Fréttablaðið - 09.04.2014, Page 22

Fréttablaðið - 09.04.2014, Page 22
 | 4 9. apríl 2014 | miðvikudagur FERÐAÞJÓNUSTA Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is Hótelherbergjum Íslandshótela hf. mun fjölga um 825 á næstu þremur árum með opnun fjögurra nýrra hótela og stækkun á þrem- ur öðrum. Heildarfjárfesting fyr- irtækisins, sem rekur hótelkeðj- urnar Fosshótel og Reykjavíkur- hótel, vegna framkvæmdanna er um 7,2 milljarðar króna. „Í dag erum við að reka tæp- lega ellefu hundruð herbergi og við erum því nánast að tvöfalda okkar herbergjafjölda á næstu þremur árum,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Ís- landshótela. Fyrirtækið vinnur nú að stækk- un hótels við Höfn í Hornafirði þar sem herbergjum verður fjölgað um 40. Áætluð verklok eru í júní og þá ætlar Íslandshót- el einnig að opna nýtt 26 herbergja hótel í Franska spítalanum á Fáskrúðs- firði. Síðar á árinu hefjast framkvæmdir við stækk- un hótels á Húsavík. Þar verður herbergjum fjölg- að úr 70 í 114 með við- byggingu sem verður um 4.700 fermetrar að stærð. „Svo munum við reka hótelið á Höfðatorginu sem verður opnað á næsta ári með 320 herbergjum. Á gamla Blómavalsreitnum við Grand hótel eru síðan áform um 100 íbúðir sem fara á sölumark- að en einnig 170-200 hótelherbergi sem verða af fimm stjörnu klassa. Framkvæmdir munu vonandi hefj- ast fljótlega á næsta ári en þetta er í skipulagsferli en vonandi verð- ur hótelið opnað árið 2017,“ segir Davíð. Hann bætir við að fyrirtækið hafi einnig feng- ið samþykki fyrir nýju 90 herbergja hóteli á Gríms- stöðum við Mývatn og 116 herbergja hóteli á Hnappa- völlum í Öræfum. Þau verða opnuð sumarið 2016. „Okkar markmið með þessum framkvæmdum er að efla gæði og fjölga gistirým- um. Við erum búin að ganga vel frá málum sem tengjast skipulagi og tryggja fjármögnun á miklu af þessum verkum og því er ekkert sem stoppar okkur,“ segir Davíð. Spurður segir hann fyrirtæk- ið óttast offjárfestingu í ferða- þjónustu. „Við óttumst offjárfestingu í geiranum og þá sér í lagi hug- myndir um gistingu af lægri gæðum.“ Byggir 825 herbergi á næstu þremur árum Íslandshótel ætlar að byggja fjögur ný hótel og stækka þrjú önnur á næstu þremur árum. Heildarfjárfesting fyrirtækisins nemur 7,2 milljörðum króna. Fyrirtækið er nú með 1.100 herbergi í notkun. rvörur með þér tra nna Reks - vi TEIKNING Hótelið á Húsavík verður stækkað um 4.700 fermetra. Framkvæmdirnar munu kosta um einn milljarð króna. MYND/ ÍSLANDSHÓTEL Davíð Torfi Ólafsson Stjórnarmenn fyrirtækisins Auð- kennisskrifuðu í síðustu viku undir ársreikning félagsins með farsímum frá sjö stöðum í heiminum í þremur löndum; Þýskalandi, Bandaríkjun- um og í fjórum sveitarfélögum hér á landi. Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta sé í fyrsta sinn sem skrifað er undir ársreikning með þessum hætti hér á landi og líklega í öllum heim- inum. Ársreikningurinn var lagður fram í fyrradag á rafrænu formi og fundargerð hans verður samþykkt með rafrænum undirskriftum. Þannig er umsýsla í kringum árs- reikninginn og aðalfund félagsins með öllu pappírslaus. „Rafræn skilríki hafa verið að ryðja sér til rúms á Íslandi og þau eru það sem koma skal. Með þeim er bæði hægt að spara pappír og ekki síst fyrirhöfn,“ segir Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auð- kennis. Þá segir í tilkynningunni að þegar hafi 100 þúsund rafræn skilríki verið virkjuð hér á landi og að hægt sé að nota þau hjá um 140 fyrirtækj- um eða opinberum stofnunum. - skó Stjórn fyrirtækis skrifaði undir ársreikning frá sjö stöðum í heiminum: Pappírslausir ársreikningar Á BRYGGJUNNI Óskar Jósefsson, stjórn- arformaður Auðkennis, var staddur í Vestmannaeyjum þegar hann skrifaði undir. MYND//AÐSEND „Við erum núna í prófunarferli og erum í rauninni að keyra í gegn- um veitingastaðinn ákveðið magn af fólki í hádeginu og á kvöldin og við munum gera það alveg fram að opnun,“ segir Snorri Marteinsson, framkvæmdastjóri Hamborg- arafabrikkunnar. Nýr veitingastaður fyrirtækis- ins, sá þriðji í röðinni, í Kringl- unni mun að öllum líkindum verða opnaður á föstudag. Iðnaðarmenn hafa nú lokið við að breyta hús- næðinu í nýjustu viðbyggingu verslunarmiðstöðvarinnar þar sem veitingastaðurinn Portið var áður starfræktur. „Við náttúrulega opnum ekki fyrr en við erum tilbúnir en það er stefnt að opnun á föstudaginn eða í kringum helgina,“ segir Snorri. „Það eina sem er eftir er að stilla saman strengi, eldhús og sal, og koma rútínu á alla ferla og það gerist bara með æfingu. Síðan opnum við með látum þegar við opnum.“ - hg Nýr staður Hamborgarafabrikkunnar nánast tilbúinn: Gæti opnað fyrir helgi Benedikt K. Kristjánsson sölu- og þjónustufulltrúi hjá Búr ehf. var í gær sjálfkjörinn formaður stjórnar Regins á aðalfundi fast- eignafélagsins sem haldinn var í Hörpu. Öll stjórn félagsins var sjálf- kjörin á fundinum en nýir stjórn- armenn Regins eru Jón Steindór Valdimarsson, Bryndís Hrafn- kelsdóttir, Sigríður Hrefna Hrafn- kelsdóttir og Tómas Kristjánsson. Elín Jónsdóttir, fráfarandi stjórnarformaður Regins og fyrr- verandi forstjóri Bankasýslu rík- isins, gaf ekki kost á sér til áfram- haldandi stjórnarsetu. Fráfarandi stjórn félagsins lagði á fundinum til að arður yrði ekki greiddur út á árinu 2014 og hagnaður félagsins fluttur til næsta árs. Á fundinum var samþykkt að þóknun stjórnarmanna verði 250 þúsund kr. á mánuði og stjórnar- formanns 500 þúsund kr. - hg Benedikt K. Kristjánsson nýr stjórnarformaður fasteignafélagsins: Sjálfkjörið í stjórn Regins á aðalfundi ALLT Á FULLU Nýi veitingastaðurinn er á svipuðum slóðum og Hard Rock Café á sínum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í HÖLLINNI Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, þegar félagið var tekið til við- skipta í Kauphöllinni árið 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.