Fréttablaðið - 28.04.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.04.2014, Blaðsíða 46
28. apríl 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 26 Love Hangover með Díönu Ross. Það er svo seiðandi í byrjun en endar á stuðkafla sem kemur manni í gott skap út alla vikuna segir Sunna Margrét söngkona. MÁNUDAGSLAGIÐ „Ég er að skoða fótbolta sem félags- lega athöfn og vettvang til sam- skipta,“ segir Rakel McMahon myndlistarkona, en hún heldur einkasýningu í Stokkhólmi sem verður opnuð á morgun. „Þetta er málverkasería þar sem leikurinn, leikmenn og áhorfendur verða að myndlíkingu fyrir mun víðara samhengi: kynímyndir, kynhneigð og staðalímyndir. Ég nýti ljós- myndir frá fótboltaleikjum og rýni í líkamstjáningu og samskipti leik- manna. Ég fjarlægi svo leikvöllinn, búningana og boltann. Þessi smá- vægilega breyting kúvendir upp- runalegri ímynd leikmannsins sem breytir samtímis ímynd og hlut- verki áhorfandans,“ útskýrir Rakel. Hún hefur haldið fjölda sýninga hér á landi en þetta er hennar fyrsta einkasýning í útlöndum. „Ég hef verið að vinna að þessu í um það bil ár. Það sem vakti áhuga minn voru samskipti og hegðun karlmanna fyrst og fremst í tengslum við fót- bolta. Fótboltinn og menningin í kringum leikinn virðist vera vett- vangur til þess að vekja upp og/eða leysa úr læðingi allan tilfinninga- skalann,“ segir Rakel og segir að verkin beini sjónum að viðkvæmum hvötum og mannlegum tilfinningum. Sýningin ber heitið „View of Motiva- tion“ og mun standa yfir í Nau Gall- ery í Stokkhólmi til 22. maí. - ósk Færir fótboltamenn úr búningunum Rakel McMahon opnar einkasýningu á verkum sínum í Stokkhólmi á morgun. „Þetta var alveg það skemmtileg- asta sem ég hef gert á ævinni,“ segir Rannveig Marta Sarc en hún sótti um í sex tónlistarhá- skóla í Bandaríkjunum og fékk inngöngu í þá alla. „Ég ákvað að fara í Juilliard eftir að þeir buðu mér fullan skólastyrk,“ segir Rannveig en skólarnir þurftu að bjóða sín á milli í unga fiðluleikar- ann. „Ég fékk tilboð frá Juilliard og síðan annað betra frá Oberlin Conservatory þannig að þegar ég sagði þeim frá því tilboði þá buðu þeir mér bara hærra,“ segir Rann- veig en hún þarf þá ekki að borga nein skólagjöld alla sína skóla- göngu í Juilliard. „Ég skil ekki alveg hvernig það gerðist,“ segir fiðluleikarinn og hlær. „Það var samt ótrúlega erfið ákvörðun að velja skóla því þeir eru allir frábærir og hafa sína kosti og galla,“ segir Rannveig en hún vildi velja skóla á réttum forsendum. „Ég valdi Juilliard en ekki bara út af nafninu, þar var kennari sem mér leist á og svo buðu þeir mér þennan styrk og þá lá þetta bara fyrir.“ Rannveig hefur spilað á fiðlu síðan hún var fjögurra ára en Guðný Guðmunds- dóttir hefur kennt henni í Tónlist- arskólanum í Reykjavík undanfar- in sex ár. Rannveig segist samt ekki hafa verið mjög áhugasöm um tónlist í byrjun. „Báðir for- eldrar mínir eru tónlistarmenn og mér fannst stundum eins og það væri verið að ýta mér út í þetta og þá streittist ég á móti,“ segir Rannveig. „Síðan fyrir svona þremur árum kviknaði áhuginn fyrir alvöru og þá gat ég ekki hugsað mér lífið án tónlistar.“ Ferðalag Rannveigar á milli háskólanna segir hún hafa stund- um geta tekið á. „Að ferðast einn allan tímann og hugsa um alla þessa hluti en samt að þurfa að halda einbeitingunni getur tekið á,“ segir Rannveig. „Maður þarf að spila eins vel og maður getur við mjög stressandi kringumstæð- ur.“ Ungi fiðluleikarinn byrjar í Juill iard í haust og segist Rann- veig vera mjög spennt fyrir að flytja út til New York. „Fyrsta árið bý ég á heimavistinni, síðan flytur maður kannski í miðbæ- inn,“ segir Rannveig Marta og hlær. baldvin@frettabladid.is Slógust um Rann veigu Rannveig Marta Sarc er 18 ára fi ðluleikari en hún komst inn í sex mismunandi tónlistarháskóla í Bandaríkjunum og valdi Juilliard, sem bauð henni fullan styrk. Maður þarf að spila eins vel og maður getur við mjög stressandi kringumstæður. LIFIR FYRIR TÓNLISTINA Rannveig Marta Sarc er hæfileikarík tónlistarkona. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN „Þetta er gríðarlega hressandi og það er ekki leiðinlegt að vera í svona flottum hópi listamanna,“ segir Baldur Ragnarsson, gítar- leikari Skálmaldar, en hljóm- sveitin minnti heldur betur á sig á vefsíðu bandaríska tímaritsins The Rolling Stone fyrir skömmu, þegar tímaritið birti myndaalbúm á vefsíðu sinni undir yfirskriftinni Flottustu tónleikamyndir ársins en þar á meðal voru okkar menn í Skálmöld. Að vísu er Baldur aðalpersóna myndarinnar – eru hinir meðlim- irnir ekkert öfundsjúkir? „Nei, nei, Þeir hljóta að fagna því að geta djöflast aðeins í mér,“ segir Bald- ur léttur í lundu. Myndin er tekin í Borgarleik- húsinu í Reykjavík þann 23. apríl síðastliðinn en þar hefur sveit- in komið fram að undanförnu í sýningunni Baldri en sýningin er byggð á plötunni Baldri sem Skálmöld sendi frá sér árið 2010. Í sama myndaalbúmi má finna marga af þekktustu tónlistar- mönnum heimsins eins og Damon Albarn, Boy George, Kings of Leon, Shakiru, Arcade Fire og marga fleiri. „Það er gaman að sjá að sýningin vekur athygli utan landsteinanna.“ Vissu meðlimir Skálmaldar af þessu? „Ljósmyndarinn, Matthew Eisman sem tók myndina sagðist vera að taka myndir fyrir erlent tímarit en sagði okkur ekki nafn- ið. Hann var fínn náungi og mikill fagmaður en hann hvarf svo bara og við vissum ekki meira fyrr en við sáum þetta á netinu,“ bætir Baldur við. - glp Flottustu tónleika- myndir ársins Hljómsveitin Skálmöld komst í myndaalbúm Rolling Stone á dögunum en í albúminu er að fi nna fl ott- ustu tónleikamyndir ársins að mati tímaritsins. VARPAR NÝJU LJÓSI Á FÓTBOLTA Rakel McMahon færir fótboltakappa í annað samhengi sem verður stundum tvírætt. MYND/ÚR EINKASAFNI FLOTTIR Hljómsveitin Skálmöld komst í myndaalbúm á hinni virtu síðu Rolling Stone undir yfirskriftinni, Flottustu tónleikamyndir ársins. Ég nýti ljósmyndir frá fótboltaleikjum og rýni í líkamstjáningu og sam- skipti leikmanna. Ég fjarlægi svo leikvöllinn, búningana og boltann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.