Fréttablaðið - 28.04.2014, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.04.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Mánudagur 12 FÓSTBRÆÐUR Í LANGHOLTSKIRKJU Vortónleikar karlakórsins Fóstbræðra verða í Langholtskirkju annað kvöld kl. 20. Á efnisskrá verða meðal annars sænsk og ensk þjóðlög, verk eftir Högna Egilsson og útsetningar eftir Davíð Þór Jónsson. Þá er úrval eldra efnis ásamt kórum úr Carmen. Einsöngur Hanna Dóra Sturludóttir. H ægðatregða er algengt vandamál hjá fjölda fólks; einkum konum, börnum, unglingum og eldra fólki, auk þess sem margir upplifa meltingartruflanir af þessu tagi á ferðalögum.„Bifidobacteria & Fibre“ frá OptiBac Probiotics inniheldur einn mest rannsakaða probiotic-geril í heimi. Einnig prebiotics-trefjar í miklu magni sem koma reglu á meltinguna. Þeim sem hafa lágt hlut-fall vinveittra baktería í þörmum er hættara við hægðatregðu og því dugandi heilræði að auka inn-töku á góðum bakteríum, eins og virku bakteríunni Bifidobacterium lactis BB-12®.„Bifidobacteria & Fibre“ kemur meltingunni í lag og er öruggt til inntöku fyrir börn eldri en eins árs, fullorðna, konur á meðgöngu og með börn á brjósti.Til að viðhalda reglulegri meltingu er nóg að taka einn skammt á dag en við hægðatregðu er ráðlagt að taka upp í fjóra skammta daglega; með morgun-mat, hádegismat, kvöldmat og áður en farið er að sofa. OptiBac Probiotics er ný lína af meltingargerlum með vísindalega sannaðri virkni í meira en þrjátíu klínískum rannsóknum. Aðrar gagnlegar vörur frá OptiBac Probiotics eru:„Bowel Calm“ (saccharomyces Boulardii) stopp-ar niðurgang á náttúrulegan og fljótvirkan hátt og er áhrifaríkt gegn gersveppaóþoli (candida).„Optibac for Every Day“ (extra sterkt) inniheldur 20 milljarða lifandi baktería í dagskammti. Bakterí-urnar hafa verið ítarlega rannsakaðar í yfir 75 klín-ískum rannsóknum. Virkar vel gegn candida og iðrabólgu(IBS) að tryggja gott jafnvægi í meltingunni á ferðalögum. Gott fyrir alla og öruggt fyrir konur á meðgöngu og börn frá þriggja ára aldri.OptiBac-vörurnar innihalda blöndu sýruþolinna meltingargerla sem komast örugglega og lifandi gegnum magasýrur smáþarma, þar sem þeim er ætlað að virka. OptiBac Probiotics fást á eftirfarandi stöð andi markaður Lyf VIRKARI MELTINGRARITET KYNNIR Komin er á markað byltingarkennd lausn fyrir þá sem þjást af hægðatregðu eða eru með hæga meltingu. FASTEIGNIR.IS 28. APRÍL 2014 17. TBL. Stakfell fasteignasala kynnir: Nýjar glæsilegar íbúðir með garðsvölum við Vallakór 2. Alls 52 íbúða hús. Íbúðirnar er frá 79 til 143 fm. Í búðirnar eru einstaklega vel skipulagðar, rúmgóðar með vönduðum innréttingum og skilast fullbúnar með gólfefnum. Húsinu er skipt í fjóra reiti með þremur lyftuhúsum. Með flest- um íbúðunum fylgir sérbílastæði í læstri, hálfopinni bílgeymslu. Hver íbúð er með rúmgóðum Nýjar íbúðir v ð Vallakór Suðurlandsbraut 22 | Opið mán. – fös. frá kl. 9–17 | www.heimili.is Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Ásdís Írena Sigurðardóttir skjalagerð Bogi Pétursson lögg.fasteignasali Gústaf Adolf Björnsson lögg. fasteignasali Stefán Már Stefánsson sölufulltrúi Erla Dröfn Magnúsdóttir lögfræðingur Finndu okkur á Facebook Elín Viðarsdó r Lögg. fasteignasali Leiðhamrar 112 Rvk Vantar eignir á skrá Frí verðmat 49,9m 2 SÉRBLÖÐ Fasteignir | Fólk Sími: 512 5000 28. apríl 2014 98. tölublað 14. árgangur SKOÐUN Framkvæmdastjóri LÍÚ segir fjárhæð veiðigjaldsins í drullupolli umræðunnar. 12 MENNING Eldraunin ætti að vera skylduáhorf að mati gagnrýnanda. 18 LÍFIÐ Rannveig Marta Sarc fiðluleikari komst inn í sex tónlistarháskóla. 26 SPORT Elsa Sæný Valgeirs- dóttir er blakdrottningin í Fagralundi. 22 LÉTT OG LAKTÓSAFRÍ Sími 512 4900 landmark.is FLJÓTLEGT OG ÞÆGILEGT HÚSNÆÐISMÁL Dæmi eru um að leiguverð á íbúðarhúsnæði hafi hækkað um 29 prósent á einu ári á ákveðnum svæðum og tegundum íbúða í Reykjavík. Leiguverð hefur að meðaltali hækkað um 8,2 prósent á land- inu öllu síðasta árið. Þetta má sjá með því að bera saman samantekt Þjóðskrár Íslands á meðalverði á nýjum leigusamningum í mars síðastliðnum og í sama mánuði í fyrra. Hækkunin er langt umfram verðbólgu, sem var 2,2 prósent á sama tímabili. Húsaleigan hefur hækkað mest um 29 prósent á tveggja herbergja íbúðum í Breiðholti. Sé miðað við 60 fermetra íbúð hækkaði leigan að meðaltali úr tæpum 98 þúsund krónum á mánuði í tæplega 126 þúsund, eða um 28 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin er minni á öðrum svæðum, en er á bilinu 20 til 23 prósent á nokkrum stöðum, til dæmis á smæstu íbúðunum í Kópa- vogi, Garðabæ og Hafnarfirði, og í stærstu íbúðunum í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og nágrenni. Annars staðar lækkar leigan, til dæmis um 19 prósent á stærstu íbúðunum miðsvæðis í Reykjavík. „Okkar félagsmenn eru að finna fyrir þessum hækkunum,“ segir Jóhann Már Sigurbjörns- son, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. „Ef leiguverðið á að vera svona hátt áfram þurfa leigjend- ur að fá meiri stuðning til að ná endum saman.“ Jóhann segir leiguverðið orðið þannig miðsvæðis í Reykjavík að fólk sé farið að halda sig frá mið- bænum. „Verðið sem er í gangi þar er ekkert fyrir hinn venju- lega meðaljón. Menn leita frekar í úthverfin þar sem leigan er há, en þó lægri en í og við miðborgina.“ - bj / sjá síðu 4 Leiga hækkað um allt að 29% Leiguverð á íbúðarhúsnæði hefur hækkað um að meðaltali 8,8% á einu ári. Hækkunin er langt umfram verðbólgu. Leiga á tveggja herbergja íbúð í Breiðholti hækkaði um 28 þúsund krónur á mánuði. Lækkar á einstaka svæðum. Bolungarvík 2° SA 5 Akureyri 3° A 3 Egilsstaðir 1° NA 5 Kirkjubæjarkl. 4° A 4 Reykjavík 8° SA 2 Svalt N-til Í dag verður yfirleitt hægur vindur, það léttir til norðanlands en þykknar upp sunnan- og suðvestan til með stöku skúrum. 4 Ef leiguverðið á að vera svona hátt áfram þurfa leigjendur að fá meiri stuðning til að ná endum saman. Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður Samtaka leigjenda Mögulegt að kaupa upp net Verði sannað að urriði í Þingvalla- vatni sé drepinn í stjórum stíl á stöng og í net þarf að taka á því, segir þjóð- garðsvörður. Formaður Veiðifélags Þingvallavatns segir netaveiði bænda ábyrga. 10 Jólasveinar missa póstkassa Skipulagsnefnd Akureyrar neitar að framlengja stöðuleyfi fyrir póstkassa jólasveinanna í göngugötu bæjarins. 2 Heilsubrestur frá hruni Andlegri líðan landans hefur hrakað frá hruni að því er fram kemur í doktorsritgerð sem varin verður á morgun. 4 Göng bæta mannlíf Í nýrri grein fræðimanna við Háskólann á Akur- eyri eru sögð skýr merki um jákvæða byggðaþróun í Fjallabyggð eftir opnun Héðinsfjarðarganga. 6 GLAÐUR SIGURVEGARI Dansarinn Brynjar Dagur var að vonum ánægður með árangurinn þegar tilkynnt var um sigur hans í hæfileikakeppninni Ísland got talent í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann hlýtur 10 milljónir króna í verðlaun. Auðunn Blöndal kynnir tekur hér utan um verðlaunahafann, en Jón Arnór Pétursson, sjö ára töframaður sem varð í öðru sæti fylgist með. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL MENNING Tónskáldið Ólafur Arnalds hlaut í gær sjón- varpsverðlaun BAFTA, Bresku kvikmynda- og sjón- varpsþáttaakademíunnar. Ólafur sigraði í flokknum frumsamin tónlist í sjónvarpi, fyrir tónlistina í þátt- unum Broadchurch sem sýndir voru á BBC og einnig á Stöð 2. „Mér líður bara gríðarlega vel. Þetta er geggjað, maður er bara hálfsjokkeraður,“ sagði Ólafur himin- lifandi, skömmu eftir að hafa veitt verðlaununum viðtöku í Lundúnum í gærkvöldi. „Þetta kom mér svo mikið á óvart, ég hélt aldrei að ég myndi fá þetta. Ég er búinn að vera í sjokki í klukkutíma. Búinn að vera í hringiðu af fólki að grípa í mann og viðtölum.“ Vinna stendur nú yfir að annarri þáttaröð sem og bandarískri útgáfu af þáttunum. Aðrir sem voru tilnefndir í flokknum voru Martin Phipps fyrir þættina Peaky Blinders, Mark Brads- haw fyrir Top of the Lake og Paul Englishby fyrir Luther. BAFTA heldur árlega hátíð og veitir verð- laun fyrir árangur í kvikmyndum, sjónvarpi, teikni- myndum og tölvuleikjum. - kóh EFTIR VERÐLAUNAAFHENDINGUNA Victoria Wood og Ólafur Arnalds stilltu sér upp eftir að hafa verið verðlaunuð fyrir tón- listina í sjónvarpsþáttunum Broadchurch. NORDICPHOTOS/GETTY Ólafur Arnalds hlaut BAFTA-verðlaunin fyrir frumsamda tónlist í sjónvarpi: Maður er bara hálfsjokkeraður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.