Fréttablaðið - 10.05.2014, Side 16

Fréttablaðið - 10.05.2014, Side 16
10. maí 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 16 Frá stofnun Neytendasam- takanna fyrir 61 ári hefur tollvernd á landbúnaðar- vörum verið eitt af stóru málunum í hagsmunabar- áttu neytenda, en sam tökin telja að oftar en ekki sé meiri hagsmunum fórnað fyrir minni. Um tollvernd- ina hafa samtökin ítrekað fjallað, ályktað, sent erindi til stjórnvalda og haldið málþing. Tollar og toll- kvótar sem eru eingöngu settir til að vernda eina atvinnu- grein ganga svo freklega gegn hag neytenda að samtökin munu berjast á móti þeim á meðan þeir eru við lýði. Í febrúar sl. kom í ljós að landbúnaðarráðherra hafði skipað fulltrúa frá ýmsum hagsmunasam- tökum í starfshóp um tolla- mál á sviði landbúnaðar og ákveðið að útiloka Neyt- endasamtökin frá þeirri vinnu. Í ljósi þess að um er að ræða mjög mikilvægt hagsmunamál fyrir neyt- endur sendu samtökin strax erindi til ráðherra þar sem þau óskuðu eftir að fá að koma að þessu starfi og tilnefna fulltrúa í starfshóp- inn. Eftir ítrekanir á þessu erindi og fréttatilkynningar frá samtök- unum, barst loks svar frá ráðu- neytinu sem dagsett er 6. maí sl. Þar segir m.a.: „Núverandi skipan hópsins er eftirfarandi: Tveir full- trúar koma hvor frá sínu ráðu- neyti, einn frá Bændasamtökum Íslands, tveir frá framleiðendum, tveir frá launþegasamtökum, einn frá Samtökum atvinnurekenda og einn frá Samtökum verslunar og þjónustu. Að athuguðu máli verður ekki annað séð af skipan hópsins en að sjónarmið þeirra er hags- muna eiga að gæta, muni koma fram með fullnægjandi hætti í nefndarstarfinu.“ Stjórn Neytendasamtakanna getur með engu móti fallist á að launþegasamtök, bændasam- tök og atvinnurekendur í starfs- hópnum gæti hagsmuna neytenda sérstaklega. Verður því að túlka svarið sem svo að ráðherra telji að endurskoðun á tollalöggjöf á sviði landbúnaðar komi neytendum ekk- ert við. Á umliðnum árum hafa stjórn- völd talið eðlilegt að Neytenda- samtökin eigi fulltrúa í nefndum og starfshópum þar sem fjallað er um tolla og aðrar opinberar álög- ur á matvæli og raunar aðrar neyt- endavörur. Hér virðist ráðherra því marka nýja stefnu. Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir harðlega þessari ákvörðun. Þegar um svo mikilvægt hagsmunamál fyrir neytendur er að ræða eins og tollamál á sviði landbúnaðar, er með öllu óeðlilegt að samtök sem hafa það eitt að markmiði að gæta hagsmuna neytenda séu snið- gengin á þann hátt sem hér er gert. Stjórn Neytendasamtakanna Koma tollar á landbúnaðarvörur neytendum ekki við? Við skiptum öll máli. Það eru mikilvæg mannréttindi að taka virkan þátt í samfé- laginu. Ef ekki væri fyrir margbreyti- leika mann- fólksins yrðum við fljótt leið hvert á öðru. Hvert manns- barn er einstakt og við eigum að fagna fjölbreytninni og ekki síst þeim sem þurfa á stuðningi sam- félagsins að halda. Réttindi fatlaðs fólks ber að virða og hugmyndafræðin um sjálfstætt líf skal höfð að leiðar- ljósi. Samfylkingin telur að það þurfi að bæta þjónustu við fatl- aða íbúa borgarinnar frá því sem nú er. Til þess þarf aukið fjármagn og er það kappsmál okkar nú þegar unnið er að endurmati á yfirfærslu þjónust- unnar frá ríki til sveitarfélaga að samið verði um meira fé til að mæta þörfum fatlaðra íbúa út frá þeirri stefnu sem sett hefur verið af öllum flokkum á Alþingi og í borgarstjórn Reykjavíkur. Við í Samfylkingunni leggjum áherslu á eftirfarandi atriði: ■ Við viljum koma til móts við fólk með fötlun í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. ■ Við ætlum að vinna áfram að þróun og innleiðingu not- endastýrðrar persónulegrar aðstoðar. ■ Við ætlum að skilgreina rétt til þjónustu óháðan búsetuformi. ■ Við viljum vinna markvisst að því að eyða biðlistum eftir stuðningsþjónustu. ■ Við ætlum að eyða biðlistum eftir húsnæði og vinna markvisst að lokun herbergjasambýla. ■ Við lítum á ferðaþjónustu fatlaðs fólks eins og almenn- ingssamgöngur og viljum að ferðaþjónustan sé til reiðu þegar hennar er þörf og óháð bíla- styrkjum TR. Borgarbúar allir jafn mikilvægir ➜ Samfylkingin telur að það þurfi að bæta þjónustu við fatlaða íbúa borgarinnar frá því sem nú er. Til þess þarf aukið fjármagn og er það kappsmál okkar nú þegar unnið er að endurmati á yfi rfærslu þjónustunnar frá ríki til sveitarfélaga að samið verði um meira fé til að mæta þörfum fatlaðra íbúa … J A N Ú A R NEYTENDUR Jóhannes Gunnarsson formaður Neyt- enda samtakanna ➜ Stjórn Neytendasamtak- anna getur með engu móti fallist á að launþegasamtök, bændasamtök og atvinnu- rekendur í starfshópnum gæti hagsmuna neytenda sérstaklega. SAMFÉLAG Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi, í 2. sæti á XS Reykjavík
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.