Fréttablaðið - 28.04.2014, Page 42

Fréttablaðið - 28.04.2014, Page 42
28. apríl 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | ALTO LIDO MADEIRA Tvíbýli með hliðarsjávarsýn og morgunverði. 8 nætur frá 149.900 kr. á mann miðað við tvo fullorðna dagana 22.–30. apríl. Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 535 4000 www.uu.is OLYMPIC PARK Tvíbýli með hálfu fæði. 7 nætur á 95.500 kr. á mann miðað við tvo fullorðna og tvö börn dagana 4.–11. júlí. XAINE PARK Tvíbýli með hálfu fæði. 7 nætur á 85.900 kr. á mann miðað við tvo fullorðna og tvö börn dagana 16.–23. júní. 24 tíma tilboðgildir frá hádegi 28. apríl BLAK „Þetta var magnað og alveg ólýsanlegt,“ segir Elsa Sæný Val- geirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, sem fagnaði þriðja Íslands- meistaratitlinum í röð eftir sigur á Stjörnunni í oddaleik, 3-0, á heima- velli sínum í Fagralundi í Kópa- vogi. HK-liðið upplifði hálfpartinn að vinna leikinn tvisvar því þegar það hélt sig hafa skorað sigurstigið dæmdi dómarinn Stjörnunni í hag og þurftu HK-menn að ná áttum aftur og koma sér niður á jörðina hið snarasta. „Þetta var alveg ótrúlegt. Það var eins og kippt væri undan manni fótunum en strákarnir sýndu ótrúlega sterkan karakter. Ég tók leikhlé eftir úrskurð dóm- arans og sá það í augum strákanna að þetta myndi ekki slá okkur út af laginu. Þetta var alveg hryllilegt samt. Spennan var rosaleg,“ segir Elsa Sæný. Eftir fjóra rafmagnaða leiki var HK-liðið einfaldlega sterkara í oddaleiknum. „Við mættum mjög ákveðin til leiks og settum tóninn í fyrstu hrinu. Allar hrinurnar voru rosalega spennandi eins og einvíg- ið er búið að vera en móttökur og uppgjafir voru góðar hjá okkur.“ Tvær þrennur Elsa Sæný, sem sjálf er marg- reyndur leikmaður og meistari, tók þá ákvörðun fyrir tveimur árum að þjálfa karlalið HK sem þá var ríkjandi Íslandsmeistari. Geng- ið gæti ekki mögulega verið betra því hún er búin að vinna þrenn- una (deildarbikarinn, bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn) bæði árin með liðið. „Þetta er búið að ganga eins og í ævintýri og nú fengum við bikar- inn til eignar. Hann er bara okkar,“ segir Elsa Sæný sem hugsaði sig tvisvar um áður en hún tók að þjálfa karlalið en slíkt er ekki algengt hér á landi frekar en annars staðar. „Að taka starfið var ekkert það fyrsta sem mér datt í hug þegar mér bauðst það. Ég bjóst við að þetta yrði erfitt og ég myndi upp- lifa eitthvað mótlæti en mér var strax tekið rosalega vel. Þetta getur auðvitað verið svolítið skrít- ið en núna held ég að ég gæti ekki þjálfað stelpur. Með strákana get ég bara sagt hlutina hreint út og þarf ekkert að fara í kringum hlut- ina. Það hentar mér mjög vel. Svo fæ ég rosalega mikinn stuðning frá HK sem er frábært,“ segir hún. Ekki í frí strax Árangur karlaliðs HK í ár er merkilegur í ljósi þeirrar uppbygg- ingar sem Elsa Sæný þurfti að gera á liðinu eftir síðasta tímabili. „Ég missti nánast allt byrjunar- liðið frá því í fyrra. En sem betur fer eigum við mikið af ungum og efnilegum strákum og vonandi halda þeir áfram að koma upp,“ segir hún. Elsa fær ekki sumarfrí frá blak- inu alveg strax því hún var fyrr á árinu ráðin aðstoðarþjálfari karla- landsliðsins. „Ég er bara að fara að byrja á því verkefni núna. HK- samningurinn minn rennur út í apríl og ég veit ekki hvað verð- ur. Það er bara samið til eins árs í einu. En það taka við landsliðs- verkefni áður en maður fær smá blak-sumarfrí,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir, blakdrottningin í Fagralundi. tom@frettabladid.is Segi hlutina hreint út Elsa Sæný Valgeirsdóttir er búin að vinna þrennuna með karlalið HK í blaki á fyrstu tveimur árum sínum í þjálfun. Heldur að hún geti ekki þjálfað stelpur. DROTTNINGIN Í FAGRALUNDI Elsa Sæný Valgeirsdóttir er búin að gera HK að þreföldum meisturum tvö ár í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Liverpool hleypti miklu lífi í titilvonir Manchester City þegar liðið tapaði fyrir Chelsea, 2-0, á Anfield í 36. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær en tveimur tímum eftir að Mour- inho og lærisveinar hans höfðu tryggt sér sigurinn á Anfield vann City 2-0 sigur á Crystal Palace. Liverpool er búið að vera á ótrú- legum skriði í deildinni á árinu og var fyrir leikinn í gær búið að vinna fjórtán leiki, gera tvö jafn- tefli og tapa engum af þeim sextán sem það hafði spilað á árinu. Síð- asta liðið til að vinna Liverpool áður en það tók á þennan sprett var einmitt Chelsea sem hafði betur í leik liðanna 29. desember á síðasta ári. Fyrra mark leiksins skoraði Demba Ba eftir að Steven Gerrard hrasaði með boltann í öftustu línu. Willian skoraði það síðara eftir að hann og Torres sluppu einir í gegn frá miðju en Torres gaf Willian markið í stað þess að skora sjálfur. „Nú getum við sagst hafa unnið báða leikina gegn meisturunum. Hvort sem City eða Liverpool vinnur titilinn þá unnum við báða leikina gegn báðum liðum. Þessi lið verða meistarar þannig að við höfum engu að fagna,“ sagði José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir sigurinn á Anfield. Staðan er nú þannig í deild- inni að Liverpool er með 80 stig og á tvo leiki eftir, Chelsea er með 78 stig og á tvo leiki eftir en Manchester City er með 77 stig og á þrjá leiki eftir. Vinni Liverpool og Chelsea rest enda bæði lið með 86 stig og ræðst titillinn þá á markatölu. Sem stend- ur er City átta mörkum á undan Liverpool sem mætir Palace og Newcastle í síðustu leikjum sínum. City á eftir leiki gegn Everton, Aston Villa og West Ham. - tom Fyrsta deildartap ársins rándýrt Manchester City í fínni stöðu eft ir tap Liverpool fyrir Chelsea á Anfi eld. SJALDGÆFT Steven Gerrard gerir vana- lega ekki mikil mistök. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Íslandsmeistarar KR fögnuðu sigri í Meistarakeppni KSÍ í gær þegar þeir lögðu bikar- meistara Fram, 2-0, á gervi- grasinu í Laugardal þar sem Framarar byrja væntanlega Íslandsmótið. Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrra mark KR úr víta- spyrnu en Emil Atlason það síð- ara í seinni hálfleik. Þetta er fimmti sigur KR-inga í Meistarakeppni KSÍ. - tom Fimmti meis- tarabikar KR BIKAR Á LOFT Baldur Sigurðsson lyftir bikarnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu bikarmeist- ara Breiðabliks, 3-0, í úrslitum A-deildar Lengjubikars kvenna í gærkvöldi. Danka Podovac kom Stjörnunni í 1-0 í fyrri hálfleik og markadrottning síðasta árs, Harpa Þorsteinsdóttir, bætti við tveimur í þeim síðari. Liðin mæt- ast aftur í Meistarakeppni KSÍ á föstudag. - tom Stjörnustúlkur höfðu betur SKÍÐI Helga María Vilhjálms- dóttir, landsliðskona í alpagrein- um, hafnaði í 8. sæti á svigmóti í Hemsedal í Noregi í gær. Fyrir árangurinn fékk Helga 37,76 FIS- punkta sem er hennar þriðji besti árangur á ferlinum. Hún gerði enn betur á öðru svigmóti í Ål á laugardaginn. Þar hafnaði Helga einnig í 8. sæti og fékk fyrir það 32,42 FIS-punkta sem er hennar allra besti árangur. - tom Fæst FIS-stig SPORT | SPORT | 1. sæti ??? 2. sæti ??? 3. sæti ??? 4. sæti ??? 5. sæti ??? 8. sæti ÍBV 8. sæti Þór 8. sæti Fram 9. sæti Keflavík 10. sæti Víkingur 11. sæti Fylkir 12. sæti Fjölnir 22 Eftir vissan stöðugleika og mikinn uppgang undir stjórn Heimis Hallgrímssonar mæta Eyjamenn til leiks með nýjan þjálfara í brúnni annað árið í röð eftir að Hermann Hreiðarsson ákvað að halda ekki áfram með uppeldisklúbbinn. Þá er David James einnig farinn. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi þjálfari kvenna- landsliðsins, er tekinn við ÍBV og spreytir sig nú í fyrsta skipti í meistaraflokksþjálfun með karlmenn. Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig þessum flotta þjálfara tekst að taka skrefið yfir og hvað hann gerir með Eyjaliðið. Einn af bestu, ef ekki einfaldlega besti miðvörður deildarinnar. Af hverju hann hefur ekki fengið sanngjarnt tækifæri í atvinnumennsku skilja fáir enda verið frábær í Pepsi-deildinni í nokkur ár núna þótt kornungur sé, fæddur 1994. Eiður er eins traustur varnarmaður og þeir gerast. Góður í loftinu, sterkur í návígi, með mikinn leikskilning og fullur af baráttuvilja. Það myndu öll liðin í deildinni vilja hafa hann innan sinna raða. Abel Dhaira (Tansaníu) Jökull I. Elísabetarson (Breiðabl.) Atli Fannar Jónsson (Breiðabliki) Dominic Adams (Trínidad) Jonathan Glenn (Trínidad) FYLGSTU MEÐ ÞESSUM Abel Dhaira: Markvörðurinn öflugi er mættur aftur til Eyja. Hann fær stundum gagnrýni fyrir að fara í skógarhlaup en tölurnar tala sínu máli. Síðast þegar hann spilaði með ÍBV árið 2012 fékk ekkert lið í deildinni á sig færri mörk. Afskaplega góður markvörður. Sigurður Ragnar Eyjólfsson er 41 árs og á sínu fyrsta ári með Eyjaliðið. Hann stýrði áður kvennalandsliðinu með frábærum árangri. GENGIÐ SÍÐUSTU SEX TÍMABIL > 2008 (B-deild, 1. sæti) - 2009 (10. sæti) - 2010 (3. sæti) - 2011 (3. sæti) - 2012 (3. sæti) - 2013 (6. sæti) Íslandsmeistarar: 3 sinnum (síðast 1998) / Bikarmeistarar: 4 sinnum (síðast 1998) ➜ EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★★★ SÓKNIN ★★★★★ ÞJÁLFARINN ★★★★★ BREIDDIN ★★★★★ LIÐSTYRKURINN ★★★★★ HEFÐIN ★★★★★ ÍBV hafnar í 6. sæti ➜ Lykilmaðurinn ➜ Þjálfarinn ➜ Nýju andlitin TÖLURNAR Í FYRRA Mörk skoruð 10. sæti (1,18 í leik) Mörk á sig 5. sæti (1,27 í leik) Stig heimavelli 5. sæti (17 af 51,5%) Stig á útivelli 8. sæti (112 af 36,4%) HEFST 4. MAÍ SPÁ FRÉTTABLAÐSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.