Fréttablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 62
1. maí 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 54
„Ég fæ mér yfirleitt grænt te og AB-
mjólk í morgunmat þessa dagana.
Það er samt bara vegna þess að
ástkær kaffivélin mín er í viðgerð
og af því að ég borðaði of mikið
súkkulaði um páskana og grænt te
er svo afskaplega afeitrandi.“
Steinunn Jónsdóttir Reykjavíkurdóttir
og söngkona Amaba Dama
MORGUNMATURINN
„Ég leik hjákonu aðalglæpamanns-
ins Sergej, sem leikinn er af Zlatko
Krickic. Týpan sem ég leik er töff-
ari sem er alltaf að hanga með
glæponum. Ég hugsaði vel og lengi
hvort ég ætti að taka að mér þetta
hlutverk. Ég er frekar fáklædd
en sýni nú ekki mikið hold,“ segir
söngkonan Þórunn Antonía Magn-
úsdóttir. Hún leikur í kvikmyndinni
Borgríki II – Blóð hraustra manna
sem frumsýnd verður í október.
Í myndinni leikur Þórunn meðal
annars í ástarsenu með fyrrver-
andi glamúrmódelinu Ernu Gunn-
þórsdóttur og fyrrnefndum Zlatko.
„Þetta er sem sagt eldheit ást-
arsena. Við erum ekki tvö í henni
heldur þrjú. Ég hef ekki leikið í
slíkri senu áður nema í einhverju
gríni með Steinda jr. í Steindanum
okkar. Það var auðvitað allt, allt
öðruvísi nálgun,“ segir Þórunn.
„Þetta er vandmeðfarin sena og
ég hugsaði vel um hvort ég ætti að
gera þetta eða ekki. Ég komst að
þeirri niðurstöðu að þetta þjónaði
tilgangi í sögunni í flottri bíómynd
þannig að ég ákvað að slá til. Ég
hitti leikstjórann, Ólaf DeFleur, og
treysti honum strax fyrir þessu,“
bætir Þórunn við en játar að það
hafi verið örlítið sérstakt að taka
senuna upp.
„Það var mjög undarlegt að
mæta í vinnuna og þurfa að vera
uppi í rúmi heilan dag með tveim-
ur einstaklingum. En um leið og
maður hættir að flækja þetta, því
þetta er bara atriði í bíómynd, þá
var þetta mjög skemmtilegt og
ekkert mál. Það er alltaf gaman að
víkka sjóndeildarhringinn. Lífið er
stutt og það er um að gera að slá
til og gera eitthvað af þessu tagi
ef mann langar og líður vel með
það. Þarna var líka fagfólk í hverju
einasta horni.“
Þórunn hefur ekki séð senuna en
hlakkar vissulega til að sjá kvik-
myndina í haust.
„Ég treysti klippurunum og fag-
fólkinu algjörlega hundrað pró-
sent. Maður verður að leggja sig í
hendurnar á þeim ef maður ætlar
að gera þetta. Ég leik konu sem er
óhrædd og allt öðruvísi týpa en
ég. Það er skemmtilegast. Að fá
að skella sér í einhvern búning.
Ég myndi ekki sjá sjálfa mig fyrir
mér í svipaðri senu. Ég er ekki
mikið í „threesome“ með útlensk-
um glæpamönnum,“ segir Þórunn
og skellihlær.
Þórunn gengur nú með sitt
fyrsta barn og er hálfnuð með
meðgönguna.
„Þegar myndin kemur út í haust
verð ég nýbökuð móðir. Þá verð
ég örugglega fegin að sjá gamla,
góða líkamann minn í flottu formi
á hvíta tjaldinu,“ segir Þórunn á
léttu nótunum. Hún slær ekki
slöku við og er með mörg járn í
eldinum.
„Ég er að leggja lokahönd á nýja
plötu sem ég vinn með Bjarna í
Mínus og Halli Ingólfssyni. Ég er
ekki komin með útgáfudag en hún
er alveg að verða tilbúin. Síðan er
ég með Íslenska listann sem er
vikulegur sjónvarps- og útvarps-
þáttur. Ég er alltaf með einhver
járn í eldinum og er vakandi fyrir
tækifærum. Ef einhvern vantar
ólétta konu í hlutverk er ég geim.“
liljakatrin@frettabladid.is
Fáklædd og hangir
með glæponum
Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir leikur hjákonu glæpamanns í
kvikmyndinni Borgríki II– Blóð hraustra manna. Í myndinni leikur hún meðal
ann ars í sjóðheitri kynlífssenu með Ernu Gunnþórsdóttur og Zlatko Krickic.
FAGMENN Á SETTI Þórunni leið afar vel á setti Borgríkis II. MYND/HÖRÐUR ÁSBJÖRSSON
Ég myndi ekki sjá sjálfa mig fyrir mér í
svipaðri senu. Ég er ekki mikið í „threesome“
með útlenskum glæpamönnum.
Þórunn Antonía Magnúsdóttir.
„Ég er búinn að vera með Óttarr
Proppé á bakinu síðustu daga. Ég
þarf að æfa og spegla allar hreyf-
ingarnar hans og það er búið að
vera aldeilis erfitt,“ segir Val-
geir Magnússon hjá auglýsinga-
stofunni Pipar/TBWA. Hann er
með íslenska Eurovision-hópnum
í Kaupmannahöfn og verður stað-
gengill alþingismannsins og Polla-
pönkarans Óttars Proppé á stórri
æfingu á Eurovision-sviðinu í
B&W-höllinni á föstudag.
„Hann flýgur heim á föstudag-
inn til að keppa í Útsvari og kemur
aftur á laugardag,“ segir Valgeir.
Hann segir það hafa verið meira
mál en hann hélt að æfa dansinn og
sönginn í Eurovision-laginu Enga
fordóma.
„Fyrst fannst mér þetta ekkert
mál að hoppa inn í eina æfingu.
Síðan komst ég að því að þetta
er heilmikið mál. Ég hef alltaf
verið mikill dansari en ég verð að
syngja þetta líka. Ég ætla rétt að
vona að ég púlli það.“
Valgeir segir að Íslendingar
þurfi ekki að óttast þó Óttarr
skjótist til Reykjavíkur í einn
dag.
„Hann er mikið í því að fara
á milli Kaupmannahafnar og
Íslands. Hann var í Kaupmanna-
höfn áður en við fórum út í Euro-
vision, flaug heim til að fara á
æfingu með Útsvarsfólkinu og
daginn eftir flaug hann út til
Kaupmannahafnar með okkur.
Íslenska þjóðin þarf ekki að hafa
áhyggjur. Hann er í mikilli flug-
æfingu.“ - lkg
Flýgur heim til að keppa í Útsvari
Óttarr Proppé getur ekki æft með Pollapönki á stórri æfi ngu á föstudag.
ÓHRÆDDUR Valgeir sést hér í hvítum
pollagalla. MYND/EINKASAFN
„Við sérhæfum okkur í útgáfu hús-
tónlistar á vínyl,“ segir Áskell Harð-
arson, betur þekktur sem House-
kell og einn plötusnúðanna að baki
íslenska útgáfufyrirtækinu BORG
LTD. Ásamt Áskeli standa að BORG
þeir Ómar Egill Ragnarsson og Jón
Reginbald Ívarsson. „Við deilum
allir drífandi áhuga á hústónlist.
Fyrsta útgáfan kom út um miðj-
an mars – en þá gáfum við út Alex
Agore, þekkt nafn innan hústónlist-
arheimsins.“
En er ekki furðulegt að gefa út
á vínyl árið 2014? „Nei, alls ekki.
Vínyllinn átti undir högg að sækja
á tímabili, en eins og með alla góða
hluti þá kom hann til baka og það
margefldur! Þetta er miðill sem
hentar plötusnúðum mjög vel, sem
og söfnurum og öðrum tónlistar-
aðdáendum“ segir Áskell.
Nú er önnur EP-plata fyrirtækis-
ins komin út. „Það er Hollending-
urinn Frits Wentink og platan heit-
ir Marienleben. Hún hefur þegar
fengið mikla spilun hjá alþjóðlegum
plötusnúðum og lög af henni hljóm-
að á nokkrum stærstu skemmti-
stöðum heims. Nú þegar platan er
komin til landsins bjóðum við til
sumarveislu í Lucky Records við
Rauðarárstíg í dag á milli þrjú og
sex,“ segir Áskell og býður alla
velkomna. „Meðal annars mun
vonarstjarna íslensku hústónlist-
arsenunnar, Viktor Birgiss, flytja
frumsamda tónlist.“ - ósk
Vínyllinn kominn aft ur margefl dur
Áskell, Jón Reginbald og Ómar Egill halda hústónlistarveislu í Lucky Records.
BORG-PLÖTUSNÚÐARNIR Jón Regin-
bald, Ómar Egill og Áskell.
MYND/HÖRÐUR ELLERT ÓLAFSSON
– fyrir lifandi heimili –
R e y k j a v í k o g A k u r e y r i
E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0
w w w . h u s g a g n a h o l l i n . i s
25%
AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM VÖRUM
OPIÐ Í DAG
1. MAÍ FRÁ KL.
1000 TIL 2200
Aðeins
í dag