Fréttablaðið - 28.04.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.04.2014, Blaðsíða 4
28. apríl 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Sturtusett Verð frá kr. 66.900 Gæði fara aldrei úr tísku 4.711 íslensk vegabréf voru gefin út í mars síðastliðnum. Alls voru 5.536 gefin út í mars í fyrra og hefur fjöldinn því dregist saman um 14,9% milli ára. Heimild: Þjóðskrá Íslands UMHVERFISMÁL Orkustofnun hafnar ósk um að taka upp aftur mál frá Fljótsdalshéraði um skil- mála virkjunarleyfa Kárahnjúka- og Lagarfossvirkjunar. Bæjarráð hefur falið bæjarstjóranum að óska eftir fundi með landeigend- um um stöðu málsins við fyrsta tækifæri. „Jafnframt heimilar bæjarráð bæjarstjóra, í samráði við lög- mann og bæjarráð, að kæra höfn- un Orkustofnunar á endurupp- töku málsins,“ segir í samþykkt. Héraðsbúar telja að farið sé út fyrir skilmála virkjunarleyf- anna með of miklu vatnsmagni í Lagar fljóti. - gar Funda með landeigendum: Kæra synjun Orkustofnunar LAGARFLJÓT Landskemmdir eru við Lagarfljót. HÚSNÆÐISMÁL Leiguverð á íbúðar- húsnæði hefur hækkað um að með- altali 8,2 prósent síðustu tólf mán- uði, samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Hækkunin er langt umfram 2,2 pró- senta verðbólgu síðustu tólf mánuði. Þetta má lesa úr samantekt Þjóð- skrár á leiguverði í nýjum leigu- samningum sem þinglýst var í mars síðastliðnum og samanburði við sams konar samantekt í mars í fyrra. „Okkar félagsmenn eru að finna fyrir þessum hækkunum,“ segir Jóhann Már Sigurbjörnsson, for- maður Samtaka leigjenda á Íslandi. Hann segir stjórnvöld hafa stutt við fasteignaeigendur með sérstök- um vaxtabótum frá árinu 2009 en leigjendur hafi setið eftir. „Ef leigu- verðið á að vera svona hátt áfram þurfa leigjendur að fá meiri stuðn- ing til að ná endum saman,“ segir Jóhann. Þegar leigusamningarnir eru skoðaðir eftir svæðum og stærð íbúða má sjá að hækkunin er afar misjöfn, og í einhverjum tilvikum hefur leigan lækkað. Hækkunin er mest á tveggja her- bergja íbúðum í Breiðholti. Meðal- verð á fermetra á nýjum leigusamn- ingum í mars síðastliðnum var 29 prósentum hærra en á nýjum samn- ingum í mars í fyrra. Leiguverð fyrir tveggja her- bergja íbúðir í Kópavogi hefur einn- ig hækkað verulega, um 21 prósent milli ára. Fermetraverðið í nýjum leigu- samningum er hæst á stúdíóíbúð- um í Reykjavík á milli Kringlumýr- arbrautar og Reykjanesbrautar. Á þessu svæði kostar fermetrinn um 2.274 krónur. Verðið er litlu lægra í Reykjavík vestan Kringlumýrar- brautar, 2.247 krónur. Leiguverðið er almennt hæst mið- svæðis í Reykjavík, en lækkar tals- vert því lengra sem farið er frá dýr- asta svæðinu. Jóhann segir leiguverðið orðið þannig miðsvæðis í Reykjavík að fólk sé farið að halda sig frá mið- bænum. „Verðið sem er í gangi þar er ekkert fyrir hinn venju- lega meðal jón. Menn leita frekar í úthverfin þar sem leigan er há, en þó lægri en í og við miðborgina.“ Samtök leigjenda á Íslandi gagn- rýna stjórnvöld harðlega fyrir áform um niðurfellingu á hluta höf- uðstóls fasteignalána, og segja ekki komið til móts við leigjendur. „Við köllum einfaldlega eftir því að jafnræðis sé gætt í þessum málum,“ segir Jóhann. Hann bend- ir á að margir hafi kosið að vera frekar á leigumarkaði en að kaupa fasteign í aðdraganda hrunsins þar sem þeir hafi óttast áhrif verðtrygg- ingarinnar. Nú séu þeir verðlaun- aðir sem hafi tekið áhættu, en þeir sem hafi farið varlega sitji eftir með sífellt hækkandi leiguverð. Jóhann segir einu úrræði stjórn- valda sem geti nýst leigjendum þau að safna fyrir útborgun með sér- eignarsparnaði. Til að ná að safna hámarksupphæð, 1,5 milljónum á þremur árum, þurfi mánaðarlaun- in að vera nærri 600 þúsund, og minnihluti þjóðarinnar sé með slík- ar tekjur. Hann bendir á að 1,5 milljónir hrökkvi skammt við kaup á íbúð. Reikna megi með því að þurfa að eiga rúmar fjórar milljónir til að kaupa tveggja herbergja íbúð. Þá sé ekki tiltekið í frumvarpi stjórn- valda hvað verði um þann sparnað sem ekki sé hægt að nýta til fast- eignakaupa. brjann@frettabladid.is Leiguverð hækkað um 8,2% Leiguverð í nýjum samningum um leigu á íbúðarhúsnæði hefur hækkað um allt að 29 prósent á einu ári á sumum svæðum. Leigjendur þurfa meiri stuðning eigi leigan að vera áfram svona há segir talsmaður leigjenda. NOKKUR DÆMI UM BREYTINGAR Á LEIGUVERÐI Á LANDINU krónur Dæmi apríl 2013 apríl 2014 munur í prósentum 1 Tveggja herbergja 60 fermetra íbúð í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar 120.120 ➜ 134.820 12,2% 2 Þriggja herbergja 75 fermetra íbúð í Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar 105.000 ➜ 119.625 13,9% 3 Tveggja herbergja 60 fermetra íbúð í Breiðholti í Reykjavík 97.800 ➜ 125.940 28,8% 4 Fjögurra herbergja 125 fermetra íbúð í Hafnarfirði 162.750 ➜ 192.375 18,2% 5 Fimm herbergja 150 fermetra íbúð í á Vesturlandi 157.350 ➜ 145.800 7,3% krónur BREIÐHOLT Leiguverð á tveggja herbergja íbúðum í Breiðholti hefur hækkað um 29 prósent á einu ári miðað við samanburð á nýjum leigusamningum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AFGHANISTAN, AP Flóð hafa banað yfir hundrað manns í norðanverðu Afganistan. Rúmlega þúsund hafa neyðst til þess að flýja heimili sín eftir að hafa misst húsakynni, upp- skeru og búfénað. Afganski herinn hefur unnið að björgunarstarfi og hefur notað þyrl- ur og ferjur til þess að koma vistum og hjálpargögnum til fólks. Haft er eftir talsmanni almanna- varna í Afganistan að rúmlega 111 lík hafi fundist og að tuttugu manns sé enn saknað. - kóh Flóð ríða yfir í Afganistan: 111 látnir og þúsund á flótta KJARADEILUR Fullskipaðar samn- inganefndir Félags flugmála- starfsmanna ríkisins (FFR) og Samtaka atvinnulífsins(SA) hitt- ast hjá Ríkissáttasemjara í dag. Boðað verkfall flugvallar- starfsmanna hefst á miðvikudag hafi ekki samist fyrir þann tíma eða lög verið sett á verkfall. Síðdegis í gær hittust forystu- menn SA og FFR á stuttum fundi. Á honum var ákveðið að halda viðræðum áfram í dag og reyna til þrautar að ná samkomulagi. - jme Reynt að afstýra verkfalli: Styttist í boðað verkfall FFR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá SVALT N- OG NA-TIL Það léttir til norðanlands í dag en þykknar upp sunnan- og suðvestantil með stöku skúrum. Á morgun verður fremur skýjað vestantil en annars bjart með köflum. Áfram verður fremur kalt á norðan- og norðaustanverðu landinu. 2° 5 m/s 5° 3 m/s 8° 2 m/s 6° 9 m/s Hæg breytileg átt en strekk- ingur syðst. Yfi rleitt hæg A-átt en hvass- ara við S- ströndina. Gildistími korta er um hádegi 17° 31° 21° 14° 17° 18° 12° 15° 15° 23° 16° 23° 24° 20° 14° 21° 18° 18° 4° 4 m/s 3° 9 m/s 1° 5 m/s -1° 5 m/s 3° 3 m/s 4° 3 m/s 1° 2 m/s 5° 5° 3° 1° 4° 3° 1° -2° 3° -2° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MIÐVIKUDAGUR Á MORGUN LÝÐHEILSA Andleg líðan Íslend- inga hefur versnað frá hruni, þá helst með auknu þunglyndi og streitu. Þetta kemur fram í dokt- orsritgerð Christophers Bruce McClure við læknadeild Háskóla Íslands. Hann ver ritgerðina á morgun, en hún nefnist „And- leg líðan og heilsutengd hegðun í kjölfar efnahagsþrenginga – Áhrif á Ísland“. Markmið rannsóknarinnar var að grannskoða áhrif efna- hagshrunsins á andlega líðan og heilsutengda hegðun. Einnig komu fram breyting- ar á tannheilsu og algengi reyk- inga. Mac Clure segir það lík- legt að fólk sé nú duglegra að bursta tennurn- ar og nota tannþráð vegna þess hve kostnaðarsamt það sé að fara til tannlæknis. Þá benda niðurstöðurnar til þess að efnahagshrunið 2008 hafi haft sérlega slæm áhrif á streitu kvenna. McClure segir ástæðu fyrir því kunna að vera að konur séu bæði á vinnumark- aði og sjái að miklu leyti um upp- eldi og umsjón barna. Það sé sam- bærilegt því að sinna tveimur störfum. Samanlagt hefur slíkt vinnuálag ásamt auknum fjár- hagsvandkvæðum sökum hruns- ins mjög líklega talsverð áhrif til aukinnar streitu. - kóh Streita og þunglyndi hafa aukist í kjölfar efnahagshrunsins fyrir sex árum: Minna reykt og betur burstað CHRISTOPHER B. MCCLURE

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.