Fréttablaðið - 28.04.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.04.2014, Blaðsíða 10
28. apríl 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Starfatorg.is Laus störf hjá ríkinu og upplýsingar um málefni ríkisstarfsmanna Starf Stofnun Staður Nr. á vef Sjúkraflutningamaður Heilbrigðisstofnun Fjallabyggð Fjallabyggð 201404/278 Framhaldsskólakennarar Menntaskólinn á Egilsstöðum Egilsstaðir 201404/277 Framhaldsskólakennarar Fjölbrautaskóli Snæfellinga Grundarfjörður 201404/276 Upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnun Reykjavík 201404/275 Framhaldsskólakennarar Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Mosfellsbær 201404/274 Sérfræðingur í reikningshaldi Seðlabanki Íslands Reykjavík 201404/273 Forðafræðingur Íslenskar orkurannsóknir Rkv./Akureyri 201404/272 Varðstjóri Lögreglustjórinn á Akureyri Akureyri 201404/271 Sérfræðingur í upplýsingatækni Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær 201404/270 Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður Bráðamóttaka LSH Fossvogi Reykjavík 201404/269 Sumarafl. sjúkraliða við heimahj. Heilsugæslan í Hamraborg Kópavogur 201404/268 Ljósmóðir Heilbrigðisstofnun Austurlands Neskaupst. 201404/267 Kennari á starfsbraut Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranes 201404/266 Kennari í rafvirkjun Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranes 201404/265 Starfsmaður í eldhús Sólvangur, hjúkrunarheimili Hafnarfjörður 201404/264 Sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti Fjármálaeftirlitið Reykjavík 201404/263 Lögfræðingur í neytendaþjónustu Fjármálaeftirlitið Reykjavík 201404/262 Lögreglumaður Lögreglustjórinn á Eskifirði Nesk./Höfn 201404/261 Lögreglumenn/ ranns.lögreglumaður Lögreglustjórinn á Selfossi Selfoss 201404/260 Heilsugæslulæknir Heilsugæslan í Árbæ Reykjavík 201404/259 NÁTTÚRA Þjóðgarðsvörður telur að stíga þurfi frekari skref til verndar urriðanum í Þingvallavatni, reynist upplýsing- ar um stórfellt urriðadráp á stöng og í net á rökum reistar. Formaður Veiðifélags Þingvallavatns telur netaveiði ekki áhyggjuefni enda séu netabændur fyrst og síðast að eltast við bleikju. Enn eitt vorið hafa risið heitar umræður um veiðimenningu við Þingvallavatn, sér- staklega á samfélagsmiðlum, eftir fréttir og myndbirtingar af dauðum stórurriða með þeim orðum að „bátsfylli“ af urriða hafi fengist í einni veiðiferð á Þingvalla- vatni fyrir nokkrum dögum. Þingvallanefnd samþykkti tillögu þjóðgarðs varðar um breyttar veiðireglur í Þingvallavatni innan þjóðgarðsins 6. mars. Veiðitíminn hófst 20. apríl en til 31. maí er einungis leyft að veiða með flugu og öllum urriða skal sleppt á þessu tímabili í landi þjóðgarðsins. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að tillagan hafi verið lögð fram til að bæta veiðimenningu við Þingvalla- vatn og styrkja urriðastofninn. Þegar eru 15 veiðiverðir að störfum við vatnið, auk þess sem Þingvallanefnd mun verja allt að einni milljón króna til veiðivörslu, en Ólafur taldi sér- staka ástæðu til að grafast fyrir um hvort nýsettar reglur hafi verið brotnar í því tilviki sem fyrr er nefnt. Spurður sérstaklega um netaveiði á urriða segist Ólafur Örn hafa heyrt sögur af urriðaveiði í net og að sumar þeirra valdi áhyggjum. „Ég geri hins vegar mikinn greinarmun á því hvernig menn standa að slíkri veiði. Það eru bændur við vatnið sem hafa stundað mjög hóflegar veiðar. En ef sögur eiga sér stoð í raunveruleikanum þá er allt annað uppi á ten- ingnum,“ segir Ólafur og telur að hlusta megi á það sjónarmið að kaupa upp silungsnetin í vatninu af bændum, ef um er að ræða stórfellda veiði á stofni sem verið er að reyna að vernda með reglum um að veiða og sleppa fiski. svavar@frettabladid.is Mögulegt að bregðast við urriða- drápi með því að kaupa upp net Verði sannað að urriði í Þingvallavatni sé drepinn í stórum stíl á stöng og í net þarf að taka á því, segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðs- vörður. Jóhannes Sveinbjörnsson, formaður Veiðifélags Þingvallavatns segir netaveiði bænda ábyrga og beinast fyrst og síðast að bleikju. ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON Jóhannes Sveinbjörnsson, formaður Veiðifélags Þingvalla- vatns og bóndi að Heiðarbæ I, dregur sögusagnir af urriða- veiði í net stórlega í efa, enda hafi bændur lítinn áhuga á að drepa urriðann, sem á vorin er í slöku ásigkomulagi og ekki hægt að selja sem mat. Netaveiði sé jafnframt mun minni er áður var, og aðeins frá þremur til fjórum jörðum. „Við teljum netaveiði vera jafn merkilega og aðra veiði. Í okkar tilfelli er um bleikjuveiði að ræða fyrst og síðast, en auðvitað slæðist einn og einn urriði í netin, eins og gengur. Auðvitað þola stofnarnir aðeins vissa veiði og það vill enginn ganga á þá,“ segir Jóhannes. Netaveiddur silungur er seldur til fastra viðskiptavina en einnig til hótela og veitingahúsa, að sögn Jóhannesar. Krafti verður aftur hleypt í Veiðifélag Þingvallavatns í vor. Jóhannes segir að þar verði veiðimenning við vatnið rædd, til dæmis nýtingaráætlun sem sé lögbundin og ekki til staðar. Á það hefur verið bent að án hennar er veiðin í vatninu ólögleg í harðasta skilningi laganna. „Það er flott sport að veiða einn og einn urriða, og ég legg ekkert mat á það hvort menn eigi að sleppa veiddum fiski eða ekki,“ segir Jóhannes. „Það er búið að draga þá línu fyrir land þjóðgarðsins og það er þeirra ákvörðun. Sú ákvörðun gildir hins vegar ekki fyrir allt vatnið því veiðiréttarhafarnir eru margir og misjafnir. Hugmyndir um samræmdar reglur fyrir allt vatnið eftir hugmyndafræði Þingvallanefndar á alveg eftir að ræða, eins og svo margt annað,“ segir Jóhannes. ÞINGVALLAURRIÐI Tekinn að braggast eftir að hafa verið í útrýmingar- hættu í langan tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DREGUR Í EFA SÖGUR AF DRÁPI Í NET STJÓRNMÁL Alþingi kemur saman til fundar að loknu páskaleyfi í dag. Þingfundur hefst með óundir- búnum fyrirspurnum og fyrirspurn- um. Að þeim loknum eru þrjú mál á dagskrá þingsins; breytingar á viðauka vegna EES-samningsins, samningar milli Íslands og Fær- eyja um fiskveiðar og þriðja mál á dagskrá er staðfesting samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldar- stofninum. Nú eru átta þingfundardagar eftir þangað til hlé verður gert á fundum Alþingis 16. maí næstkomandi og mikið ógert enn þá. Í fastanefndum þingsins eru 107 mál, stór og smá, til umfjöllunar. Þá á eftir að taka fyrstu umræðu um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld en að henni lokinni fer veiðigjaldafrumvarpið til nefndar. Þingið á líka eftir að ljúka umfjöllun um nokkur stór mál, svo sem skuldaleiðréttingar og um þingsályktunartillögu utanríkisráð- herra um slit á viðræðum við Evr- ópusambandið. - jme Átta þingfundardagar eftir fyrir sumarfrí þingmanna: Stóru málin óafgreidd SUMARFRÍ Verði ekki breytingar á dagskrá Alþingis eru einungis átta þingfundar- dagar eftir fyrir sumarfrí. Stóru málin bíða afgreiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.