Fréttablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 1. maí 2014 | SKOÐUN | 25 Afleiðingar eineltis eru flestum kunnar. Að lenda í einelti er áfall bæði fyrir börn og fullorðna og getur haft verulega alvar- legar sálrænar afleiðing- ar fyrir þann sem fyrir því verður. Kvíðinn sem barnið finnur fyrir þegar það þarf að mæta geranda sínum í skólanum er mik- ill, eins og þess fullorðna sem þarf að líða einelti af hálfu samstarfsaðila. Fullorðið fólk ber ábyrgð á börnunum sem hafa hvorki þroska né úrræði til að verja sig og bjarga sér. Þetta á við um ein- eltismál eins og önnur mál, enda er einelti samfélagsvandamál sem fullorðið fólk þarf að leysa. Einelti er ein tegund ofbeldis og eins og í öðrum ofbeldismál- um á aldrei að semja við gerand- ann. Það ríkir einfaldlega ekki jafningjagrundvöllur þar sem annar aðilinn beitir hinn ofbeldi. Þolandi og gerandi eiga aldrei að vera í þeirri stöðu að þurfa að takast í hendur til að leita sátta. Það gengur einfaldlega ekki upp þegar ofbeldi á í hlut. Ímyndið ykkur að fórnarlamb nauðgunar sé sett í þá stöðu að sættast við nauðgara sinn með handabandi. Alveg eins og einelti getur þrif- ist á vinnustöðum getur eineltis- menning verið ríkjandi í sam- félögum. Það geta verið nokkrir fullorðnir aðilar í litlum sam- félögum sem halda samfélaginu í skefjum með ofbeldi og einelt- istilburðum sem verða til þess að aðrir í samfélaginu þora ekki að standa uppi í hárinu á þess- um aðilum. Þeir vita hvað bíður þeirra geri þeir það. Þegar svo er komið verður til einelt- ismenning þar sem fáir ríkja og aðrir verða ann- aðhvort ómeðvitað eða meðvitað þátttakendur í eineltinu eða þögul vitni. Til er íslenskt sam- félag sem er með virka Facebook-síðu fólks sem hefur þann tilgang að hæða og gera lítið úr öðru fólki í samfélaginu. Eng- inn þorir að rugga bátn- um og ástandið er óheil- brigt. Það er hægt að líkja þessu við áfengissjúka fjöl- skyldu þar sem meðvirkni ríkir. Hins vegar er ofbeldið sem hlýst af eineltinu „hvati“ þeirra sem þegja. Þetta eru mannleg og eðli- leg viðbrögð fólks við óeðlilegum aðstæðum sem eru óheilbrigðar og mannskemmandi. Þetta er ofbeldi. Spáið í hvaða skilaboð við erum að senda börnunum okkar. Brotist út úr vítahringnum Í litlum samfélögum verða stjórn- endur sveitarfélaganna að bregð- ast við ástandi sem þessu. Þeir bera ábyrgð á sínu samfélagi eins og forstjórar bera ábyrgð á sínum fyrirtækjum. Sama lögmál á við hér. Það verður að ræða málið opinskátt og hætta að fela það eða tala í hálfum hljóðum þar sem enginn heyrir. Íbúaþing þar sem vandinn væri ræddur á opinská- an hátt væri þjóðráð. Þar kemur fram vilji flestra til að koma mál- unum í lag. Miklar líkur eru samt á að gerendurnir eða ofbeldis- mennirnir sem vilja stjórna sam- félaginu með ofbeldi mæti ekki á fundinn en það er í raun alveg sama þar sem á fundinum verður gert ljóst að slík hegðun í samfé- laginu sé ekki liðin og það þjapp- ar góða hópnum saman og styrkir hann og stjórnendur í baráttunni gegn þessum illu öflum. Öllum verður ljóst að einelti sé ekki liðið og að þöggunin sé besti vinur ofbeldismannsins. Þetta er leið til að flæma þá í burtu sem eiga það skilið en ekki þá sem verða fyrir ofbeldi eins og virðist því miður oftar vera raunin. Í heimilisofbeldismálum er nú farið að fjarlægja gerandann af heimilinu í stað fórnarlambs- ins og það sama á að eiga við um gerendur í eineltismálum. Einelti þarf að stöðva því það lagast ekki af sjálfu sér. Svo er enn meiri skaði skeður fyrir samfélög sem eru komin á síður fjölmiðla sem samfélag sem lætur ofbeldis- menn vaða uppi. Samstaða og upplýst umræða eru lykilorð í baráttunni gegn einelti því það splundrar samfélögum og eitrar og afleiðingar þess geta haft víð- tæk áhrif. Ég skora á stjórnend- ur samfélaga sem glíma við slík- an vanda að sýna ábyrgð og þor og taka á meininu strax áður en skaðinn verður of mikill. Eineltismenning í samfélögum Í Reykjavík búa tæplega 25 þúsund börn sem eru sextán ára og yngri og á hverju ári er sérstök hátíð haldin þeim til heiðurs. Barnamenningarhátíð í Reykjavík er nú haldin í fjórða skipti og stendur fram til sunnudagsins 4. maí. Búist er við að um 40 þúsund manns muni njóta þeirra 125 glæsilegu við- burða sem eru á Barna- menningarhátíð í ár. Fjöl- breytni og úrval einkenna dagskrána eins og sjá má á heima- síðu hátíðarinnar www.barna- menningarhatid.is og í bæklingi sem öll leikskóla- og grunnskóla- börn í Reykjavík fengu heim með sér. Í Iðnó verður sköpun og leik- gleði gert hátt undir höfði í sér- stöku barnamenningarhúsi undir nafninu Ævintýrahöllin. ASSITEJ Ísland – samtök um leikhús fyrir unga áhorfendur, efna til leiklist- arhátíðar með vönduðum leik- og danssýningum, vinnusmiðjum og fleiri spennandi viðburðum. Víða um borgina verða alls kyns við- burðir fyrir alla aldurshópa. Þema hátíðarinnar í ár er öryggi og taka Barnamenning- arhátíð í Reykjavík og Neyðarlín- an höndum saman um að kenna börnum mikilvægi þess að nýta sér neyðarnúmerið 112. Skila- boðin eru þau að barn eigi ekki einungis að nota númerið þegar eldsvoða og slys ber að höndum heldur líka ef því líður illa eða einhverjum sem það þekkir líður illa. Einn einn tveir lagið var samið í þeim tilgangi af Dr. Gunna og Þórarinn Eldjárn gerði textann. Hér er eitt erindi úr laginu: Neyðarnúmerið Sem notast allir við - ekki einungis Við eldsvoða og slys – Er líka vernd og vörn Sem virkar fyrir börn Ástæða þess að Barnamenning- arhátíð í Reykjavík er jafnglæsileg og stór hátíð og raun ber vitni er vinna og sköpunarkraftur um 600 kvenna og manna sem standa á bak við viðburði hátíðarinnar. Allt þetta fólk á heiður skilinn fyrir að vinna að einu göfugasta markmiði sem til er, að gleðja börn. Ömmur, afar og foreldrar eru hvött til að kynna sér dagskrá hátíðarinnar þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, og skemmta sér svo konunglega með börnunum næstu daga. Gleðilega Barnamenningarhátíð í Reykja- vík 2014! Einn einn tveir og barnamenning ➜ Þema hátíðar- innar í ár er öryggi og taka Barnamenning- arhátíð í Reykjavík og Neyðarlínan höndum saman um að kenna börnum mikilvægi þess að nýta sér neyðarnúmerið 112. EINELTI Hildur Jakobína Gísladóttir ráðgjafi hjá Heil- brigðum stjórnarháttum ➜ Einelti er ein tegund ofbeldis og eins og í öðrum ofbeldismálum á aldrei að semja við gerandann. Það ríkir einfaldlega ekki jafn- ingjagrundvöllur þar sem annar aðilinn beitir hinn ofbeldi. Þolandi og gerandi eiga aldrei að vera í þeirri stöðu að þurfa að takast í hendur til að leita sátta. MENNING Sigríður Dögg Guðmundsdóttir kynningarstjóri Barnamenn- ingarhátíðar í Reykjavík Veit á vandaða lausn MIKIÐ ÚRVAL AUKAHLUTA • Grill og aukahlutir fást einnig í Búsáhöld, Kringlunni og Líf & list, Smáralind. NÚ HITNAR Í KOLUNUM án reyks með Lotus kolagrilli Fastus kynnir byltingarkennt borðgrill F A S TU S _F _1 4. 04 .1 4 • Innbyggð vifta sem tryggir kolum súrefni • Tilbúið til matreiðslu eftir 3-4 mínútur • Tvöfaldur veggur - kemur í veg fyrir að ytra byrði hitni • Mjög góð hitastýring á kolum • Hægt að færa grillið til eftir þörfum þegar það er í notkun • Fitan lekur ekki á kolin • Auðvelt að þrífa - hægt að taka alveg í sundur • Má fara í uppþvottavél Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Grillpönnur Tangir Penslar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.