Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2014, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 09.04.2014, Qupperneq 10
9. apríl 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 SKÝRSLA ALÞJÓÐASTOFNUNAR UM EVRÓPUSAMBANDIÐ Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is Líklegt er að Ísland hefði fengið undanþágur frá reglum Evrópusam- bandsins til að fá áfram að banna innflutning á lifandi dýrum hefði aðildarviðræðum Íslands verið lokið. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Skýrslan var unnin fyrir Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda, Sam- tök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands, og var kynnt á mánudag. Í skýrslunni segir að líklega hefði dugað fyrir Íslendinga að sýna fram á að bannið væri byggt á vísindaleg- um grunni. Undanþágan myndi þá að öllum líkindum vera endurskoð- uð reglulega, en haldist vísindaleg rök óbreytt fengi hún að halda sér áfram. Þegar er tekist á um bann Íslands við innflutningi á ófrystu fersku kjöti á vettvangi ESA, eftirlitsstofn- unar EFTA. Allt stefnir í að ESA fari í mál við Ísland vegna banns- ins, og mun niðurstaðan úr því máli skipta miklu gangi Ísland í ESB. Vinni Ísland málið mun það styrkja stöðu landsins í að halda banninu. Tapist málið veikist um leið sá mál- staður. Haldi aðildarviðræður Íslands og ESB áfram bendir ekkert til þess að Ísland muni þurfa á umfangs- miklum undanþágum eða sérlausn- um að halda í landbúnaðarmálum umfram það sem fordæmi eru fyrir, til dæmis frá Finnlandi. Þegar kemur að landbúnaðarmál- unum er líklegt að þrjú úrlausnar- efni verði erfiðust, að mati skýrslu- höfunda. Í fyrsta lagi hversu stóran hluta landbúnaðarstyrkja á Íslandi megi tengja framleiðslu. Í öðru lagi hversu mikill stuðningur við bænd- ur muni verða. Í þriðja lagi verði tekist á um hversu stóran hluta af stuðningnum ESB muni greiða. Langsamlega stærstur hluti greiðslna til bænda innan ESB er vegna eignar á landi. Þá er greidd ákveðin upphæð á hvern hektara lands sem er ræktaður. Upphæð- in er misjöfn „vegna sögulegra ástæðna“, eins og segir í skýrslunni. Greiðslur eru lægstar um 15 þúsund á hektara í Lettlandi, en hæstar um 124 þúsund á hektara á Möltu. Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar segir að illa henti að hafa stuðn- ing af þessu tagi sem meginstoð styrkgreiðslna til bænda á Íslandi. Á Íslandi er nær allur stuðning- ur tengdur framleiðslu, en slíkir styrkir eru mjög takmarkaðir í ESB. Opnað var á frekari framleiðslu- tengdan stuðning í regluverki ESB í byrjun þessa árs, en umfanginu eru settar hömlur. „Ekki virðist þó útilokað að Ísland gæti nýtt sér und- anþáguákvæði í reglunum og feng- ið að viðhalda umtalsverðum fram- leiðslutengdum stuðningi,“ segir í skýrslunni. Þá er „mjög líklegt“ að Ísland fái að fylgja fordæmi Finnlands, sem hefur fengið heimild til að styðja við eigin landbúnað á eigin kostnað. Heimild Finnlands er tímabundin. Forsendur fyrir henni eru endur- skoðaðar reglulega, og breytist þær ekki er möguleiki á framlengingu. Við aðild að ESB yrði núverandi kvótakerfi á mjólk lagt niður, enda litlar líkur á að Ísland geti fengið, eða vilji fá, undanþágu frá opin- beru íhlutunarkerfi ESB. „Það getur valdið vandamálum fyrir þá bændur sem eru mjög skuldsettir og hafa með einhverjum hætti veð- sett greiðslumark sitt en kemur sér vel fyrir þá sem hafa möguleika á að auka framleiðslu sína,“ segir í skýrslunni. Verndartollar yrðu felldir niður Ísland yrði eina ríkið innan ESB þar sem allir bændur ættu rétt á svokölluðum harðbýlisgreiðslum. Stuðningur við dreifbýlið fell- ur undir landbúnaðarstefnu ESB. Ísland styrkir bændur þegar með sambærilegum hætti í gegnum ýmsa sjóði, og yrði aðlögun að kerfi ESB því ekki mjög erfið að mati skýrsluhöfunda. Erfitt gæti reynst fyrir Ísland að uppfylla kröfur ESB um stjórnsýslu landbúnaðarmála. Ljóst er að setja þyrfti á laggirnar greiðslustofnun í stað þess að láta greiðslurnar fara í gegnum Bændasamtök Íslands. Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar segir að fulltrúar ESB hafi verið meðvitaðir um að leita þyrfti sér- lausna fyrir Ísland á þessu sviði. Afar hæpið er að Ísland fái að halda verndartollum á landbúnað- arafurðir, gangi landið í ESB, enda tollfrjáls viðskipti milli landa eitt af grundvallaratriðunum í samstarfi aðildarríkjanna, segir í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. Slík vernd skiptir langmestu fyrir framleið- endur kjúklinga- og svínakjöts. Mögulegt væri að bæta framleið- endunum upp niðurfellingu toll- verndar með beinum styrkjum. Landbúnaðarkerfi ESB hentar illa Stærstur hluti styrkgreiðslna til bænda í ESB miðast við landsvæði en ekki framleiðslu. Hentar illa hér á landi að mati höfunda skýrslu um ESB. Ísland ætti að geta haldið áfram að banna innflutning lifandi dýra. Fordæmi Finnlands um styrki til landbúnaðar mikilvægt fyrir Ísland. Líklegt er að Íslendingar þyrftu að hætta hvalveiðum gengi landið í Evr- ópusambandið, enda yrði afar erfitt að fá fram sérlausn í aðildarviðræðum sem gerði áframhaldandi hvalveiðar mögulegar, að mati skýrsluhöfunda Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Enginn pólitískur vilji er til að heimila hvalveiðar eða viðskipti með hvalaafurðir í ESB. Skýrsluhöfundar velta þó upp þeim möguleika að hval- veiðar sem sýnt hafi verið fram á að séu sjálfbærar myndu fá að halda áfram „að einhverju leyti“, mögulega aðeins fyrir heimamarkað. Enginn vilji til að leyfa hvalveiðar NIÐURGREIÐSLUR Íslenskir bændur eru styrktir á grundvelli þess sem þeir fram- leiða, en styrkir ESB tengjast að mestu landareignum bænda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is CLIO DÍSIL SJÁLFSKIPTUR 3,7 L/100 KM* CO2 ÚTBLÁSTUR 95 GRÖMM ÞÚ TANKAR SJALDNAR Á RENAULT FRÍTT Í STÆÐI Á MIÐBORGARSVÆÐINU RENAULT CLIO DÍSIL SJÁLFSKIPTUR – VERÐ 3.090.000 KR. Renault Clio er einn vinsælasti bílIinn á Íslandi. Þegar fallegt útlit, ríkulegur staðalbúnaður, úrval sparneytinna bensín- og dísilvéla, hagstætt verð og einstök ný „Dual Clutch“ sjálfskipting smellur saman er ástæðan augljós. Komdu og reynsluaktu nýjum Renault Clio. www.renault.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 E N N E M M / S ÍA / N M 6 2 3 0 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.