Fréttablaðið - 28.04.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.04.2014, Blaðsíða 40
28. apríl 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 20 BAKÞANKAR Hauks Viðars Alfreðssonar ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK CHICAGO SUN-TIMES ENTERTAINMENT WEEKLY PORTLAND OREGONIAN TOTAL FILM EMPIRE Miðasala á: THE WINTERS TALE (BALLET) THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D RIO 2 2DÍ SL. TAL HARRÝ OG HEIMIR GRAND BUDAPEST HOTEL KL. 6.15 KL. 6 - 9 - 10 KL. 5.45 KL. 6 - 8 - 10.20 KL. 8 - 10.15 THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D THE AMAZING SPIDERMAN 2 3DLÚXUS THE AMAZING SPIDERMAN 2 2D RIO 2 2D ÍSL. TAL RIO 2 3DÍ SL. TAL OCULUS ÝHARR OG HEIMIR KL. 5 - 8 - 10.50 KL. 5 - 8 - 10.50 KL. 5 - 8 - 10.50 KL. 3.30 - 5.45 KL. 3.30 KL. 8 - 10.20 KL. 6 - 8 - 10 -H.S., MBL -B.O., DV SPIDERMAN 2 5, 8, 10, 10:50 POWER RIO 2D 5 A HAUNTED HOUSE 2 8, 11 HARRY OG HEIMIR 5, 7, 9 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Þekkt andlit á frumsýningunni Leikritið Eldraunin var frumsýnt um helgina í Þjóðleikhúsinu og voru mörg kunnugleg andlit mætt á svæðið. LEIKKONAN OG LEIKSTJÓRINN Birna Hafstein og Rúnar Guðbrandsson áttu ekki í vandræðum með að stilla sér upp fyrir ljósmyndara Fréttablaðsins. TVÆR FLOTTAR Sigrún Halla Halldórsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir voru glæsilegar að vanda. FÁGUÐ OG FLOTT Stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson og eiginkona hans, Sigurjóna Sverrisdóttir létu sig ekki vanta í Þjóðleikhúsið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SÆL Á SVIP Guðrún Sesselja Arnardóttir og Jóhann Sigurðarson nutu sín í botn. TVEIR HRESSIR Ari Matthíasson og Benedikt Erlingsson skemmtu sér konunglega. GLÆSILEG Alexía Björg Jóhannesdóttir og Guðmundur Steingrímsson voru svo sannarlega mætt á frumsýninguna. SÆT SAMAN Sigrún Eyjólfsdóttir og þingmaðurinn Árni Páll Árnason áttu góða stund í Þjóðleikhúsinu. Bandaríski leikarinn og hjarta- knúsarinn George Clooney fór á skeljarnar fyrir skömmu, ef marka má erlenda miðla. Sam- kvæmt People Magazine hefur hann trúlofast breska lögfræð- ingnum Amal Alamuddin. Clooney, sem er 52 ára gamall hefur löngum verið þekktur fyrir að vera einn heitasti piparsveinn heimsins en hann og Alamuddin sem er 36 ára gömul byrjuðu að stinga saman nefjum í október- mánuði. Til þeirra sást á veitingastað í Los Angeles fyrir skömmu og samkvæmt erlendum miðlum bar Alamuddin þar stærðarinnar hring á fingri. Clooney hefur einu sinni gengið í það heilaga, en eftir að hann skildi árið 1993 hefur hann verið einn vin- sælasti piparsveinn heims. George Clooney kemur á óvart GEORGE CLOONEY Ég fór í afmælisveislu á dögunum og varð mér til háborinnar skammar. Ég get varla hugsað um það sem gerðist öðru- vísi en að maginn fari á hvolf, svo hrylli- lega aulalegt var það. Einn veislugesta var hinn skeleggi og skeggjaði þingmaður, Guðmundur Steingrímsson, og gaf hann sig á tal við mig. Ég hef aldrei hitt hann áður, og eftir samskipti okkar í veisl- unni vill hann eflaust aldrei hitta mig aftur. Það var nefnilega þannig að í örskamma stund, eftir tvo eða þrjá bjóra, ákvað heilinn minn, algjörlega að eigin frumkvæði, að Guðmundur og Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi væru einn og sami maðurinn. TIL að gera langa sögu stutta þá greip Guðmundur mig glóð- volgan við að kalla sig Dag og ég átti aldrei möguleika á að ljúga mig út úr þessu. Ég reyndi að vísu, en tilraunin var aumkunarverð. „Ekki reyna þetta. Þú ert búinn að klúðra þessu,“ sagði þing- maðurinn glottandi og sneri sér að viðmælendum sem meira vit var í. Skömmin var óbærileg og ég fann hvernig andlit mitt snögghitnaði. ÉG á mér litlar málsbætur. Ég hef að vísu ekki verið fréttamaður nema í eitt og hálft ár en ég hef talað við bæði Guðmund og Dag í síma með reglulegu millibili vegna vinnunnar. Og þrátt fyrir að vera enginn stjórnmálafræðingur þá þekki ég núorðið flesta þingmenn og borgarfull- trúa með nafni. Ég veit meira að segja muninn á vinstri og hægri. Nokkuð gott bara. ÆTLI ég neyðist ekki til að skella skuld- inni á barnslega afstöðu mína til stjórn- mála. Það skiptir mig engu máli hvaða flokkum fólk tilheyrir, ég skipti því bara í tvær fylkingar. Annars vegar eru það „góðir“ og hins vegar „vondir“. Það vill svo til að Guðmundur og Dagur eru báðir góðir þó þeir séu ekki í sama flokkn- um. Reyndar eru bæði góðir og vondir í hverjum einasta flokki. Því spyr ég: Er ekki kominn tími á að leggja niður alla flokka og kjósa þess í stað á milli góðra og vondra? Það myndi allavega einfalda málin í maí. Örlagaríkur Dagur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.