Fréttablaðið - 28.04.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.04.2014, Blaðsíða 2
28. apríl 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SKIPULAGSMÁL „Það er talað um að sækja fram í alls konar ferðaþjón- ustu en þegar menn eru með góðar hugmyndir þá ganga þeir bara á veggi,“ segir Guðmundur R. Lúð- víksson, sem skikkaður hefur verið til að fjarlægja póstkassa jólasvein- anna úr göngugötunni á Akureyri. Guðmundur setti póstkassa jóla- sveinanna upp á göngugötunni fyrir ári. Sams konar póstkassi er við Litlu jólabúðina á Laugavegi og kassi var einnig í stuttan tíma í Leifsstöð. Póstkassarnir virka þannig að keypt eru sérstök kort á um 1.500 krónur sem fyllt eru út með nöfn- um barna og óskum til jólasveins- ins og síðan sett í póstkassana. Guðmundur segir sig og eiginkonu sína síðan svara hverju bréfi sam- viskulega og láta litla gjöf frá jóla- sveininum fylgja. „Við fengum á þriðja þúsund bréf í fyrra. Að lesa þau er alveg ótrú- legt. Fólk hrósar landinu mikið og er að opna sig algerlega fyrir jóla- sveininum. Það segir frá ástar- ævintýrum og skilnuðum. Ein missti manninn sinn en ákvað samt að koma til Íslands og bað um bréf frá jólasveininum. Þetta er alveg magnað og hugmyndin var að geyma bréfin fyrir bók seinna meir,“ segir Guðmundur. Skipulagsnefnd Akureyrar hefur nú hafnað ósk Guðmundar um áframhaldandi leyfi fyrir póstkassa jólasveinanna í göngu- götunni. „Skipulagsnefnd telur frágangi og umsjón póstkass- ans ábótavant,“ segir í afgreiðslu nefndarinnar, sem gefur Guðmundi frest til 1. maí til að fjarlægja kass- ann. Guðmundur segir þetta koma sér spánskt fyrir sjónir. Hann hafi aldrei fengið athugasemdir um póstkassann. „Við reyndum líka að fá leyfi frá Reykjavíkurborg til að vera með einn kassa en það var eins og að tala við karlinn í tunglinu. Það speglast í þessari afgreiðslu á Akureyri,“ segir Guðmundur sem kveður atvinnuveg geta falist í að svara bréfum til jólasveinsins. „Það er skemmtilegt að fólk geti sest niður og skrifað bréf til jóla- sveinsins og fengið svo kveðju og litla gjöf fyrir jólin kannski sjö mánuðum síðar.“ gar@frettabladid.is Jólasveinarnir missa póstkassa á Akureyri Skipulagsnefnd Akureyrar neitar að framlengja stöðuleyfi fyrir póstkassa jólasvein- anna í göngugötu bæjarins. Eigandinn segir mikla möguleika felast í hugmyndinni en að samskiptin við stjórnsýsluna séu eins og að tala við karlinn í tunglinu. JÓLASVEINAPÓSTUR Í miðri göngugötunni á Akureyri er tilvist póstkassa jólasvein- anna að renna sitt skeið á enda eftir eins árs stöðuleyfi. MYND/ÚR EINKASAFNI Ein missti manninn sinn en ákvað samt að koma til Íslands og bað um bréf frá jólasveininum. Guðmundur R. Lúðvíksson, eigandi póstkassa jólasveinanna. SAMGÖNGUR Brúin yfir Lagarfljót við Egilsstaði er í hættu að sögn bæjarráðs Fljótsdalshéraðs. „Aukið vatnsmagn í Lagarfljóti og ísmyndun við brúna hefur leitt af sér raunverulegar áhyggjur af því að brúin geti við tilteknar aðstæður verið í hættu með alvar- legum afleiðingum, ekki síst þar sem vatnslagnir og rafmagns- og gagnakaplar liggja um brúna,“ segir í umsögn bæjarráðsins um þings- ályktunartillögu um fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016. „Sveitarfélagið leggur áherslu á að gert verði ráð fyrir gerð nýrrar brúar yfir Lagarfljót á samgöngu- áætlun,“ segir bæjarráðið. Einnig er lögð áhersla á önnur samgöngu- verkefni. Meðal þess er stækkun flughlaða við Egilsstaðaflugvöll og gerð Fjarðarheiðaganga, milli Héraðs og Seyðisfjarðar. „Ljóst er að bæði Fljótsdalshérað og Seyðis- fjörður myndu hafa verulegan ábata af gerð ganganna enda um að ræða nauðsynlega samgöngubót sem styðja myndi við atvinnulíf.“ - gar Veiting Jöklu yfir í Lagarfljót hefur áhrif á samgöngur og fjarskipti á Héraði: Vatn og ís ógnar Lagarfljótsbrú Unnur, er gaman að grínast svona fyrir gigg? „Stundum, fyrir gigg, er gott að grínast.“ Tónlistarkonan Unnur Birna Björnsdóttur hefur að undanförnu birt skemmtileg mynd- bönd á Facebook-síðu sinni, þar sem hún gerir létt grín að tónlistarbransanum. LÖGREGLUMÁL Ríkissaksóknari hefur enn ekki fengið krufningarskýrslu frá réttarmeinafræðingi vegna rann- sóknar embættisins á atviki í Hraunbæ í desember þar sem lögreglumenn skutu mann til bana. Rannsóknin er þrátt fyrir það langt komin og má búast við niðurstöðu innan nokkurra vikna, segir Sig- ríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hún segir að undanfarin ár hafi verið talsvert löng bið eftir krufningarskýrslum þar sem réttarmeinafræð- ingurinn sem hefur sinnt þeim er þýskur og hefur ekki búið hér á landi, auk þess sem hann hefur haft önnur verkefni á sinni könnu. „Þessi bið er og hefur verið bagaleg,“ segir Sigríður. Hún segir þetta standa til bóta, enda hafi nýr réttar- meinafræðingur búsettur hér á landi tekið við keflinu. „Ég vona að gerð krufningarskýrslna taki styttri tíma í framtíðinni.“ Þýski réttarmeinafræðingurinn var þó enn við störf þegar maðurinn í Hraunbæ lést, og þarf hann því að klára sína skýrslu um krufninguna. „Mér skilst að skýrslan sé við það að líta dagsins ljós,“ segir Sigríður. Ríkissaksóknari rannsakar hvort aðgerðir lögreglu í og við Hraunbæ 20 þann 2. desember síðastliðinn hafi verið í samræmi við lög og verklagsreglur lögreglu um beitingu skotvopna. Lögreglumenn skutu til bana 59 ára karlmann sem hafði skipst á skotum við lögreglu og meðal annars hæft hjálm eins lögreglumanns. Mað- urinn hafði átt við geðræn vandamál að stríða. - bj Rannsókn ríkissaksóknara á skotárás mun taka nokkrar vikur til viðbótar: Bið eftir krufningu gæti styst SKOTBARDAGI Lögreglumenn skiptust á skotum við 59 ára mann í Hraunbænum í desember. Lögreglumenn skutu mann- inn að endingu til bana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LAGARFLJÓTSBRÚ Við vissar aðstæður er brúin í hættu segja Héraðsbúar sem vilja nýja brú. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNING „Vitið þið hvað? Þetta eru síðustu tónleikarnir okkar áður en við fljúgum til Danmerkur til að sigra í Eurovision,“ sagði Heiðar Örn Kristjánsson, gítarleikari og söngvari í Pollapönki, við unga aðdáendur á tónleikum sem haldnir voru fyrir börn á Fróni á Selfossi á laugardag. Sveitin, ásamt fylgiliði, þar á meðal Óttari Proppé, tónlistarmanni og þingmanni, flaug út aðfaranótt sunnudags. Snæbjörn Ragnarsson Skálm- aldarmaður, sem líka leggur Pollapönkurum lið í bakröddum, var á tón- leikaferðalagi og hittir félaga sína í Kaupmannahöfn. Keppnin fer fram 6., 8. og 10. maí næstkomandi. - óká Pollapönkarar glöddu börn áður en landið var kvatt: Farnir út að sigra í Eurovision GLÖDDU UNGVIÐIÐ Stjörnurnar í Pollapönki stilltu sér upp með ungum aðdá- endum á Selfossi eftir lokatónleika sína á laugardag fyrir brottför til Danmerkur að keppa í Eurovision. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ LÖGREGLUMÁL Tveir menn voru staðnir að tilraun til þjófnaðar í verslun Bónus í Fitjum í Reykja- nesbæ um hádegisbil í gær. Þeir höfðu fyllt innkaupakerru af mat- vælum og voru að hlaða þýfinu í bíl þegar viðskiptavinir gerðu starfs- fólki viðvart. Þegar þjófarnir urðu varir við starfsmenn lögðu þeir hlaupandi á flótta. Lögregla hand- samaði annan við Víkingaheima. Lögreglan á Suðurnesjum vildi ekki láta annað uppi um málið en að það væri í rannsókn. - óká Með kerrufylli af matvælum: Gripnir við stuld í Bónus STJÓRNMÁL „Ég ætla að vera áfram í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdótt- ir, þingflokksformaður Sjálf- stæðisflokksins, í þættinum Sunnudagsmorgunn í gær. Hún segist ekki ætla að ganga í nýjan evrópusinnaðan hægriflokk en gagnrýnir þó harðlega stefnu flokksins í evrópumálum og telur hana einstrengingslega. Ragnheiður sagðist ekki gefa mikið fyrir skrif Davíðs Odds- sonar í Morgunblaðið. „Mér finnst það vera svo mikil fyrir- litning á skoðunum annarra að ég get ekki samsamað mig með slíku fólki.“ - hpa Áfram í Sjálfstæðisflokknum: Gagnrýnir evrópustefnu STJÓRNSÝSLA Ársfundur Byggða- stofnunar verður haldinn í dag í Miðgarði í Skagafirði. Á ársfundin- um mun Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra byggðamála, skipa nýja stjórn stofnunarinnar. Samkvæmt heimildum blaðs- ins verður ekki skipt um formann stjórnar, sem skipaður var árið 2011 af Katrínu Júlíusdóttur, fyrr- verandi ráðherra byggðamála. Á fundinum verður einnig hald- in málstofa undir yfirskriftinni „Hvernig má svæðisskipta Íslandi með tilliti til byggðaaðgerða?“ Hagnaður af rekstri Byggða- stofnunar var 189 milljónir árið 2013. - sa Ársfundur Byggðastofnunar: Ráðherra skipar nýja stjórn SPURNING DAGSINS Kringlunni heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.