Fréttablaðið - 28.04.2014, Blaðsíða 8
28. apríl 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
NISSAN LEAF VAR FYRSTI RAFBÍLLINN Í HEIMINUM
sem hlaut 5 stjörnur í Euro NCAP árekstrarprófunum árið 2012.
Öllum Nissan Leaf sem BL selur fylgir 5 ára
ábyrgð á rafhlöðu og tengdum háspennuhlutum.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
19
8
1
Nissan EURO LEAF
VERÐ 4.690 ÞÚS. KR.
• Fjórar hraðhleðslustöðvar er nú komnar í gagnið;
BL Sævarhöfða, ON Bæjarhálsi, Smáralind Kópavogi
og Fitjar Reykjanesbæ
• Sex nýjar hraðhleðslustöðvar verða opnaðar
til viðbótar á næstu vikum
• 80% hleðsla á 30 mínútum
• Frítt rafmagn á öllum hraðhleðslustöðvum ON
NÝJAR HRAÐHLEÐSLUSTÖÐVAR ON OG NISSAN
ON, í samstarfi við BL ehf. og Nissan Europe, setur upp 10 hraðhleðslustöðvar
fyrir rafbíla á næstu mánuðum, en nú þegar hafa verið opnaðar fjórar
hraðhleðslustöðvar af 10. Þetta er sannkölluð bylting fyrir rafbílaeigendur því
það tekur ekki nema 30 mínútur að hlaða geyminn upp í 80%. Það sem
meira er: fyrst um sinn þurfa rafbílaeigendur ekki að greiða fyrir hleðsluna.
HOLLAND Stjórnmálaflokkar hægri
sinnaðra andstæðinga Evrópu-
sambandsins draga til sín fylgi frá
kjósendum, sem eiga meira sam-
eiginlegt en andstöðuna eina við
Evrópu sambandið.
Kjósendur þessara flokka hafa
almennt harða andstöðu gegn inn-
flytjendum, glæpum og spillingu
meðal hálaunaðra valdamanna, en
leggja mikla áherslu á að tryggja
öryggi og reglu í samfélaginu ásamt
því að meta mikils hefðbundin gildi.
Þetta kemur fram í nýbirtri skoð-
anakönnun, sem gerð var í vetur í
Bretlandi, Frakklandi, Belgíu, Hol-
landi og á Ítalíu. Úrtakið var meira
en tíu þúsund manns, en það var hol-
lenska skoðanakönnunarfyrirtækið
Motivaction International sem gerði
könnunina.
Spurðir voru kjósendur Breska
sjálfstæðisflokksins í Bretlandi,
Flæmska hagsmunaflokksins í
Belgíu, Frelsisflokksins í Hol-
landi, Þjóðarfylkingar Le Pens í
Frakklandi og Norðurbandalags-
ins á Ítalíu, auk þess sem hinir
frekar vinstri sinnuðu kjósendur
Fimm stjörnu hreyfingar skemmti-
kraftsins Beppo Grille á Ítalíu voru
spurðir.
„Lykillinn að því að skilja sálar-
líf þeirra kjósenda, sem eru tor-
tryggnir gagnvart Evrópusamband-
inu, er sú tilfinning að standa uppi
einn og yfirgefinn ásamt almennu
vantrausti,“ segir í skýrslu um nið-
urstöður skoðanakönnunarinnar.
„Þeim finnst oftar að samfélagið
hafi brugðist þeim og þeir bera
einnig minna traust til annarra.“
Kjósendur þessara flokka koma
úr öllum stéttum, en eiga það sam-
eiginlegt að eiga erfitt með að láta
enda ná saman og hafa átt erfitt
með að takast á við afleiðingar efna-
hagskreppunnar.
Þeir láta sig almennt umhverfis-
mál, mannréttindi og atvinnuleysi
litlu varða, en þeir hafa almennt
minni trú en kjósendur annarra
flokka á stofnunum á borð við ríkis-
stjórn og þing, banka, trúarstofn-
anir, verkalýðsfélög og Sameinuðu
þjóðirnar.
Kjósendur Fimm stjörnu banda-
lagsins á Ítalíu, sem almennt eru
lengra til vinstri, virðast heldur
hófsamari og framfarasinnaðri en
kjósendur hægri flokkanna, sem
könnunin náði til, en eiga þó sam-
eiginlega með þeim hina almennu
vantrú á stofnunum samfélagsins.
Kosningar til Evrópuþings-
ins verða haldnar seinni partinn
í maí. Skoðanakannanir benda til
þess að flokkum efasemdarmanna
um Evrópu sambandið muni vegna
betur en nokkru sinni.
Óljóst hefur hins vegar þótt hvort
þeir muni eiga auðvelt með að starfa
saman, en þessi könnun bendir til
þess að kjósendur þeirra eigi meira
sameiginlegt en leiðtogar flokk-
anna. gudsteinn@frettabladid.is
Óttast upplausn og
spillingu ráðastétta
Evrópskir kjósendur hægriflokka, sem leggja áherslu á andstöðu við Evrópusam-
bandið, eiga fleira sameiginlegt. Þeir hafa harða afstöðu gegn innflytjendum,
glæpum og spillingu en vilja tryggja öryggi sitt og meta mikils hefðbundin gildi.
NIGEL FARAGE Á
EVRÓPUÞINGINU
Skoðanakannanir
sýna að skoðana-
bræðrum hans
muni fjölga á
Evrópuþinginu
eftir kosningarnar
í næsta mánuði.
NORDICPHOTOS/AFP
Fá aukinn aðgang
1 FILIPPSEYJAR Bandaríkjaher fær aukinn aðgang að herstöðvum á Filippseyjum samkvæmt nýju samkomulagi sem gilda á í tíu ár. Skrifa
á undir samninginn í dag og er það gert í tengslum við heimsókn Baracks
Obama Bandaríkjaforseta til Asíu.
Helförin hræðilegur glæpur
2 JERÚSALEM Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði helförina
vera „hræðilegasta glæp“ samtímasögunnar. Yfirlýsingin er
birt rétt fyrir árvissa minningarathöfn í Ísrael um fórnarlömb
nasista. Yfirlýsingin er talin til þess ætluð að milda viðhorf
almennings í Ísrael þar sem mikill hnútur er á friðarvið-
ræðum þeim sem haldnar eru að undirlagi Bandaríkjamanna.
Dýrlingum fagnað
3 MEXÍKÓ Tugþúsundir kaþólikka víða um Rómönsku-Ameríku fögnuðu í gær eftir að páfarnir Jóhannes Páll II. og Jóhannes XXIII. voru teknir
í dýrlingatölu. Í Mexíkóborg var fagnað með trúarvökum fyrir sólarupprás,
tónlistarflutningi og bænahaldi.
1.300 múslimum bjargað
4 MIÐ-AFRÍKU LÝÐVELDIÐ Þungvopnaðir afrískir og franskir friðargæslu-liðar fylgdu hluta þeirra múslima, sem enn voru eftir í höfuðborg Mið-
Afríkulýðveldisins, út úr stríðshrjáðri borginni. Yfir þrettán hundruð manns,
sem herskáir flokkar kristinna höfðu mánuðum saman haldið föngnum
í hverfi sínu, voru flutt á brott í vörubílum. Þegar bílalestin var rétt farin
streymdi að fólk úr nágrannabyggðum og vann skemmdarverk á mosku
hverfisins.
MAHMOUD
ABBAS
HEIMURINN
1
23
4