Fréttablaðið - 28.04.2014, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 28. apríl 2014 | LÍFIÐ | 21
BEINSKIPTUR FRÁ 4.490.000 KR.
SJÁLFSKIPTUR FRÁ 4.790.000 KR.
Mazda6 eru bestu kaupin í sínum flokki samkvæmt ritdómi Morgunblaðsins. Það ætti engan að undra því Mazda6 sameinar
glæsilega hönnun, framúrskarandi akstursánægju og ótrúlega sparneytni. SKYACTIV spartækni Mazda skapar fádæma sparneytni fyrir
stóran fjölskyldubíl. Þar sameinast ný vélar- og sjálfskiptitækni ásamt léttum en ofursterkum málmum sem létta bílinn.
Eldsneytisnotkun SKYACTIV vélanna með sjálfskiptingu er einungis 4,8 l/100 km fyrir dísilvél og 6,0 l/100 km fyrir bensínvél.
MAZDA. DEFY CONVENTION.
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is
Vissir þú að Mazda6 hefur þennan staðalbúnað?
Snjallhemlunarkerfi (Smart City Break Support), blindpunktsaðvörunarkerfi (Rear Vehicle Monitoring), i-stop spartækni, Bluetooth síma- og tónhlöðutengi,
17” álfelgur, nálægðarskynjara, upplýsingasnertiskjá í mælaborði, hraðastilli (cruise) og regnskynjara í framrúðu. Komdu í reynsluakstur og gerðu samanburð.
Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
FRJÁLSI
LÍFEYRISSJÓÐURINN
Ársfundur
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn
á morgun, 29. apríl kl. 17.15, í höfuðstöðvum
Arion banka, Borgartúni 19.
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar
2. Kynning ársreiknings
3. Tryggingafræðileg athugun
4. Fjárfestingarstefna sjóðsins
5. Kosning stjórnar og varamanna
6. Kjör endurskoðanda
7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
8. Laun stjórnarmanna
9. Önnur mál
Á fundinum verður kosið um tvo stjórnarmenn til tveggja
ára og tvo varamenn til eins árs. Tillögur um breytingar á
samþykktum sjóðsins má nálgast á frjalsilif.is.
Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn.
Á sumardaginn fyrsta fóru fram
tökur á nýju vídeóverki Snorra
Ásmundssonar, „Hatikva“.
„Tökur tókust glimrandi vel en
ég var með eintóma snillinga með
mér í öllum hlutverkum. Ég fékk
tildæmis Birgi Gíslason sem hefur
áður verið með í gjörningi með mér
og vin hans, Björgvin, til að leika
rétttrúnaðargyðinga,“ segir Snorri,
en Birgir hefur starfað mikið með
Snorra. „Svo kemur Auður Ómars-
dóttir fram í gervi múslima og
Rebekka Moran í gervi kúreka-
stelpu. Svo er Árni Grétar íklæddur
leðurfrakka og með Davíðsstjörn-
una um arminn,“ segir Snorri um
verkið.
Hatikva er nafn á þjóðsöng Ísra-
els. „Ég syng dansútgáfu af laginu á
hebresku í gervi Dönu International
sem vann Eurovision-keppnina 1998
fyrir hönd Ísraels,“ útskýrir Snorri.
Marteinn Thorsson sá um mynda-
töku og tónlistina útsetti Árni
Grétar, betur þekktur sem Future-
grapher. „Ég er búinn að vera með
þetta verk í maganum í tvö ár svo
það varð spennufall þegar ég lauk
því loksins í gær. Ég frumsýni verk-
ið í lok maí í 21der Haus, nútíma-
listasafni Vínarborgar,“ segir
Snorri jafnframt, en hann fékk
styrk úr Myndlistarsjóði fyrir verk-
inu.
Enn hafa ekki verið ákveðn-
ar sýningar á verkinu hér á landi.
„Verkið hefur þegar vakið umtal
og áhugi er víða og verður tónlist-
in meðal annars gefin út á vinýl í
Belgíu. En ég tek fulla ábyrgð á
þessu verki og geri mér grein fyrir
að það á eftir að hreyfa við mörgum
enda má sjá ádeilu í því þótt gleðin
ráði ríkjum.“
olof@frettabladid.is
Gyðingar og
dragdrottning
Snorri Ásmundsson syngur dansútgáfu af þjóðsöng
Ísraela á hebresku í nýju vídjóverki.
TEKUR FULLA
ÁBYRGÐ Á
VERKINU Snorri
segir ádeilu í
verkinu, en segir
þó gleðina ráða
ríkjum.
MYND/SPESSI