Fréttablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 18
1. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 18
Grillmeistarar hafa gjarnan bjór
við hönd við grillun kjöts. Nú er
ástæða til að opna flöskuna tals-
vert áður en grillunin hefst því
að rannsókn vísindamanna við
Háskólann í Porto í Portúgal hefur
leitt í ljós að sé kjöt marínerað í
bjór áður en það er grillað mynd-
ast minna af skaðlegum efnum við
grillunina sem geta aukið hættuna
á krabbameini í ristli.
Krabbameinsvaldandi efnin
eru kölluð sindurefni. Efni sem
geta komið í veg fyrir skaðleg
áhrif þeirra eru andoxunarefni og
bjór er ríkur af þeim. Þess vegna
ákváðu vísindamennirnir að kanna
hvaða áhrif það hefði ef kjöt væri
marínerað í bjór fyrir grillun.
Kjötið sem var grillað var ýmist
marínerað með ljósum bjór eða
dökkum. Kenningin var sú að færri
skaðleg efni myndu myndast þegar
kjöt var marínerað í ljósum bjór en
þegar kjöt var ekki marínerað. Vís-
indamennirnir gerðu jafnframt ráð
fyrir að þar sem meira er af andox-
unarefnum í dökkum bjór myndu
myndast enn færri skaðleg efni við
grillun kjöts með slíkri maríner-
ingu en við grillun kjöts sem mar-
ínerað var í ljósum bjór. Niðurstað-
an var eins og þeir bjuggust við.
Greint er frá rannsókninni
í grein sem birtist í Journal of
Agricultural and Food Chemistry
í mars síðastliðnum.
Hollara að marínera kjöt
í bjór áður en það er grillað
Andoxunarefni í bjór draga úr skaðlegum efnum sem geta myndast við grillun kjöts. Hollara að marínera kjöt
í dökkum bjór en ljósum. Mikilvægt er að þrífa alltaf sýnilega fitu af grillinu þegar grillun er lokið.
Á vef umboðsmanns barna segir
að einelti sé ofbeldi sem hafi
ýmsar birtingarmyndir. Hér
á eftir fara dæmi um nokkrar
þeirra:
Munnlegt ofbeldi er uppnefni,
stríðni eða niðurlægjandi athuga-
semdir.
Félagslegt ofbeldi er þögn eða
algert afskiptaleysi, þegar barnið
er skilið út undan í leik og því er
til dæmis ekki boðið í afmælis-
veislur.
Efnislegt ofbeldi er þegar
eigum fórnarlambsins er til
dæmis stolið eða þær eyðilagðar.
Andlegt ofbeldi er þegar barnið
er þvingað til að gera eitthvað
sem stríðir algerlega gegn rétt-
lætiskennd þess og sjálfsvirðingu,
það fær endurtekið neikvæðar
athugasemdir og hótanir.
Líkamlegt ofbeldi er þegar
gengið er í skrokk á barninu.
Bent er á að það sem skilur
á milli eineltis og þess að börn
gantist í góðu sé samband gerand-
ans og fórnarlambsins og tilgang-
urinn með samskiptunum. - ibs
Umboðsmaður barna:
Hvað er einelti?
Næstum tveir þriðjuhlutar 16 til
18 ára unglinga í Svíþjóð, sem
segjast drekka áfengi, myndu
ekki reyna að útvega sér það hjá
sprúttsala ef þeir fengju það ekki
hjá einhverjum sem þeir þekkja.
Þetta er niðurstaða könnunar
sænskra samtaka um upplýsing-
ar um áfengi og tóbak, Central-
förbundet för alkohol och nar-
kotikaupplysning. Þátttakendur
í rannsókninni voru eitt þúsund.
Á fréttavefnum Metro er haft
eftir stjórnanda samtakanna,
Håkan Leifman, að niðurstaðan
sýni að það skipti máli þegar for-
eldrar, félagar og eldri systkini
ákveða að kaupa hvorki áfengi
fyrir unglingana né bjóða þeim
áfengi.
Um helmingur unglinganna
sem þátt tóku í könnuninni sagð-
ist drekka áfengi. Fimmtungur
kvaðst mundu snúa sér til ein-
hvers annars fullorðins ef eng-
inn náinn þeim myndi aðstoða við
útvegun áfengis.
Í árlegri könnun samtakanna
um vímuefnavenjur kváðust 13
prósent nemenda í níunda bekk
hafa stundað kynmök án getnað-
arvarna undir áhrifum áfengis, 17
prósent sögðust hafa lent í rifrildi
við einhvern og 12 prósent sögð-
ust hafa verið í bíl með drukknum
ökumanni. - ibs
Könnun var nýlega gerð meðal sænskra unglinga:
Fara ekki til sprútt-
sala aðstoði nánir
ekki við áfengiskaup
VÍNBÚÐ Um helmingur sænskra unglinga á aldrinum 16 til 18 ára, sem þátt tóku í
nýlegri könnun, kvaðst drekka áfengi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Góð regla er að taka grillið í gegn á
vorin og þrífa í hvert skipti sýnilega
fitu að lokinni grillun. Fita sem situr
á grindum og lekur ofan í grillið
brennur næst þegar grillað er og þá
geta skaðleg efni sest á matvælin.
Gæta þarf þess að kjöt eða safi
úr kjöti komist ekki í snertingu við
matvæli sem eru tilbúin til neyslu,
svo sem grænmeti og kaldar sósur.
Hægt er að koma í veg fyrir kross-
mengun með því að nota sérstaka
töng fyrir hrátt kjöt og aðra fyrir
kjötið þegar búið er að grilla það.
Jafnframt er hægt að koma í veg
fyrir krossmengun með því að nota
eitt fat fyrir hrátt kjöt og annað fyrir
grillað kjöt.
Mikilvægt er að gegnsteikja kjúk-
linga, svínakjöt og unnar kjötvörur
svo sem hamborgara þar sem meiri
líkur eru á örverum inni í hökkuðum
vörum en í hreinum vöðvum.
Heimild: Matvælastofnun
GRILLARÐU MATINN
ÞINN Á RÉTTAN HÁTT?
GRILLAÐ KJÖT Kjöt brennur síður þótt það sé marínerað aðeins rétt áður en grillað
er, að því er segir á vef Matvælastofnunar. NORDICPHOTOS/GETTY
SKILIN ÚT UNDAN Einelti er þegar
barn er skilið út undan í leik.
NORDICPHOTOS/GETTY
Á vef Matvælastofnunar segir
að sé kjöt grillað við háan hita og
það nær að kolast myndist efna-
sambönd sem geta verið stökk-
breytandi. Það fari eftir því
hversu lengi kjötið er á grillinu
og hversu hár hitinn er hversu
mikið magn af efnunum myndast.
Bent er á að svo virðist sem mun
minna myndist af þessum efnum
þegar sjávarfang eða grænmeti
brennur á grillinu en þegar kjöt
kolast.
Skera á kolaða eða brennda
hlutann ávallt í burtu. Svartir
bitar innihalda langmest skað-
legu efnanna, að því er segir á vef
Matvælastofnunar. Þar segir jafn-
framt að kjöt brenni síður þótt
marínerað sé einungis rétt áður
en grillað er. ibs@frettabladid.is
V M - F É L A G V É L S T J Ó R A
O G M Á L M T Æ K N I M A N N A
Félagsmenn fjölmennum og tökum
þátt í kröfugöngu og útifundi 1. maí.
Safnast verður saman á Hlemmi kl. 13:00
og hefst gangan hálftíma síðar.
Kl. 14:10 hefst útifundur á Ingólfstorgi.
Boðið verður upp á kaffi að
útifundi loknum í Gullhömrum
Grafarholti, frá kl. 15:00 - 17:00.