Fréttablaðið - 10.05.2014, Síða 29

Fréttablaðið - 10.05.2014, Síða 29
LAUGARDAGUR 10. maí 2014 | HELGIN | 29 Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ samþykktu í vikunni eigin tillögu í bæjarstjórn þess efnis að samhliða sveitarstjórnarkosningunum verði afstaða bæjarbúa til heilbrigðisþjónustu í bænum könnuð. Bæjarbúar verða því spurðir: Telur þú þörf á að bæta þjónustu heilsugæslunnar í Reykjanesbæ? Heilsugæslan hefur verið í ólestri í Reykjanesbæ, segir Árni Sigfússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Við viljum spyrja íbúana hvort þeir vilji að bærinn komi að heilsugæslunni,“ segir Árni. Hann segist gera ráð fyrir að meirihluti bæjarbúa sé ósáttur við þjónustu heilsugæslunnar, og því þurfi að ákveða hvernig eigi að laga hana. „Við þurfum að ákveða hvort bærinn eigi að koma að þessu með einhverjum hætti,“ segir Árni. Hann segir einnig möguleika að ríkið bæti þjónustuna, eða farið verði í útboð á þjónustunni með svipuðum hætti og gert hafi verið í Salahverfi í Kópavogi. Hann segir ekki standa til að Reykjanesbær taki peninga úr sínum sjóðum til að reka heilsugæsluna. Tillaga sjálfstæðismanna er allt of seint fram komin og ólöglegt að gera þessa könnun meðfram kosningunum, segir Kristinn Jakobsson, oddviti Framsóknarflokksins. „Mér finnst þetta bíræfni af hæstu gráðu að koma þessu kosningamáli þeirra inn í kjörklefann.“ Hann segir þetta ekki réttu lausnina. „Framsóknarmenn munu vaða eld og brennistein til að bæta þjónustu heilsugæslunnar, en það er ekki rétta lausnin að bærinn taki hana yfir.“ Samfylkingin er á móti einkavæðingu heil- brigðis þjónustunnar, og var eini flokkurinn sem var andsnúinn sölu á hluta HS Orku til einkaaðila, segir Friðjón Einarsson, oddviti flokksins. „Þetta nýja útspil um heilsugæsluna teljum við tilraun til að slá ryki í augu kjósenda. Við erum alfarið á móti því að Reykjanesbær taki að sér rekstur heilsugæslu til þess eins að ýta henni í hendur einkaaðila, eins og þeirra hugmyndir ganga út á.“ Píratar eru einnig algerlega andvígir því að Reykjanesbær taki yfir heilsugæsluna í bænum. „Það er eiginlega ómögulegt, ég skil ekki hvernig það ætti að ganga þegar bærinn er í bullandi mínus,“ segir Trausti Björgvinsson, oddviti Pírata. KÖNNUN UM HEILBRIGÐISMÁLIN SAMHLIÐA KOSNINGUNUM 1. sæti Gunnar Þórarinsson 2. sæti Elín Rós Bjarnadóttir 3. sæti Davíð Páll Viðarsson 4. sæti Alexander Ragnarsson Á Frjálst afl D Sjálfstæðisflokkurinn 1. sæti Árni Sigfússon 2. sæti Magnea Guð- mundsóttir 3. sæti Böðvar Jónsson 4. sæti Baldur Guðmundsson PíratarÞ 1. sæti Trausti Björgvinsson 2. sæti Tómas Elí Guðmundsson 3. sæti Einar Bragi Einarsson 4. sæti Páll Árnason Y Bein leið 1. sæti Guðbrandur Einarsson 2. sæti Anna Lóa Ólafsdóttir 3. sæti Kolbrún Jóna Pétursdóttir 4. sæti Kristján Jóhannsson FRAMBOÐSLISTAR Í REYKJANESBÆ HÆSTA EINKUNN HÆSTA EINKUNN HÆSTA EINKUNN GÓÐ KAUP HÆSTA EINKUNN HÆSTA EINKUNN HÆSTA EINKUNN HÆSTA EINKUNN B Framsóknarflokkurinn 1. sæti Kristinn Jakobsson 2. sæti Halldóra Hreinsdóttir 3. sæti Halldór Ár- mannsson 4. sæti Bjarney Rut Jensdóttir SamfylkinginS 1. sæti Friðjón Einarsson 2. sæti Guðný Birna Guðmundsdóttir 3. sæti Eysteinn Eyjólfsson 4. sæti Dagný Steinsdóttir ÁRIÐ 2014 24,7 milljarðar króna heildarskuldir Reykjanesbæjar. ÁRIÐ 2010 43 milljarðar króna heildarskuldir Reykjanesbæjar. KeflavíkSandgerði Njarðvík Grindavík HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.