Fréttablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 1. maí 2014 | FRÉTTIR | 19 Hvað býr í Heimunum og Vogunum er heitið á bókmenntagöngu fyrir börn og fjölskyldur þeirra frá Sólheimasafni núna á laugardag- inn 3. maí og er hún hluti af Barnamenning- arhátíð í Reykjavík. Sigrún Jóna Kristjánsdóttir, deildarbóka- vörður í Sólheimasafni, leiðir gönguna og mun hún skyggnast í bókmenntir tengdar hverfinu. „Við förum rúnt um hverfið þar sem eitt- hvað sögulegt hefur gerst. Við munum til dæmis stoppa þar sem Bubbi bjó hér í hverf- inu og þá verður lesin lýsing hans á því hvernig var að vera barn í þessu hverfi á þeim tíma sem hann var að alast upp.“ Einnig verður lesið upp úr barnabókum og nefnir Sigrún bókina Hundakexið eftir Einar Má Guðmundsson. „Hún gerist þegar verið er að byggja upp hverfið hér. Hann lýsir því til dæmis þegar strákar eru að leika sér í nýbyggingum.“ Ljóð verða lesin í göngunni og svo verður efnt til getraunar. Gengið verður kl. 12 frá safninu. - ibs Bókmenntaganga fyrir börn og fjölskyldur þeirra frá Sólheimasafni næstkomandi laugardag: Lesið á göngu um Heimana og Vogana Guðstrú skiptir fermingarbörn meira máli heldur en foreldr- arnir halda. Niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar sýna að 41 prósent foreldra telur að börn þeirra láti ferma sig af trúar- legum ástæðum. Hins vegar segja 56 prósent fermingarbarna að guðstrú þeirra sé mikilvæg ástæða fermingarinnar. Foreldrarnir telja jafnframt að veislan og gjafirnar skipti fermingarbörnin meira máli en ráða má af svörum fermingar- barnanna sjálfra. Tvö af hverjum þremur ferm- ingarbörnum tala sjaldan eða aldrei um trúmál við foreldra sína. Alls tóku 600 fermingarbörn og 400 foreldrar þátt í rannsókninni sem greint er frá á vef Kristilega dagblaðsins. - ibs Fermingarbörn í Danmörku: Trú mikilvæg- ari en talið er Þegar foreldrar hafa komist að þeirri niðurstöðu að óhætt sé að skilja barn eftir heima er gott að undirbúa það vel, að því er bent er á á vef Miðstöðvar slysavarna barna. Hér á eftir fara nokkrar ráðleggingar miðstöðvarinnar: Neyðarlínan: Kenndu barninu að hringja í Neyðarlínuna. Kenndu barninu einn einn tveir en ekki hundrað og tólf. Vertu líka viss um að barnið kunni heimilis- fang sitt og símanúmer. Æfing: Æfðu með barninu hvað skal gera í neyð, til dæmis ef það slasar sig, það kviknar eldur í hús- inu eða það verður vart við inn- brotsþjóf. Prufutími: Þegar barn er skil- ið eftir í fyrsta sinn skaltu fara frá í skamman tíma og halda þig nálægt heimilinu. Slík prufa er góð leið til að kanna hvort barn- ið sé tilbúið að vera eitt heima, ræður við aðstæðurnar og líður vel. Upplýsingar: Segðu barninu hvenær þú kemur heim. Skildu eftir símanúmer þar sem barnið nær í þig, ættingja eða vini. Þetta eykur öryggistilfinningu barns- ins. Hringdu og láttu vita af þér ef þú getur eða fáðu einhvern til að koma við. Reglur: Hafðu skýrar reglur um hvað barnið má og má ekki gera á meðan það er eitt heima. Matur: Kauptu inn mat og drykk sem barnið getur auðveld- lega haft til sjálft. Lyklar: Mundu að láta barnið hafa lykil. Vertu líka viss um að það geti opnað útidyrnar hjálpar- laust. - ibs Slysavarnir barna: Þegar barnið er eitt heima við VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | FAX 510 1717 | WWW.VR.IS Í dag þýðir ekkert að biðja Helgu um afgreiðslu. Hún er í fríi því 1. maí er rauður dagur. Í staðinn fyrir að vinna getur Helga farið í kröfugöngu og varið réttindi sín. Við hvetjum félagsmenn til að sýna samstöðu á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins og mæta á Hlemm kl. 13.00 í gönguna. Eftir útifund bjóðum við félagsmönnum í verkalýðskaffi í anddyri Laugardalshallar. Sjáumst í göngunni! Í BÓKMENNTAGÖNGU Gengið er um staði þar sem eitthvað sögulegt hefur gerst. MYND/AÐSEND FERMING Á ÍSLANDI Danskir foreldrar telja að gjafirnar skipti börnin meira máli en þær gera. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EINN HEIMA Nauðsynlegt er að meta líkamlegan, andlegan og tilfinninga- legan þroska barnsins þegar tekin er ákvörðun um hvort skilja eigi það eftir eitt heima. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.