Fréttablaðið - 10.05.2014, Blaðsíða 12
10. maí 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Á
morgun lýkur árlegri álfasölu SÁÁ en í tuttugu og
fimm ár hafa samtökin selt álfa til að fjármagna
starfsemina. Í ár er yfirskrift söluátaksins:
„Álfurinn fyrir unga fólkið“ en söfnunin hófst
formlega á miðvikudag og þá fylgdi sérstakt edrú-
blað SÁÁ með Fréttablaðinu. Formaður samtakanna, Arnþór
Jónsson, ritaði grein í blaðið og sagði að allt söfnunarfé
myndi renna til rekstrar unglingadeildar á Vogi. Hann benti
einnig á að rannsóknir sýna að besta fjárfestingin í baráttu
við ofneyslu vímuefna sé meðferð. Meðferð er til dæmis
„mun arðbærari en lögregluaðgerðir, félagsleg úrræði og
forvarnarherferðir“.
Meðferð getur breytt öllu
og á Íslandi eigum við ótal
hetjusögur af fólki sem hefur
snúið við blaðinu. Áfengis- og
vímuefnasýki er að mörgu
leyti þjóðarsjúkdómur Íslend-
inga. Nærri tveir af hverjum
tíu karlmönnum á Íslandi
munu einhvern tíma á lífsleiðinni fara á sjúkrahúsið Vog í
afeitrun. Ein af hverjum tíu konum er líkleg til að feta sömu
slóð og fá hjálp við að verða edrú. Í fyrrnefndri grein sinni á
miðvikudag skrifar Arnþór að „fyrir hverja krónu sem sett
er í meðferð við þessum sjúkdómi koma rúmlega sjö krónur
til baka til samfélagsins. Þar af skila rúmlega tvær krónur
sér til baka strax á fyrsta árinu.“
Við Íslendingar höfum alltaf tekið beiðni alkóhólista og
SÁÁ um hjálp fagnandi. Vogur var til dæmis byggður fyrir
söfnunarfé. Íslenska þjóðin lagðist á eitt og ákvað að styrkja
alkóhólista og fjölskyldur þeirra og fjármagna byggingu á
Vogi en sjúkrahúsið var tekið í notkun fyrir þrjátíu árum. Nú
biðlar SÁÁ enn og aftur til þjóðarinnar en rekstur samtak-
anna hefur gengið verr eftir hrun. Þá lækkuðu fjárveitingar
ríkisins til Vogs og SÁÁ og síðustu fimm ár hafa samtökin
þurft að fjármagna sjálf um fimmtung af kostnaðinum við
rekstur sjúkrahússins. Í fyrra nam upphæðin sem sam-
tökin sjálf settu inn í reksturinn tvö hundruð milljónum og
ekki þarf minna í ár en að sögn Þórarins Tyrfingssonar,
yfirlæknis á Vogi, eru nú um þrjú hundruð manns á biðlista
eftir meðferð. Þetta er „fólk í mikilli neyslu“, sagði Þórarinn
í frétt Fréttablaðsins í gær.
Í fréttinni segir enn fremur að lokanir hjá SÁÁ í sumar
verði þær mestu í sögu samtakanna. Vík og Staðarfelli
verður lokað frá 20. júní og fram í ágúst, auk þess sem
göngudeildum í Reykjavík og á Akureyri verður lokað. Hjá
SÁÁ vonast fólk eftir auknum fjárframlögum frá hinu opin-
bera svo samtökin geti hafið starfsemi af fullum krafti eftir
sumarlokanir. En nú um helgina biðla samtökin til okkar
allra að taka vel á móti álfasölufólki og styðja við bakið á
unga fólkinu sem þarf á hjálp að halda.
Álfasölu SÁÁ lýkur á morgun:
Meðferð er
arðbær fjárfesting
Mikael
Torfason
mikael@frettabladid.is
Stjórnvöld þurfa að nýta sumarið vel til góðra verka og byggja þannig upp trú-verðugleika á framtíð
þjóðar í greiðslustöðvun. Ef það
gerist ekki verða aðrir að taka við
keflinu.“
Þetta eru orð Þorkels Sigur-
laugssonar, formanns Framtaks-
sjóðs Íslands, í síðasta hefti Vís-
bendingar. Að baki þeim býr
þekking og löng reynsla í hjarta
atvinnulífsins. Þeim verður ekki
vísað á bug með tilvísunum í
skammstafanir, menn úti í bæ eða
óvild í garð ríkisstjórnarinnar.
Fyrsta mæða ríkisstjórnar-
innar kom þegar forystumenn
vinnumarkaðarins lýstu því yfir
í kjölfar þess að hún var mynduð
að þeir gætu
ekki farið beint
í gerð lang-
tímasamninga
vegna óvissu
um stjórnar-
stefnuna.
Margir höfðu
reiknað með
að fersk stjórn
myndi á fyrsta degi tilkynna að
ný efnahagsáætlun yrði unnin
með atvinnulífinu og samtökum
launafólks. Það mun þó aldrei hafa
staðið til.
Bjartsýni manna jókst nokkuð
um áramótin eftir samþykkt fjár-
laga og hófsamra skammtíma-
samninga á almennum vinnumark-
aði. En nú hefur hún greinilega
dvínað þegar jafn orðvar maður
og Þorkell Sigurlaugsson segir að
þetta sumar verði að nota til að
móta trúverðuga efnahagsstefnu.
Ugglaust munu ýmsir hafa meiri
blíðmæli á vörum á ársafmæli
ríkis stjórnarinnar en ekki er víst
að í þeim felist betri hollráð.
Pólitíski vandinn leysist hins
vegar ekki með því að aðrir taki
við keflinu. Hafi ríkisstjórninni
mistekist að byggja upp trú á
skýra framtíðarsýn fer því víðs
fjarri að fyrrverandi stjórnar-
flokkum hafi lánast að nota stjórn-
arandstöðuna til að ávinna sér
slíkt traust á ný.
Heilræði
Efnahags- og framfarastofn-unin, OECD, birti umsögn um íslensk efnahagsmál í vik-
unni. Hagvaxtartölurnar eru hag-
stæðar. En hinu má ekki gleyma
að það var líka góður hagvöxtur
fyrir hrun. Verkurinn var að hann
byggði meir á eyðslu en sköpun
verðmæta. Menn þurfa að gæta sín
að loka ekki aftur augunum fyrir
því hvernig hagvöxturinn verður
til.
Umsögn Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar um Írland, sem birt-
ist samtímis, er ekki síður athyglis-
verð. Hagvöxtur þar er að vísu lítið
eitt lægri en hér en virðist aftur
á móti reistur á traustari undir-
stöðum. Meðan hátæknifyrirtækin
og nýsköpunarfyrirtækin leita frá
Íslandi er Írland talið í góðri stöðu
til að draga til sín erlenda fjárfest-
ingu í þessum greinum.
Efnahagspólitík ríkisstjórnar-
innar hefur byggst á þeirri trú
að krónan hafi gefið Íslandi öfl-
ugri viðspyrnu en nokkurt annað
kreppuríki í Evrópu hafi. Umsögn
Efnahags- og framfarastofnun-
arinnar bendir ekki til að svo sé.
Þvert á móti gæti evruríki eins og
Írland hugsanlega hafa náð betri
fótfestu við endurreisn efnahags-
ins. Þá herma fréttir að fjárfestar
virðist jafnvel hafa meiri áhuga á
Grikklandi.
Í þessu ljósi og með skírskotun
til þeirra efasemda sem hér hefur
verið vitnað til um trúverðugleika
efnahagsstefnunnar gæti verið til-
efni fyrir ríkisstjórnina að hugsa
stöðuna í gjaldmiðilsmálum upp á
nýtt. Það væri einnig í góðu sam-
ræmi við landsfundarályktun Sjálf-
stæðisflokksins um þau efni þar
sem fram komu efasemdir um að
krónan dygði til frambúðar og for-
ystu flokksins var falið að kanna
aðra kosti í þeim efnum. Þetta
gæti vissulega orðið nokkur þol-
raun fyrir stjórnarsamstarfið. En
stundum er slíkt óhjákvæmilegt
bæði út frá pólitískum og efnahags-
legum sjónarmiðum.
Ágæt umsögn OECD
Þungamiðjan í starfi ríkis-stjórnarinnar hefur verið loforð Framsóknarflokks-
ins um mestu niðurgreiðslu hús-
næðis skulda í heimi. Önnur mark-
mið hafa vikið fyrir því. Trúlega
er þetta helsta fótakefli stjórn-
arinnar. Fyrir vikið hefur trú-
verðugleiki efnahagsstefn unnar
veikst og vonir dvínað um stöðug-
leika og hagvöxt, sem byggir á
raunverulegri verðmætasköpun
og aukinni framleiðni.
Það var með réttu talið forystu
Sjálfstæðisflokksins til tekna að
hafa heflað loforðið niður um
helming. En það breytir ekki því
að í raun var ekki til sáttaflötur
milli þessa heimsmets í popúl-
isma og ábyrgrar efnahagsstefnu.
Hálf aðgerðin var einnig heims-
met og of stórt frávik.
Þó að ríkisstjórnin geti um
margt verið sátt við umsögn
Efnahags- og framfarastofnunar-
innar er þar að finna alvarlegar
aðvaranir. Tæpitungulaust er til
að mynda talað um líkur á vaxta-
hækkun. Hún er að hluta afleið-
ing þessara misráðnu aðgerða og
kemur með fullum þunga í bakið á
skuldugum heimilum. Upplýst var
í vikunni að vandi Íbúðalánasjóðs
mun stóraukast vegna heimsmets-
ins og leggjast á ríkissjóð. Það
lýsir siðferðilegri brotalöm þegar
ekki er hægt að hefjast handa við
byggingu nýs Landspítala.
Margt bendir því til að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi keypt sam-
starfið við Framsókn of dýru
verði og þurfi af þeim sökum að
sæta því að takmarkaðri árangur
náist á öðrum sviðum en vænst
var.
Fótakefl ið