Fréttablaðið - 28.04.2014, Side 11

Fréttablaðið - 28.04.2014, Side 11
MÁNUDAGUR 28. apríl 2014 | FRÉTTIR | 11 HVAR ER BARNIÐ ÞITT? VIÐSKIPTI Greiningardeild Arion banka gaf fyrir helgi út leiðréttingu á virðismati sínu á fyrirtækinu N1. Í fyrstu greiningu Arion er virði hvers hlut- ar fyrir sig metið á 17,90 krónur, en í leiðrétt- ingu greiningardeildarinnar er hluturinn met- inn á 16,20 krónur. Það sem kom helst á óvart við leiðréttingu greiningardeildar var að fyrri ráðgjö, þar sem fjárfestum var ráðlagt að bæta við hlut sinn í félaginu, var snúið við. Með leiðréttingunni eru fjárfestar hvattir til að draga úr hlut sínum í félaginu. Þegar mark- aðurinn lokaði eftir síðasta viðskiptadag seld- ist hluturinn á 17,85 krónur, sem er rúmlega 0,85 prósenta lækkun eftir daginn. Leiðréttingarinnar var þörf þar sem í fyrstu skýrslu greiningardeildar Arion banka hafði gleymst að draga rúmlega 1,6 milljarða króna arðgreiðslu frá lausu fé N1. Því var virði eigin fjár lækkað úr 17.899 milljörðum króna í 16.249 milljarða. Forstöðumaður greiningardeildar vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði sam- band fyrir helgi. Í leiðréttu verðmati greining- ardeildarinnar er hins vegar beðist velvirð- ingar á mistökum sem gerð hafi verið í fyrri greiningu deildarinnar. - kóh Greiningardeild leiðrétti mistök í verðmatsskýrslu og sneri við ráðleggingu sinni til fjárfesta: Verðmat Arion banka á N1 reyndist of hátt ARION BANKI Greiningardeild bankans sendi frá sér leiðréttingu á fyrra virðismati sínu í gær. Leiðréttingin hafði smávægileg áhrif á markaðinn, en bréf N1 lækk- uðu um rúma prósentu yfir daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SVÍÞJÓÐ Karlmaður á sjötugsaldri, sem sat í sænsku fangelsi í níu ár fyrir að hafa nauðgað dóttur sinni, hefur nú verið fundinn sýkn saka. Dóttirin hélt því fram að faðir hennar hefði nauðgað henni allt að 200 sinnum frá árinu 1983 þegar hún var níu ára til ársins 1990. Hann neitaði sök. Árið 2007 fór dóttirin að greina frá meintu ofbeldi annarra sem lögregla dró í efa. Saksóknari í Svíþjóð segir ekki nægilegar sannanir fyrir sekt föð- urins. Hann var látinn laus 2012 eftir að hafa afplánað níu ár af fjórtán ára fangelsisdómi. - ibs Var sakaður um nauðgun: Sýknaður eftir 9 ár í fangelsi VIÐSKIPTI Eftir að sjávarútvegs- fyrirtækið HB Grandi hf. var flutt af First North-markaði á aðalmark- að Kauphallarinnar á föstudag lækkaði gengi hlutabréfa félagsins um 10,65 prósent, miðað við síðasta viðskiptagengi á First North. Gengi hlutabréfa félagsins end- aði í 27,9 krónum á hlut, rúmum 20 aurum yfir útboðsgengi þar sem Arion banki og Vogun hf. seldu 27 prósent félagsins á 27,7 krónur. Það er hækkun upp á 0,7 prósent. Velta viðskipta með bréf HB Granda nam rúmlega hálfum millj- arði króna. Stærstu hluthafar fyrirtækis- ins eru Vogun hf., Arion Banki og Hampiðjan en samanlagt eiga þessi fyrirtæki rúm 54,4 prósent í félaginu. - kóh Bréfin lækkuðu um 10,65%: Velta var hálfur milljarður króna BJÖLLUNNI HRINGT Vilhjálmur Vil- hjálmsson, forstjóri HB Granda, hringdi fyrirtækið inn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SVÍÞJÓÐ Hægt var að bjarga konu sem festist í mýri í skógi við Lesjö- fors í Svíþjóð síðdegis síðasta fimmtudag vegna myndar sem hún hafði sett af sér í skógarferðinni á Facebook. Konan, sem var í heim- sókn á staðnum, villtist og hringdi í lögreglu. Um leið og hún festist í mýrinni rofnaði símasambandið. Af myndinni sem konan hafði sett á Facebook var hægt að þekkja staðinn og bjarga konunni sem hafði sokkið í mýrina upp að mitti. - ibs Villtist í skógarferð í Svíþjóð: Föst í mýri en fésbók bjargaði LANDHELGISGÆSLAN Slasaðist á ökkla Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mann á sextugsaldri af Laugarnípu í Esju á Reykjavíkurflugvöll skömmu eftir hádegi í gær. Hann hafði slasast á ökkla og gat ekki gengið. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl frá flugvellinum á sjúkrahús til aðhlynningar. Þyrlan var á heimleið úr æfingaflugi þegar beiðni baðst um aðstoð. Stýrið bilaði við Sandgerði Skipstjóri á sjö tonna báti hafði sam- band við Gæsluna laust fyrir hálftvö og bað um aðstoð þar sem stýri bátsins hafði bilað rétt utan við innsiglinguna í Sandgerði. Þar hafði hann varpað út akkeri. „Haft var samband við bát sem var í um tveggja sjómílna fjarlægð,og var hann fenginn til að draga hinn bilaða bát til hafnar,“ segir í tilkynn- ingu Landhelgisgæslunnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.