Fréttablaðið - 28.04.2014, Síða 6

Fréttablaðið - 28.04.2014, Síða 6
28. apríl 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 HÁTÍÐNI- VIÐSKIPTI Á VERÐBRÉFA- MARKAÐI Jim McTague heldur fyrirlestur í Öskju, N-132 þriðjudaginn 29. apríl. kl.12-13:30 Hann mun fjalla um forrituð viðskipti á verðbréfamörkuðum þar sem mannshöndin kemur hvergi nærri. Hvernig leiknum verðbréfamiðlurum tókst að gera verðbréfamarkaði að spilavítum án þess að eftirlitsaðilar gætu rönd við reist. Jim Mc Tague hefur starfað við blaðamennsku frá 1972 og er nú ritstjóri fjármálaritsins BARON. Hann fjallar einkum um afskipti forsetans og þingsins í Bandaríkjunum af fjármálamarkaðnum. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir! BYGGÐAMÁL Siglfirðingum hefur fjölgað eftir opnun Héðinsfjarðar- ganga og byggðafesta hefur aukist í Fjallabyggð, Þetta kemur fram í rannsókn þeirra Þórodds Bjarna- sonar og Kjartans Ólafssonar, félagsfræðinga við Háskólann á Akureyri. Rannsóknin er liður í stærri rannsókn á samfélagsleg- um áhrifum Héðinsfjarðarganga á mannlíf á norðanverðum Trölla- skaga. Áður en göngin voru opnuð vöruðu sömu höfundar við því að vegna óhagstæðrar samsetningar mannfjöldans gæti íbúum fækkað áfram um langan tíma eftir göng, þótt flutningsjöfnuður yrði stöð- ugur. Fólksfækkun á sér stað á Ólafsfirði en fólksfjölgun á Siglu- firði vegur upp á móti fækkuninni þar og Fjallabyggð í heild stendur ágætlega. „Þessar niður- stöður eru tals- vert jákvæðari en við bjuggumst við. Innlendar og erlendar rann- sóknir hafa sýnt að samgöngu- bætur sem bæta lífskjör íbúanna umtalsvert leiða ekki alltaf til fólksfjölgunar. Sam- setning mannfjöldans í Fjalla- byggð var orðin afar óhagstæð eftir áratuga fólksfækkun og óvíst að ný tækifæri dygðu til að draga nægilega margt nýtt fólk til byggð- arlagsins,“ segir Þóroddur. „Jafnvel þótt jafnvægi næðist í fólksflutningum hefði hátt hlut- fall eldri borgara og lágt hlut- fall fólks á barneignaraldri að óbreyttu leitt til mikillar fólks- fækkunar. Það hefur gengið eftir í Ólafsfirði en á Siglufirði hefur fækkun skráðra íbúa stöðvast og talsvert fleiri dvelja þar í raun en áður. Það skýrist að stórum hluta af aukinni byggðafestu fólks milli tvítugs og fertugs, sérstaklega meðal yngri kvenna,“ bætir Þór- oddur við. Ólafsfjörður stendur ekki jafn vel og Siglufjörður. Kemur fram í rannsókninni að uppbygging í ferðaþjónustu hafi verið mikil á Siglufirði en lítil sem engin í Ólafsfirði. Einnig velta höfundar upp þeim möguleika að ávinning- ur Siglfirðinga að tengjast Eyja- firði hafi verið meiri en ávinn- ingur Ólafsfjarðar að tengjast Siglufirði einum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að Héðinsfjarð- argöngin hafi skilað árangri til skemmri tíma. Nauðsynlegt sé þó að fylgjast með lengur og gera langtímarannsókn eftir um tvo áratugi til að meta lýðfræðileg áhrif ganganna. sveinn@frettabladid.is Í HÉÐINSFJARÐARGÖNGUM Vísbendingar eru um að Héðinsfjarðargöng hafi jákvæð áhrif á byggðaþróun á norðanverðum Tröllaskaga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÞÓRODDUR BJARNASSON Sjá skýr merki um já- kvæða byggðaþróun Út er komin grein fræðimanna við Háskólann á Akureyri byggð á rannsókn um íbúaþróun í Fjallabyggð eftir opnun Héðinsfjarðarganga. Siglfirðingum fjölgar aftur, börn fleiri á leikskólaaldri og viðhorf íbúa til áframhaldandi búsetu jákvæð. 1. Hvað kostar róðukrossinn, sem er til sölu í Safnaramiðstöðinni? 2. Frá hvaða bæjarfélagi koma ungling- arnir, sem kynntu svokallaða Vinaviku í höfuðborginni um helgina? 3. Morðmál hvaða manns, rannsakar leik- hópurinn Kriðpleir um þessar mundir? SVÖR VEISTU SVARIÐ? 1. 4,8 milljónir króna. 2. Frá Vopnafi rði. 3. Mál Jóns Hreggviðssonar. SKIPULAG „Það er óvissa um hvort að Reykjavíkurborg sé að fara að skipulagslögum,“ segir Júlíus Vífill Ingv- arsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna. Þar á hann við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs um skipulags- og matslýsingar fyrir hverfaskipulag í Reykjavík. Júlíus Vífill segir að í skipulagslögum frá 2010 sé opnað á nýja leið varðandi hverfisskipulag, sú leið hafi ekki verið farin fyrr en nú. „Það er þó undantekningarregla og mér sýnist gengið á skjön við það sem löggjafinn lagði upp með,“ segir Júlíus Vífill og bætir við að það sé verið að skapa réttaróvissu með þeim hugmyndum að uppbyggingu og þétt- ingu byggðar sem settar eru fram í gömlum og grónum hverfum borgar- innar. „Það má segja að þetta sé forsjár- hyggja. Það er verið að skipuleggja borgina á allt annan hátt og í allt aðrar áttir en fólk kærir sig um. Það er verið að leggja til að byggt verði á reitum sem enginn hafði áður hugmynd um að ætti að byggja á,“ segir Júl- íus Vífill. Þá sé víða í borginni gengið mjög langt með þéttingu byggðar. Til dæmis í vesturbæ Reykjavíkur. Þar sé lögð til uppbygging á lóðum fjölbýlishúsa án þess að þeir sem eiga hagsmuna að gæta hafi minnstu hugmynd um hvað stendur til. „Þetta er ótrúlegur yfir- gangur,“ segir Júlíus Vífill. - jme Borgarfulltrúi segir að hugmyndir um þéttingu byggðar ganga of langt: Þétting á skjön við skipulagslög FYRIR OG EFTIR ÞÉTTINGU Svona gæti Miklabraut litið út ef hugmyndir um þéttingu byggðar í borginni ná fram að ganga. MYND/REYKJAVÍKURBORG JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON ÚKRAÍNA, AP Úkraínskir aðskiln- aðarsinnar létu sænska majórinn Thomas Johansson lausan úr haldi í gær. Sjö evrópskum eftirlitsmönn- um er enn haldið föngnum í Slov- yansk. Ráðhús borgarinnar, sem er í austanverðri Úkraínu, hefur orðið að miðstöð aðskilnaðarsinna. Fyrr um daginn höfðu áttmenn- ingarnir komið fram opinberlega og fullyrt að komið væri fram við þá á mannúðlegan hátt. Þeir voru handteknir á þeim for- sendum að aðskilnaðarsinnar töldu þá vera njósnara Atlantshafsbanda- lagsins (NATO). Þetta hefur for- svarsmaður hópsins, Axel Schneider þvertekið fyrir, og segir þá vera erindreka Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE). Eftir blaðamannafund í gær sást til Johansson þar sem hann steig upp í bifreið ÖSE og yfirgaf Slov- yansk. Í frétt BBC um málið segir að forsvarsmaður aðskilnaðar- sinna hafi látið í ljós að Johansson hafi verið sleppt vegna heilsufars- ástæðna. - kóh Sjö erindrekum ÖSE enn haldið föngnum í austanverðri Úkraínu: Aðskilnaðarsinnar sleppa majór HERBÚNINGUR AÐSKILNAÐARSINNA Aðskilnaðarsinnar klæðast svörtum lambhúshettum og úlpum í felulitum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Tæplega 54 þúsund manns skrifuðu undir áskorun til Alþingis um að þjóðaratkvæða- greiðsla fari fram um áframhald viðræðna við Evrópusambandið. Söfnuninni lauk í gær. Hún hafði þá staðið í 63 daga, einn dag fyrir hvern þingmann á Alþingi. Aðstandendur söfnunarinnar segja að afhenda eigi undirskrift- irnar um mánaðamótin. Áður en þær verða afhentar þarf að ganga frá nafnalistum, keyra saman við þjóðskrá og búa til prentunar. - jme Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu: 54 þúsund skrifuðu undir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.