (International Project Management Association (IPMA)) fyrir milligöngu Verkefnastjórnunarfélags Íslands. Nemendur geta hlotið IPMA- D-, C- eða B-vottun, en vottunin tekur mið bæði af þekkingu og starfsreynslu. HVERS VEGNA ER MPMNÁMIÐ Í HR ALÞJÓÐLEGT NÁM? ● Við skipulag námsins eru notuð viðmið frá International Project Management Association (IPMA), Project Management Institute (PMI), Association of Project Management (APM) og ISO 21500 Project Management Standard International Standard Organization (ISO). ● Erlendir sérfræðingar á sviði verkefnastjórnunar eru reglulega fengnir til að þróa námið. ● Stór hluti kennara eru virtir fræði- og fagmenn bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum. ● Nemendur hljóta alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun (IPMA D-vottun og jafnvel C- og B-vottun). ● Námið er byggt á gagnreyndri alþjóðlegri þekkingu í verkefnastjórnun. ● Námið tekur mið af nýjustu straumum og stefnum í verkefnastjórnun. ● Námið býr nemendur undir að leiða og taka þátt í al- þjóðlegum verkefnum. ● Forsvarsmenn námsins eru alþjóðlega viðurkenndir fræðimenn á sviði verkefnastjórnunar. ● Lokaverkefni nemenda hafa verið kynnt á alþjóðlegum ráðstefnum og hafa verið birt í alþjóðlegum vísinda- tímaritum. ● Í úttekt á MPM-náminu hjá National Centre for Project Management í Englandi fékk það fyrstu einkunn. Opinn kynningarfundur MPM-námsins er öllum opinn Föstudaginn 11. apríl kl. 12.15 í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík. Á fundinum verður farið yfir skipulag, uppbyggingu og inntak MPM-námsins. Opið er fyrir umsóknir í meistaranám í Háskólanum í Reykjavík til 30. apríl nk. Annar kynningarfundur verður haldinn 28. apríl nk. kl. 17.00 í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.