Fréttablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 16
Við leggjum áherslu á hrein- skiptin samskipti í borginni, það er ekkert tjull heldur snýr það að öllum samskiptaþáttum borgarinnar. Við höfum reynt að ástunda ábyrga fjármálastjórnun. Síðasti ársreikningur sýnir góðan árangur og við erum stolt af því. Við erum að tala fyrir umhverfinu og bættum samgöngumálum sem eru okkur hugleikin. Þau eru hagsmunamál, bæði fjárhagslega og lýðheilsulega. Við viljum að hér geti fólk ferðast um með fjölbreyttum hætti. Húsnæðismál eru efst á baugi að mínu mati, þar leggjum við ákveðnar tillögur fram um félagsbústaði. Boðum uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Við viljum byggja upp leigumarkað þar sem félagsbústaðir eru stór aðili á markaði. Við viljum að fjárhagsaðstoð verði jafn há atvinnu- leysisbótum. Leikskóli verði gjaldfrjáls og gjaldskrá borginnar verði tekjutengd. Flugvöllurinn á að vera áfram við í Vatnsmýri. Stóru máín fyrir okkur pírata eru umbætur á stjórnsýslu og aukið lýðræði, það er kall tímans á öllum stjórnsýslustigum og þess vegna setjum við það í forgang. Við munum halda áfram á þeim nótum. Flug- völlurinn verður ekki í sjálfu sér kosningamál. Ég held hins vegar að það sé bráðnauðsynlegt að lyfta umræðunni á hærra plan. Það er ekki heilbrigt ástand að stór meirihluti borgarbúa sé ósamstíga borgarstjórn í þessu máli, á því þarf að finna einhvern flöt. Fjölgun leiguíbúða og heilbrigðari húsnæðismarkaður verður í brennidepli. Við erum með yfirgripsmikla aðgerðaráætlun um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða um 2.500-3.000 á næstu 3-5 árum. Við viljum að áfram verði friður og stöðugleiki við stjórn borgarinnar sem hefur gengið vel. Við leggjum mikla áherslu á skóla- og velferðarmál og viljum hækka frístundakortið og koma til móts við barnafjölskyldur á ýmsan hátt til að öll börn fái jöfn tækifæri. Við viljum setja nemandann í fyrsta sæti og breyta skólakerfinu. Við ætlum að leysa biðlistavanda- mál barnafjölskyldna eftir plássi á leikskóla með þjónustutryggingu. Einnig viljum við leggja okkar af mörkum til að lækka kaupverð íbúða og þar með leigu með auknu lóðaframboði og með breytingu á gjaldskrám um lóða- gjöld. Næsta kjörtímabil snýst um að tryggja jöfnuð og sporna gegn fátækt og sívaxandi misskiptingu í samfélaginu. Við leggjum áherslu á gjaldfrjálsa leikskóla, skólamáltíðir og frístundaheimili fyrir börn. Með þessu tryggjum við jafnt aðgengi barna að menntun og frístundum óháð efnahag foreldra og gerum þessa þjónustu að því jöfnunartæki sem henni er ætlað að vera í samfélaginu. Við viljum tryggja húsnæðisöryggi fyrir alla, þar sem Reykvíking- um verður boðinn raunhæfur valmöguleiki í vali á húsnæðisfyrirkomu- lagi, félagslegt húsnæði, leiguhúsnæði, búsetukerfi og séreignir. Varðandi menntamál viljum við ráðstafa peningum borgarinnar í þágu ungra Reykvíkinga. Flugvallar- málið er okkar hjartans mál þar sem við viljum standa vörð um áfram- haldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni í núverandi mynd. Þannig verður Reykjavík höfuðborg fyrir alla. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR REYKJAVÍK KÖNNUN Meira en helmingur borgarbúa, 56,5 prósent, vilja að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði borgarstjóri eftir kosning- ar, samkvæmt niðurstöðum nýrr- ar skoðanakönnunar Fréttablaðs- ins sem gerð var á þriðjudag. Hylli Dags hefur aukist frá síð- ustu könnun, sem gerð var um miðjan mars. Þá vildu 52,6 pró- sent borgarbúa að Dagur tæki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr, sem gefur ekki kost á sér í komandi kosningum. Stuðningur við Dag nær langt út fyrir þann hóp sem hyggst kjósa Samfylkinguna. Flokk- urinn mælist samkvæmt könn- uninni með 26,6 prósenta fylgi. Rúmlega tvöfalt fleiri vilja því Dag sem borgarstjóra en ætla að kjósa Samfylkinguna í kosning- unum. Dagur ber höfuð og herðar yfir oddvita annarra framboða í borginni. Um 16 prósent borg- arbúa vilja að Halldór Halldórs- son, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, verði næsti borgar- stjóri Reykjavíkur. Það er vel innan við þriðjungur af þeim stuðningi sem Dagur nýtur sam- kvæmt könnuninni. Alls vilja 62,5 prósent kjósenda Sjálfstæð- isflokksins Halldór sem borgar- stjóra, en 20,8 prósent vilja held- ur Dag. Björn Blöndal, oddviti Bjartr- ar framtíðar, nýtur stuðnings um 8,8 prósenta borgarbúa til að setjast í stól borgarstjóra. Björt framtíð tekur við keflinu af Besta flokknum, sem vann afgerandi kosningasigur í síð- ustu kosningum undir forystu Jóns Gnarr. Aðeins 37,7 prósent þeirra sem ætla að kjósa Bjarta framtíð vilja Björn sem borgar- stjóra, en 55,1 prósent vilja Dag heldur í embættið. Aðrir njóta enn minni stuðn- ings sem arftakar Jóns Gnarr. Um 3,5 vilja Sóleyju Tómasdótt- ur, oddvita Vinstri grænna, sem næsta borgarstjóra, og 3 prósent Halldór Auðar Svansson, oddvita Pírata. Þá nefndu 0,5 prósent Þor- leif Gunnarson, oddvita Dögunar. brjann@frettabladid.is Meirihlutinn vill Dag B. Eggertsson í borgarstjórastólinn í Reykjavík Hylli Dags B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík, hefur aukist á síðustu vikum samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Nærri 57 prósent vilja að Dagur taki við embætti borgarstjóra af Jóni Gnarr eftir næstu kosningar. 1. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTASKÝRING | 16 ÁRIÐ 2010 118.326 bjuggu í Reykjavík ÁRIÐ 2014 121.230 bjuggu í Reykjavík Í DAG 90.614 á kjörskrá ÁRIÐ 2013 8,4 milljarðar rekstrarafgangur ÁRIÐ 2013 62,2 milljarðar skuldir Reykjavíkur AÐFERÐAFRÆÐIN Hringt var í 1.089 manns þar til náðist í 802 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki þriðjudaginn 29. apríl. Svarhlutfallið var 73,6 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóð- skrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 63,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Einnig var spurt: Hver vilt þú að verði borgarstjóri eftir kosningarnar? Alls tóku 49,9 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. vi km ör k 3, 4% 2, 5% 2, 0% 1, 3% 1, 2% 0, 5% Dagur B. Eggertsson Halldór Halldórsson Björn Blöndal Sóley Tómasdóttir Halldór Auðar Svansson Þorleifur Gunnarsson 52 ,6 % 56 ,5 % 57 ,9 % 55 ,4 % 19 ,6 % 16 ,0 % 19 ,1 % 13 ,5 % 7, 6% 8, 8% 6, 7% 10 ,4 % 4, 6% 3, 5% 5 ,6 % 1, 8% 3, 2% 3, 0% 1, 7% 4 ,1 % 0, 7% 0, 5% 0, 6% 0, 5% Könnun 12.3.2014 Könnun 29. apríl 2014 Konur Karlar HVER VILT ÞÚ AÐ VERÐI BORGARSTJÓRI EFTIR KOSNINGARNAR? FRAMBOÐSLISTAR Í REYKJAVÍK Kópavogur Reykjavík Seltjarnarnes Björt Framtíð Dögun Píratar Samfylkingin Sjálfstæðis- flokkurinn Vinstri Grænir Framsókn 1. sæti Björn Blöndal, að- stoðarmaður borgarstjóra og tónlistarmaður 1. sæti Þorleifur Gunnlaugsson, varaborg- arfulltrúi 1. sæti Halldór Auðar Svansson 1. sæti Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og læknir 1. sæti Halldór Halldórsson, formaður SÍS 1. sæti Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi 1. sæti sæti Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hdl 2. sæti Elsa Yeoman, forseti borgarstjórnar og húsgagnasmiður 3. sæti Ilmur Kristjáns- dóttir, leikkona 4. sæti Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi 2. sæti Ása Lind Finn- bogadóttir, framhalds- skólakennari 3. sæti Salmann Tamimi, tölvunarfræðingur 4. sæti Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, félags- ráðgjafi 2. sæti Þórgnýr Thor- oddsen 3.sæti Þórlaug Ágústs- dóttir 4.sæti Arnaldur Sigurðarson 2. sæti Björk Vilhelms- dóttir, borgarfulltrúi 3. sæti Hjálmar Sveins- son, varaborgarfulltrúi 4. sæti Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgar- fulltrúi 2. sæti Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi 3. sæti Kjartan Magnús- son, borgarfulltrúi 4. sæti Áslaug María Friðriksdóttir, borgar- fulltrúi 2. sæti Líf Magneudóttir, grunnskólakennari 3. sæti Elín Oddný Sigurðardóttir, félags- fræðingur 4. sæti Hermann Valsson, íþróttakennari 2. sæti sæti Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, hdl. 3. sæti Gréta Björg Egils- dóttir, íþróttafræðingur 4. sæti Jóna Björg Sætran, menntunar- fræðingur Æ T Þ S D V F
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.