Fréttablaðið - 28.04.2014, Side 16

Fréttablaðið - 28.04.2014, Side 16
FÓLK|HEIMILI FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Með örlítilli fyrir-höfn má setja saman girni- lega nestiskörfu sem inniheldur það þrennt sem nauðsynlegt er í góða lautarferð; hinar sígildu samlokur, orkuríkt sætmeti og eitthvað að drekka. Þar sem veðrið hér við norðurskaut vill oft ekki lúta því sem dagatalið segir gæti þurft að klæða sig hlýlega í fyrstu lautar- ferð sumarsins, og jafnvel hafa heitt með að drekka. SAMLOKUR Veljið gott brauð í sam- lokurnar. Smyrjið aðra brauðsneiðina með sætu sinnepi en hina með majónesi eða sýrðum rjóma. Raðið síðan því sem hugurinn girnist á milli. Til dæmis er bráð- sniðugt að nota afganginn frá kvöldverði gær- dagsins, eins og kaldan kjúkling eða kjötbollur og raða tómötum, káli, osti og lauk með á milli sneiðanna. BRÚNHILDUR Kaka af einhverri sort er nauðsynleg í nestiskörf- una til að gefa orku í gönguferð eða útileiki. Dísæt brownie ætti að innihalda sæmilegan hita- einingaskammt. ¾ bollar bráðið smjör 1 ½ bolli hvítur sykur 1 ½ tsk. vanilludropar 3 egg ¾ bollar hveiti ½ bolli kakó ½ tsk. lyftiduft ½ tsk. salt Hitið ofninn í 175 gráður og smyrjið form. Blandið bráðnu smjörinu, sykri og vanillu saman í stóra skál. Hrærið eggin út í eitt í einu. Blandið saman hveiti, kakói, lyftidufti og salti í aðra skál og hellið því svo út í blauta hræruna. Jafnið deigið í mótið og bakið í 40 til 45 mínútur, eða þar til kakan byrjar að losna frá hlið- unum. Kælið á grind og skerið svo niður í hæfilega stóra bita. Pakkið inn í smjörpappír. www.allrecipes.com LÍMONAÐI Svalandi drykkur á vel við á heitum degi en þar sem snjóa hefur víða ekki leyst enn mætti þó kippa nokkrum bréfum af skyndikakói með og heitu vatni á brúsa, til vonar og vara. 1 bolli nýkreistur sítrónusafi (5 - 6 sítrónur) ½ til ¾ bolli fínn sykur 1 bolli mulinn klaki 4 bollar vatn Skellið öllu í blandara og þeytið þar til blandan er orðin mjúk. Ef hægt er að taka með poka af klökum er best að bera límonaðið fram á ís. www.foodnetwork.com LÍMONAÐI Í LAUT LAUTARFERÐ Sumarið er komið samkvæmt dagatalinu og því gaman að smyrja eitthvað ofan í körfu og halda í lautarferð með límonaði í flösku. Ef snjórinn er ekki farinn úr lautinni má skipta límonaðinu út fyrir heitt kakó. SVALADRYKKUR Ískalt límonaði á vel við á heitum dögum. Takið með heitt vatn á brúsa og skyndikakó ef kalt er í veðri. LAUTARFERÐ Sumarið er komið og þar með tími lautar- ferðanna. SAMLOKA Eitt af því sem ekki má missa sín í nestisferð- um er matarmikil samloka. ORKUBOMBA Sætmeti er nauðsynlegt að hafa með í ferðina sem orkuskot fyrir gönguferðina og útileikina. TEPPI Skynsamlegt gæti verið að taka með hlýtt ullarteppi í fyrstu lautarferð sumarsins. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 NÝTT – NÝTT 8 rétta hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.390.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga. ekki um helgar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.