Fréttablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 6
1. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 ORKUMÁL „Landsnet hefur með umsögninni að nýju skapað óvissu um hvenær háspennulínurnar verða teknar niður,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjar- stjóri Hafnarfjarðar, um umsögn Landsnets um tillögu að nýju aðal- skipulagi bæjarins. Í umsögninni ítrekar fyrirtæk- ið að háspennulínur sem liggja að Hamranesi við Vallahverfið í Hafnarfirði verði ekki fjarlægð- ar nema að fyrirvarar um aukna orkuflutninga um svæðið verði uppfylltir. Fyrirvarana má finna í samkomulagi Landsnets og bæjar- yfirvalda frá 2009. „Þetta er mjög undarleg yfir- lýsing því við gerðum viðauka við samkomulagið árið 2012 sem við töldum tryggja færslu allra þess- ara háspennulína. Samkvæmt viðaukanum átti að byrja niðurrif vorið 2016 og línurnar áttu að vera farnar 2020,“ segir Guðrún. Hún segir að bæjaryfirvöld muni óska eftir fundi með fyrirtækinu vegna málsins. Guðmundur Ingi Ásmunds- son, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir enn stefnt að niðurrifi fyrir lok árs 2020. „Samkomulagið frá 2009 er óbreytt og í fullu gildi. Við erum bara að benda á þessa fyrirvara um að ef það verða meiriháttar forsendubreytingar, á þann veg að það þurfi ekki að flytja jafn mikla orku um svæðið og fara í framkvæmdir við fyrirhugaða Suðvesturlínu, þá megi endur- skoða þessar framkvæmdir,“ segir Guðmundur. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, segir málið í hnút og að bæjaryfir- völd og Landsnet hafi túlkað við- auka samningsins á ólíkan hátt. „Það er ljóst samkvæmt þess- um athugasemdum Landsnets að viðaukinn sem gerður var við upp- runalega samninginn hefur alls ekki styrkt stöðu bæjarins. Upp- runalegi samningurinn var með þeim fyrirvara að forsenda nið- urrifs væri að uppbygging orku- freks iðnaðar á Suðurnesjum yrði að veruleika. Landsnet er nú að ítreka þá fyrirvara,“ segir Rósa. Landsnet segir einnig í umsögn- inni að Hafnarfjarðarbær þurfi að bera kostnað sem fylgir því að leggja í jörðu háspennulínur sem fara í gegnum land bæjarins að tengivirki fyrirtækisins í Hamra- nesi. Kostnaður við framkvæmd- irnar hlypi á hundruðum milljóna króna. „Það breytir því ekki að Lands- net ber ábyrgð á að byggja upp raf- línur fyrir íbúa þessa lands. Sveit- arfélagið vill þessa strengi í jörðu og við vekjum athygli á því að það er sveitarfélagið sem gefur fram- kvæmdaleyfi fyrir framkvæmd- um og Landsnet er á sama tíma að reyna að koma hér upp raflínum til Suðurnesja í gegnum sveitarfé- lagið,“ segir Guðrún. haraldur@frettabladid.is Bæjarstjóri gagnrýnir óvissu um niðurrif háspennulína Landsnet hefur skapað óvissu um niðurrif háspennulína við Vallahverfið í Hafnarfirði, segir bæjarstjórinn. Fyrirtækið stefnir að niðurrifi fyrir 2020 en það veltur á uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Suðurnesjum. Á VÖLLUNUM Háspennulínur Landsnets gnæfa yfir Vallahverfið í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1. Hver skipar fyrsta sæti á lista Fram- sóknar og fl ugvallarvina í Reykjavík? 2. Hvað heitir sænska liðið sem Ragn- ar Nathanaelsson hefur samið við? 3. Í hvernig búningum verður hljómsveit- in Pollapönk í Eurovision-keppninni? SVÖR: Pétur Pétursson, íbúi í Vallahverfinu, gagnrýndi samning Hafnarfjarðar- bæjar og Landsnets, sem gefur fyrirtækinu frest til 2016 til að hefja niður- rifið, á íbúafundi í bænum í júní á síðasta ári. „Ég benti á að línurnar skerða lífsgæði íbúa og þá erum við ekki að tala eingöngu um sjónmengun. Það er stanslaus niður frá tengivirkinu og þegar það er raki eða rigning magnast suð frá línunum,“ segir Pétur. „Það eru fleiri byrjaðir að setja sig inn í málið og ég heyrði um daginn að það ætti að ganga undirskriftalisti um hverfið þar sem þessum línum yrði mótmælt.“ Háspennulínurnar trufla Vallabúa Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI SVEITARSTJÓRNIR Nýtt aðalskipu- lag Hafnarfjarðarbæjar var sam- þykkt samhljóða á fundi bæjar- stjórnar í gær. Sigríður Björk Jónsdóttir, formaður skipulags- og byggingaráðs, segir helstu áhersluþætti í skipulaginu vera umhverfismál, samgöngur og húsverndun. Í aðalskipulaginu eru áherslur á að þétta byggð og hægja á þenslu á ósnortin hraunasvæði í jaðri hennar meira en áður. Þá er gefinn kostur á að byggja íbúðir í hluta eins af eldri iðnaðarsvæð- unum. Að auki er kveðið á um verndun yfirbragðs heillegra húsaraða og hverfa sem bera stíl- brigði ákveðinna tímabila í bygg- ingarsögu bæjarins. - fbj Nýtt aðalskipulag samþykkt: Húsverndun hluti skipulags HÝRI HAFNARFJÖRÐUR Áhersla er á þéttingu byggðar í aðalskipulagi Hafnar- fjarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Bandaríkjamenn voru þeir sem greiddu mest með greiðslukortum sínum hér á landi í fyrra eða tæpa 14 milljarða króna, sem svarar til um 120 þús- und króna að meðaltali á hvern Bandaríkjamann. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Rann- sóknarsetri verslunarinnar. Bretar eru í næsta sæti með um 11 milljarða og þar á eftir Norðmenn með tæpa 9 milljarða. - fbj Bandaríkjamenn eyða mest: Eyðslu deilt nið- ur á þjóðerni LANDBÚNAÐUR Kálfurinn Hvíti Gauti verður seldur hæstbjóðanda á uppboði á sunnlenska sveitadeg- inum sem verður haldinn á Sel- fossi um helgina. Að ósk Guðbjargar Jónsdóttur, bónda á Læk, og barna hennar, en þau eru eigendur kálfsins, verð- ur ágóðinn af uppboðinu notaður til fegrunar og umbóta á aðstöðu fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra á nýstofnaðri göngudeild á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, sem verður meðal ann- ars fyrir krabbameinssjúklinga. Nafn kálfsins er til heiðurs eigin- manni Guðbjargar, Gauta Gunn- arssyni bónda á Læk, sem lést fyrir stuttu úr krabbameini, aðeins 43 ára gamall. Það er von Guðbjargar að vel verði tekið í uppboðið og mynd- arlegur sjóður muni líta dagsins ljós. Kálfurinn Hvíti Gauti mun að uppboði loknu fara í Húsdýra- garðinn og dvelja þar um ókomna tíð. - mhh, jme Hvítasti kálfur landsins boðinn upp á sunnlenska sveitadeginum á Selfossi: Gauti flytur í Húsdýragarðinn GÍSLI GAUTASON Á LÆK Heldur á Hvíta Gauta, sem er reyndar kvíga. FRÉTTABLAÐIÐ/MHH 1. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. 2. Sundsvall Dragons. 3. Matrósafötum. SAMFÉLAGSMÁL Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) mun setja baráttuna um fordómalaust samfélag á odd- inn í 1. maí göngunni í dag. Gönguhópur ÖBÍ verður sam- kvæmt tilkynningu bandalagsins litríkur þar sem göngufólki verð- ur gefið buff með áletrununum „Burt með fordóma“ og „Betra samfélag“ og marglitum tákn- myndum. „Myndirnar vísa til fjölbreyti- leika samfélagsins,“ segir í til- kynningunni. - hg Litrík 1. maí ganga ÖBÍ: Ganga gegn fordómum VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.