Fréttablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 4
1. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Sturtusett Verð frá kr. 66.900 Gæði fara aldrei úr tísku 88,4 prósent Íslendinga ferðuðust eitthvað innanlands á síðasta ári. 62,1 prósent ferðuðust til útlanda á síðasta ári, svipaður fjöldi og árið áður. Heimild: Ferðamálastofa ALÞINGI Helgi Hjörvar, þing- flokksformaður Samfylking- arinnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, tókust á um þrotabú gömlu bank- anna og skuldaleiðréttingu, undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í gær. Þar spurði Helgi um þá 300 milljarða sem Framsóknarflokk- urinn lofaði í kosningabaráttunni í fyrra. Þar átti að skapast svig- rúm í samningum við þrotabú föllnu bankanna til skuldaleiðrétt- ingar til handa eigendum íbúðar- húsnæðis á Íslandi. Einnig spurði Helgi hvort það væri raunsætt að þessir 300 milljarðar fengjust út úr þessum samningaviðræðum. Taldi hann þörfina vera líklega meiri en 300 milljarðar þegar allt kæmi til alls, til að leysa landið undan þeim höftum sem Íslendingar búa við í dag. Sigmundur Davíð vildi ekki meina það að Framsóknarflokk- urinn hafi lofað þessum 300 millj- örðum. Vildi Sigmundur meina að Samfylkingin hafi reynt að stimpla inn að framsóknarmenn hafi á þessum tíma lofað þessu fjármagni í skuldaleiðréttingu sem væri ekki rétt. Sigmundur Davíð tók fram að markmiðið í sjálfu sér væri ekki þeir 300 milljarðar sem fyrirspurn- in fjallaði um. Markmiðið væri að aflétta höftum, að svigrúmið væri það mikið að það gæti leitt til þess að aflétting hafta sé möguleg. Benti Sigmundur Davíð á í því samhengi að um 30 milljarðar á ári kæmu í ríkissjóð í gegnum sérstaka skatt- lagningu sem ekki hafi verið sett í tíð síðustu ríkisstjórnar. Taldi hann síð- ustu ríkisstjórn ekki hafa haft áhuga á þeirri skattlagningu á sínum tíma. Helgi Hjörvar var ánægður að heyra að þeir væru allavega sam- mála því að 300 milljarðar væri líklega vanmat ef svigrúmið ætti að vera nægilegt til að hér væri hægt að aflétta gjaldeyrishöftum. Taldi Helgi mikilvægt, til að svigrúmið gæti orðið stærra, að pólitísk umræða gæti skapast um sölu bankanna. „Sporin hræða hins vegar þegar kemur að því að selja banka og Framsókn og Sjálf- stæðisflokkur eru í ríkisstjórn,“ sagði Helgi. Sigmundur Davíð sagði þarna vera pólitísk tíðindi á ferð. „Það eru kannski helstu tíðindin í þess- um fyrirspurnatíma, að þing- flokksformaður Samfylkingar- innar er búinn að viðurkenna að svigrúmið margumtalaða, sem við framsóknarmenn töluðum mikið um í aðdraganda síðustu kosninga, verði að vera til. […] Hann segir að 300 milljarðar séu ekki nóg, það þurfi að vera meira, þetta eru gleðitíðindi að þing- flokksformaður Samfylkingarinn- ar telji þurfa að vera til hundraða milljarða svigrúm við uppgjör á slitabúum bankanna,“ sagði Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra. sveinn@frettabladid.is Sammála um svigrúm til skuldaleiðréttinga Þingflokksformaður Samfylkingarinnar lýsti eftir þeim 300 milljörðum sem framsóknarmenn lofuðu í kosn- ingabaráttunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson taldi það mikil pólitísk tíðindi að samfylkingarþingmaður hafi viðurkennt að svigrúm til skuldaleiðréttingar með samningum við föllnu bankana sé til í raun og veru. HELGI HJÖRVAR PÓLITÍSK TÍÐINDI Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra benti á að um 30 milljarðar á ári kæmu í ríkissjóð í gegn- um sérstaka skattlagningu sem hafi ekki verið sett í tíð síðustu ríkisstjórnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SJÁVARÚTVEGSMÁL Framkvæmda- stjóra Vísis hf. og formanni Fram- sýnar, stéttarfélags á Húsavík, ber ekki saman um það hvernig málum starfsmanna Vísis hf. á Húsavík verður háttað við lokun starfsstöðvar útgerðarinnar. Aðalsteinn Baldursson, formað- ur Framsýnar, segir að forsvars- menn Vísis hf. hafi lagt það til að starfsmenn skráðu sig atvinnu- lausa strax við vinnslustöðvun fyrirtækisins nú um mánaðamót- in. „Við munum ekki líða það að fyrirtækið ætli að láta ríkissjóð greiða uppsagnarfrest starfs- manna,“ segir Aðalsteinn. „Það er ömurlegt að árið 2014 skuli vera framkvæmdir svona hreppaflutn- ingar af kvótagreifum.“ Pétur Hafsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vísis hf., vísar þessu alfarið á bug. „Það hefur engum verið sagt upp. Málið snýr að því þegar hráefnaskorti lýkur hvort menn koma til Grindavíkur eða Húsavíkur.“ Þeir sem kjósi að hætta að starfa hjá Vísi hf. geti skráð sig á atvinnuleysisbætur þegar árlegu tímabili hráefnis- skorts lýkur í september. - ssb Framsýn segir Vísi hf. ætla að svíkjast um greiðslu uppsagnarfrests til starfsfólks: Vísir hf. vísar ásökunum á bug PÉTUR HAF- STEINN PÁLSSON AÐALSTEINN BALDURSSON Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá ÁGÆTIR VORDAGAR eru framundan, bjart víða í dag og á morgun en úrkoma sunnan- og vestanlands á laugardag. Líklega verður væta sunnan til einnig á sunnudag en milt í veðri. 4° 3 m/s 5° 3 m/s 8° 5 m/s 6° 10 m/s Strekkingur allra syðst en annars fremur hægur vindur. Vaxandi vindur sunnan- og vestan- lands. Gildistími korta er um hádegi 22° 31° 12° 16° 22° 7° 17° 12° 12° 23° 15° 23° 25° 22° 22° 19° 10° XX° 6° 3 m/s 5° 3 m/s 6° 2 m/s 5° 5 m/s 5° 3 m/s 5° 3 m/s 2° 3 m/s 10° 8° 6° 5° 9° 6° 10° 3° 9° 6° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN BANDARÍKIN, AP Mikið óveður hefur geisað í suður- og miðvest- urríkjum Bandaríkjanna síðustu dagana. Skýstrókar hafa kostað tugi manna lífið í Arkansas og Mississippi. Í gær bættust svo ofan á þetta flóð á Flórídaskaga og við strend- ur Alabama. Víða flæddi yfir vegi svo fólk sat fast á heimilum sínum eða í bifreiðum og beið þess að björgunarmenn kæmust til þess. Að minnsta kosti ein kona hefur látið lífið í þessum flóðum. Bifreið hennar lenti ofan í djúpu flóðavatni. - gb Óveður í Bandaríkjunum: Fárviðri og flóð kosta tugi lífið EYÐILEGGING Bandarískur hermaður setti upp fána á rústum húss í bænum Vilonia í Arkansas. NORDICPHOTOS/AFP Sporin hræða hins vegar þegar kemur að því að selja banka og Fram- sókn og Sjálfstæðisflokkur eru í ríkisstjórn. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. STJÓRNMÁL Nefnd varðandi hags- muni hinsegin fólks hefur verið skipuð. Hún á að vinna áætlun um sam- þættar aðgerðir til að bæta stöðu hinsegin fólks á Íslandi. Áætlunina á Eygló Harðardóttir velferðarráð- herra að fá í hendurnar í október. Formaður nefndarinnar er Aðal- björn Jónsson, en meðal annarra sitja í henni Anna Pála Sverris- dóttir, fyrrverandi formaður Sam- takanna ’78, og Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. - kóh Ályktun skilað í október: Nefnd fyrir hinsegin fólk KJARADEILUR Í yfirlýsingu lands- samtaka foreldra, Heimilis og skóla, segir að samtökin séu ugg- andi yfir gangi kjaraviðræðna grunnskólakennara og sveitar- félaga. Í yfirlýsingunni segir að kæmi til verkfalls myndi það bitna á nemendum og gera foreldrum þeirra erfitt fyrir þá daga sem það stæði. Þá er minnst á það ástand sem ríkti á heimilum fatlaðra framhaldsskólanema og nema með sérþarfir meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stóð. - kóh Samtök foreldra kvíðin: Bitnar bara á nemendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.