Fréttablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 30
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Við stóðum fyrir vettlinga-samkeppni fyrir fjórtán árum. Þá tóku 178 þátt og frá þrjátíu og fjórum póst- númerum af landinu öllu. Okkur langaði að skapa þessa stemm- ingu aftur,“ útskýrir Iðunn Ýr Ás- geirsdóttir, verkefnastjóri ferða- mála í Flóahreppi. Ullarvinnslan í Þingborg efnir til samkeppni um höfuðfat ársins 2014. „Við vonum að sem flestir taki þátt í ár. Við ákváðum að hafa þemað opið, efnisval er frjálst og ekki þarf eingöngu að prjóna eða hekla höfuðfötin. Það mætti meira að segja nota plast sem efnivið, eða bara hvað sem er,“ segir Iðunn. Höfuðfatið má vera unnið á hefðbundinn hátt, prjónað, heklað eða þæft eða á hvern annan hátt sem höfundur kýs. Eina skilyrðið er að verkið falli undir skilgreininguna höfuðfat, en sé ekki hárband eða skraut, og sé ætlað fullorðnum. Þingborg vill með samkeppn- inni bæði kanna og vekja athygli á hinni merkilegu flóru höfuð- fata sem blómstrar ekki síður í köldum löndum en heitum. Höfuðföt endurspegla þjóðarsál- ina á hverjum tíma, oft eru þau tákn um þjóðfélagsstöðu og í mörgum tilfellum tengd trúar- brögðum viðkomandi hóps eða atvinnugrein. „Við munum veita verðlaun fyrir hugmyndaauðgi, hönn- unarvinnu og menningarlega nálgun. Verðlaunin veitum við í samstarfi við sveitarfélagið,“ segir Iðunn. Þrenn verðlaun úr héraði verða veitt, meðal annars gisting í Gaulverjaskóla, á Gisti- heimilinu Lambastöðum og í Vatnsholti. HÖFUÐFAT ÁRSINS SAMKEPPNI Ullarvinnslan í Þingborg efnir til samkeppni um höfuðfat ársins 2014. Keppninni er ætlað að vekja athygli á merkilegri flóru höfuðfata. MIKIÐ ÚRVAL Iðunn Ýr Ásgeirsdóttir vonast til að sem flestir taki þátt í samkeppninni. Nú er komin í verslanir Topshop á Íslandi nýja vor- og sumarlínan frá Moss en hún hefur unnið hörðum höndum með hönnuðum Top- shop að því að gera nýju línuna enn ferskari og gæðalegri. Kate Moss er vaxandi hönn- uður sem endurspeglast í nýju línunni, þar sem gæðaleg efni eru notuð í klæðin og meiri áhersla lögð á ýmis smáatriði. Innblásturinn sótti hún til Balear- eyja, sem eru eyjaklasi undan strönd- um Spánar, en eyjarnar eru í miklu uppáhaldi hjá fyrirsætunni. Í línunni má til að mynda finna silkiblússur og útsaumaðar mussur sem henta vel á heitum sumardögum. Einnig kjóla með astekamunstri, kokteild- ress og einskonar kjólfatalínu. Þá eru nokkrar einkennandi Kate Moss-flíkur eins og kögur- jakkar sem Moss er fræg fyrir að klæðast. VORLÍNA KATE MOSS Í TOPSHOP Samstarf Kate Moss og Topshop hófst fyrir sjö árum þegar Kate hannaði fyrstu línu sína fyrir fatakeðjuna. Nánari upplýsingar er að finna á síðunni www.thingborg.net en höfuð- fötin skal senda til Ullarvinnslunnar í Þingborg fyrir 20. maí. Þeim skal skilað undir dulnefni, en umslag fylgi merkt sama dulnefni þar sem nafn, heimilisfang, sími og tölvupóstfang höfundar er skráð. Verðlaunaaf- hending fer fram á sveitahátíðinni Fjör í Flóa laugardaginn 31. maí 2014. Laugavegi 54, sími 552 5201 Fleiri myndir á facebook Helgarbrjálæði 30% afsláttur af öllum vörum föstud. og laugardag Túnikka áður 11.990 kr. Nú 7.990 kr. Kjóll áður 14.990 kr. Nú 9.990 kr. Öflug vörn gegn sveppasýkingum „Ég mæli með Bio Kult Candéa fyrir skjólstæðinga mína. Síðustu ár hef ég lagt mikla áherslu á að vera í jafnvægi, með góða orku og einbeitningu í lífi og starfi. Ég hef lagt áherslu á að taka inn góða gerla til að viðhalda jafnvægi og orku og hef prófað þá allra bestu hér á markaðinum hverju sinni,“ segir Sigríður Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og fíkniráðgjafi. „Mér finnst Bio Kult Candéa vera skjótvirkasta varan sem ég hef prófað. Ég mæli með henni fyrir skjólstæðinga mína sem gjarnan eru að glíma við ójafnvægi í lífi sínu.“ Candéa Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.