Fréttablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 8
1. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 STJÓRNSÝSLA „Ég, veiðiþjófur- inn, ætla að leggja hérna nokkur orð í belg,“ segir Einar S. Ólafs- son stangveiðimaður sem kærð- ur hefur verið af þjóðgarðinum á Þingvöllum fyrir veiðar og dráp á urriða í vatninu. Setningin að ofan er upphaf greinar Einars sem birtist á Vísi í dag. Einar kveðst þar fljótlega hafa verið viss um að fleira hafi hangið á spýtunni hjá þjóðgarðs- verði á Þingvöllum en að kæra veiðimann með nokkra urriða. „Enda kom í ljós að í kæru lög- fræðings Þingvallanefndar, þar sem ég er kærður fyrir „meintar ólöglegar veiðar“, er setning sem er forsenda kærunnar og afhjúp- ar raunverulegan tilgang hennar, að ég tel. Setningin er eitthvað á þessa leið að lögmaður Þingvalla- nefndar efast um lögmæti veiði- leyfasölu Kárastaða í Þingvalla- sveit. Á íslensku: Þingvallanefnd ásælist veiðirétt ábúenda á Kára- stöðum,“ skrifar Einar. Til að skýra málið segir Einar að samkvæmt laxveiðilögum séu lax- veiðar í sjó bannaðar nema á lög- býlum sem hafa hlunnindi af slík- um veiðum og skapast hafi hefð fyrir. Því sé hefð fyrir hlunninda- veiðum sterkari en lögin. Því verði erfitt að finna dómara sem dæmir veiðirétt í Þingvallavatni af Kára- stöðum. Sú jörð er í eigu ríkisins og hefur öll verið innan þjóðgarðs- ins frá árinu 2004 en er leigð til ábúanda. „Hér er, með óttalega subbu- legri stjórnsýslu, verið að reyna að stækka áhrifasvæði sitt. Þjóðgarð- svörður hefur látið út úr sér setn- ingar sem allar bera þess keim að til standi að víkka út tjaldhælana, eins og: Ætli það sé ekki best að kaupa upp netaveiðirétt bænda í vatninu, og: Ef að það reynist rétt að verið sé að drepa urriða veidd- an í net og á stöng í stórum stíl í vatninu, verður að bregðast við því. Í báðum ofangreindum setn- ingum talar hann eins og sá sem valdið hefur,“ segir Einar og brýn- ir fyrir jarðeigendum við vatnið að standa saman. „Land þjóðgarðsins, það land sem þjóðgarðurinn raunverulega á, er einungis lítill hluti af því landsvæði sem að vatninu liggur og er það einlæg ráðlegging mín til allra sem eiga hagsmuna að gæta, að spyrna við því karlmannlega fótum að áhrif þjóðgarðsmanna verði meiri við vatnið en sem nemur því hlutfalli,” segir Einar í grein sinni sem lesa má á Vísi. Ólafur Örn Haraldsson þjóð- garðsvörður og Sigrún Magnús- dóttir, formaður Þingvallanefnd- ar, hafa ekki svarað fyrirspurnum Fréttablaðsins varðandi þetta mál. gar@frettabladid.is Veiðimaður segir þjóðgarð reka subbulega stjórnsýslu Veiðimaðurinn sem þjóðgarðurinn á Þingvöllum kærði fyrir urriðadráp segir að tilgangurinn sé að sölsa undir sig veiðiréttindi á Kárastöðum. Hann skorar á hagsmunaaðila við vatnið að spyrna „karlmannlega“ við fótum. Á ÞINGVÖLLUM Kyrrðin í friðlandinu á Þingvöllum hefur verið rofin með deilum um veiðirétt og veiðireglur við vatnið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SKÓLAMÁL Mennta- og menning- armálaráðuneytið hefur ákveð- ið að leggja sjóðnum Forriturum framtíðarinnar lið með tveggja milljóna króna styrk. „Þetta er ákveðin viðurkenning á okkar starfi og erum við mjög stolt af því að ráðuneytið líti til okkar sem afls sem raunveru- lega getur breytt og haft áhrif á hlutina,“ er í til- kynningu haft eftir Guðmundi Tómasi Axelssyni, markaðsstjóra RB og stjórnarmanni í Forriturum framtíðarinnar. Skólar og sveitarfélög geta sótt um styrki úr sjóðnum til að efla tæknikennslu og notkun tækni í skólastarfi. - óká Forritarar framtíðar fá styrk: Tvær milljónir reiddar fram HEILBRIGÐISMÁL Ónæmi gegn sýklalyfjum er að verða alvarleg ógn við heilsufar fólks um heim allan. Þetta fullyrðir Alþjóðaheil- brigðisstofnunin í nýrri skýrslu. Í henni er sagt frá því að búast megi við því að sýklalyf verði gagnslaus, þannig að fólk taki að láta lífið af völdum einfaldra sýk- inga sem auðvelt hefur verið að lækna með sýklalyfjum síðustu áratugina. Grípa þarf til afger- andi aðgerða til að vinna á móti þessu. - gb Ónæmi ógnar heilsufari: Sýklalyf gætu orðið gagnslaus ÚKRAÍNA, AP Úkraínustjórn viður- kennir að her og lögreglulið lands- ins geti lítið sem ekkert ráðið við ástandið í austurhluta þess. „Ég skal tala hreint út: Sem stendur eru öryggissveitir ófær- ar um að ná með skjótum hætti tökum á ástandinu í Donetsk og Luhansk,“ sagði Oleksandr Túrtsj- ínov, sem til bráðabirgða gegnir forsetaembætti Úkraínu. „Öryggissveitirnar eru ófærar um að sinna þeirri skyldu sinni að vernda borgara landsins. Þær standa ráðþrota gagnvart þessu. Auk þess hafa sumar þessara sveita ýmist veitt hryðjuverka- samtökunum aðstoð eða verið í samstarfi við þær.“ Aðskilnaðarsinnar í austan- verðri Úkraínu hafa náð stjórn- sýslubyggingum í flestum stærri borgum á sitt vald. Úkraínustjórn og leiðtogar á Vesturlöndum hafa sakað Rússa um að hafa kynt undir ólgunni og jafnvel aðstoðað upp- reisnarmennina. Rússar neita þessu og segja stjórnina í Kænugarði bera alla ábyrgð á ástandinu. - gb Úkraínustjórn segist ráðalaus gagnvart ólgu: Her og lögregla ráða ekkert við ástandið BROTIST INN Í LÖGREGLUSTÖÐ Uppreisnarmenn í borginni Luhansk náðu lög- reglustöðinni þar á sitt vald á þriðjudag. NORDICPHOTOS/AFP GUÐMUNDUR T. AXELSSON BANDARÍKIN Íslendingur valdur að slysi 26 ára Íslendingur búsettur í Boca Raton í Flórída var handtekinn í byrjun vikunnar eftir að hafa ekið utan í mótor- hjól sem tvímennt var á. Ökumaður og farþegi féllu við og slösuðust nokkuð, að því er fram kemur á fréttavef CBS12 í Flórída. Íslendingurinn, sem ók gráum Hyundai Elantra-bíl, flúði af vettvangi en var handtekinn síðar af lögreglu. Mann- inum var sleppt úr fangelsi á þriðjudag gegn 3.000 dollara tryggingu. Nánar á dika.is Ný og framsækin lögmannsstofa hefur starfsemi sína að Engjateigi 5 í Reykjavík. Lögmenn stofunnar hafa víðtæka reynslu af málflutningi og lögfræðilegri ráðgjöf. Boðið er upp á nýjungar í lögmannsþjónustu á Íslandi, meðal annars fyrsta viðtal án endurgjalds og skjalagerð á föstu verði. Við opnum í dag SJÁVARÚTVEGUR „Grásleppuvertíðin hefur, það sem af er, gengið illa. Veiðin hefur verið mun minni en í fyrra og þátttaka hefur einnig verið minni,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Hann segir þennan minni áhuga aðallega skýrast af því að verðið fyrir hrognin sem sé í boði sé mjög lágt. „Þá telja menn að það svari ekki kostnaði að fara af stað í veiðarnar.“ Örn ímyndar sér þó að verðið muni hækka þegar ljóst verður að framboð á hrognum verður mun minna í ár en það var í fyrra. Veiðar Grænlend- inga, sem eru sú þjóð sem veiðir á móti okkur og veiddi mest í fyrra, fara einnig mjög illa af stað. „Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að það verði mun minna framboð á grásleppuhrogn- um á þessu ári, en hefur verið undanfarin ár. Ég ætla að vona að það verði til þess að verðið hækki og að karlarnir geti haft eitthvað upp úr þessu,“ segir hann. Veiðin hefur þó verið nokkuð góð það sem af er á Ströndum og hafa grásleppuveiði- menn sem róa frá Drangsnesi og Hólmavík veitt vel. Á heimasíðu Fiskistofu má sjá að veiðileyfi 162 báta hafa nú verið virkjuð. Í fyrra voru gefin út 284 leyfi en á vertíðinni 2012 voru þau 339 talsins. - skó Grásleppuveiðar fara illa af stað á þessu ári, færri veiða og verð er mjög lágt en ástandið gæti skánað: Lítið framboð gæti leitt til hærra verðs ÖRN PÁLSSON framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.