Fréttablaðið - 10.05.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.05.2014, Blaðsíða 2
10. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2FRÉTTIR 2➜10 SKOÐUN 12➜17 HELGIN 18➜44 SPORT 66 MENNING 54➜59 Pollapönk Landsmönnum létti stórlega þegar Pollapönk komst í úrslit í Júróvision. Drengirnir stóðu sig eins og hetjur og var vel fagnað eft ir að þeir fl uttu lag sitt Enga fordóma í undanúrslitakeppninni í Kaup- mannahöfn. Lísa Ólafsdóttir selur dýr- asta ilmvatn sem hægt er að kaupa hér á landi í verslun sinni. 50 millilítrar af ilminum kosta 128 þúsund krónur. Formaður íslenskra atvinnufl ugmanna, H afsteinn Pálsson, stóð í ströngu við að verja það að fl ugmenn Ice- landair, sem eru með talsvert hærri laun en fl estir aðrir í þjóðfélaginu, væru að fara í verkfall. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala segir þrengslin á sjúkrahúsinu óviðunandi. Hún segir það alvarlegasta við þrengslin vera að sjúk- lingar smiti hver annan. FIMM Í FRÉTTUM KJARABARÁTTA OG EVRÓVISJÓN ➜ Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra bar af sér allar sakir þegar hún svaraði fyrirspurnum á Alþingi um stóra lekamálið. Hún sagðist aldrei hafa sagt Alþingi ósatt í málinu. Annars kvaðst hún lítið geta tjáð sig um lekamálið á meðan lögreglurannsókn á því stendur yfi r. SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Frábært verð! HEILRÆÐI 12 Þorsteinn Pálsson um efnahagsmál. AF HVERJU? 17 Einar Benediktsson um utanríkismál. KOMA TOLLAR Á LANDBÚNAÐAR- VÖRUR NEYTENDUM EKKI VIÐ? 16 Jóhannes Gunnarsson um neytendamál. SUMARDRYKKUR 18 Uppskrift að dásamlegum piparmyntu- og súkkulaðidrykk. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2014 28 Fréttablaðið skoðar stöðuna í Reykjanesbæ þar sem eru sex framboð, þar af þrjú ný. MYRT Á AFMÆLISDEGI SONAR SÍNS 32 Íslenskir ástríðuglæpir taka fyrir skelfi legt morðmál frá árinu 1988. FROZEN FÆR FJÓRAR STJÖRNUR 38 Magnea Sindradóttir er kvikmyndarýnir vikunnar á krakka- síðunni. STÓRKOSTLEGUR SÖNGVARI 54 Jónas Sen heillaðist á Sinfóníutónleikum. ÚTRÁS TIL MIÐ-AUSTURLANDA 54 Íslenskar bækur þýddar í stríðum straumi á arabísku. LOSNA ALDREI VIÐ EUROVISION 59 Íslenskar Eurovision-stjörnur skemmta víða um land. Á ALLAR EUROVISION-KEPPNIRNAR SÍÐAN 1985 74 Jónína Kristín er einn af heitustu aðdáendum Eurovision á Íslandi. ÍSLENDINGUR STRÍÐIR DÖNUM 74 Íslendingurinn Viðar Örn Sævarsson er í þriðja sæti í evrópskri tónlistarkeppni, EuroMusic Contest 2014. LÍFIÐ 60➜74 MARKAKÓNGURINN TIL SÖLU 66 Alfreð Finnbogason segir líklegt að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Heerenveen í Hollandi þótt hann eigi enn tvö ár eft ir af samningi sínum. VÍSINDI „Það lýsir bæði hroka og og skringilegri forræðishyggju að halda því fram að fullveðja Íslendingar séu ekki færir um að taka ákvörðun um að taka þátt í að sækja nýja þekkingu um sjúk- dóma og heilsu eða ekki,“ þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Tilefnið er gagnrýni hóps fræði- manna við hugvísindadeild Háskóla Íslands á framkvæmd lífsýnasöfnunar 100 þúsund Íslendinga sem Íslensk erfðagrein- ing stendur fyrir nú í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörg. „Það felst alltaf einhver þrýst- ingur í því þegar maður nálgast einstakling og biður hann að taka þátt í læknisfræðirannsókn,“ segir Kári. „Það er bara spurning um hvað er óeðlilegur þrýstingur.“ Kári segir gagnrýni hópsins ómál- efnalega. „Ef stjórnmálamenn trúa því að það sé gott að gera upp- götvanir í læknisfræði þá auðvitað hvetja þeir fólk til að taka þátt.“ Gagnrýni fræðimannanna snýr meðal annars að því að fólk sé beðið um að veita samþykki sitt fyrir umfangsmikilli rannsókn án þess að um hana hafi farið fram upplýst umræða. Björgunar- sveitar menn á vegum Lands- bjargar hófu söfnun lífsýnanna daginn eftir að beiðni var send út til fólks um þátttöku. „Ég er ekk- ert viss um að við höfum gert þetta nákvæmlega rétt og það er erfitt að vera viss um það bæði núna og eftir á hvað hefði verið rétt,“ segir Kári. „Vandamálið er að ef þú sendir póst þá er búið að henda honum eftir tíu daga. Ég er ekki að halda því fram að þetta sé full- komin framkvæmd hjá okkur en markmiðið er að auka getu okkar til að gera uppgötvanir, það er ekk- ert annað sem að baki býr.“ Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki og stjórnar formaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir að aðferðin við söfnun lífsýnanna sé fordæma- laus. „Það er mjög óeðlilegt þegar um er að ræða vísindarann sóknir að þetta sé sett fram sem ein- hvers konar hópefli. Það er verið að skapa einhverja þjóðarstemn- ingu með landsþekktum skemmti- kröftum og stjórnmálamönnum.“ Fram kom í Fréttablaðinu á fimmtudag að vísindasiðanefnd hafi verið einróma í samþykki sínu á aðferð rannsóknarinnar. Þess má geta að Kristján Erlends- son, formaður vísindasiðanefnd- ar, gegndi um nokkurra ára skeið embætti framkvæmdastjóra sam- starfsverkefna hjá Íslenskri erfða- greiningu. snaeros@frettabladid.is Kári segir gagnrýni á rannsókn hrokafulla Hart er tekist á um siðferðisleg álitaefni vegna lífsýnasöfnunar Íslenskrar erfða- greiningar. Heimspekiprófessor segir að óeðlilegum aðferðum sé beitt við söfnun- ina og að henni svipi til hópeflis. Kári Stefánsson hafnar gagnrýni fræðimannanna. ÓSAMMÁLA GAGNRÝNINNI Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gefur lítið fyrir gagnrýni fræðimanna við Háskóla Íslands og segir hana ómálefna- lega og hrokafulla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ef stjórnmálamenn trúa því að það sé gott að gera uppgötvanir í læknis- fræði þá auðvitað hvetja þeir fólk til að taka þátt. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. LÖGREGLUMÁL Hópnauðgunin sem nú er til rann- sóknar hjá lögreglu átti sér stað á heimili eins hinna grunuðu í málinu. Lögregla rannsakaði íbúðina á miðvikudag, sama dag og fimmmenn- ingarnir sem grunaðir eru í málinu voru hand- teknir. Atvikið átti sér stað í samkvæmi í Breiðholti aðfaranótt sunnudags. Húsráðendur voru ekki heima en samkvæmið var þó haldið með þeirra vitneskju. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins hafði þó nokkur gestagangur verið um kvöldið en nauðgunin á að hafa átt sér stað þegar fáir gestir voru eftir í samkvæminu. Fimm ungir menn, fjórir undir lögaldri, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins í gær. Þeir hafa allir kært gæsluvarðhaldsúr- skurðinn. Heimildir blaðsins herma að myndband sem til er af verknaðinum og tekið var af einum brotamannanna sé ekki í almennri dreifingu. Það hafi gengið fólks á milli síðan verknaðurinn átti sér stað en sé ekki aðgengilegt á internet- inu. Upphaflega voru sex menn handteknir í mál- inu en einungis fimm þeirra hafa stöðu grun- aðra vegna þess. Ekki var farið fram á gæslu- varðhald yfir þeim sjötta og hefur hann því verið látinn laus. - ssb Fimmmenningarnir hafa allir áfrýjað gæsluvarðhaldsúrskurði til Hæstaréttar: Hópnauðgunin var í heimahúsi SÉRSVEITIN Á STAÐNUM Fjölmennt lögreglulið og sér- sveit mættu til að fylgja fimmmenningunum í Héraðsdóm á fimmtudag þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LÁNALENGING LANDS- BANKA Í RÉTTA ÁTT 4 Ásdís Kristjánsdóttir segir samning milli gamla og nýja Landsbanka færa okkur nær því að losa höft in. VILJA STÆKKA GRIÐA- SVÆÐI HVALA 6 Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja segja framtíð hrefnuskoðunar vera í óvissu. TEKJUHÁIR GRÆÐA Á SKULDANIÐURFELLINGU 8 Um 200 fj ölskyldur sem eiga hreina eign upp á hundruð milljóna eiga von á milljarði. SAMKOMULAG UM ÞING- LOK 10 ESB-tillagan verður ekki tekin á dagskrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.