Fréttablaðið - 10.05.2014, Page 36

Fréttablaðið - 10.05.2014, Page 36
10. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 Af þeim 32 þjóðum sem taka þátt á HM í sumar, er aðeins ein sem er að þreyta frumraun sína á stóra sviðinu: Bosnía-Hersegóvína. Eftir að hafa tapað fyrir Portúgal í umspilsleikjum um sæti á HM 2010 og EM 2012 náði þetta litla og fámenna ríki loks að komast á stórmót. Þetta verður reyndar ekki í fyrsta skipti sem bosnískir knatt- spyrnumenn spila á HM, en nokkr- ir slíkir spiluðu undir merkjum sameinaðrar Júgóslavíu á árum áður. Fremstur þeirra var leikmað- ur að nafni Safet Susic – núverandi landsliðsþjálfari Bosníu. Heyrði skothvelli á hverjum degi Bosnía skoraði 30 mörk í leikjun- um tíu í undankeppninni – aðeins Þýskaland, Holland og England skoruðu fleiri – og eins og geta má nærri er sóknarleikurinn í fyrir- rúmi hjá liðinu. „Við verðum að spila eins og við höfum verið að spila. Ég veit að þetta hljómar kannski óþrosk- að frá taktísku sjónarhorni, en það væri rangt að spila öðru vísi,“ segir Susic um leikstíl Bosníu. „Við vitum að við opnum okkur of mikið og það er mikil áhætta sem fylgir því hvernig við spilum, en það væri ekki sanngjarnt gagnvart stuðn- ingsmönnunum, leiknum og okkur sjálfum ef við myndum bæla niður þá hæfileika sem búa í liðinu.“ Í sóknarleik Bosníu mæðir mest á Edin Dzeko, markahæsta leik- manni í sögu bosníska landsliðs- ins. Dzeko, sem hefur spilað frá- bærlega fyrir Manchester City á síðustu vikum, fór ekki varhluta af stríðinu sem geisaði í Bosníu á fyrri hluta 10. áratugarins. „Ég fæddist rétt áður stríðið braust út og ólst upp í Sarajevo meðan á umsátrinu um borgina stóð,“ sagði Dzeko um æskuárin. „Á hverjum degi heyrðir maður skothvelli og við misstum bæði vini og ættingja. Minningarnar fylgja manni alltaf, þetta var hræðilegur tími og ég átti mjög sára og sorg- lega æsku.“ Heimili fjölskyldu Dzek os var lagt í rúst í loftárás og þau neyddust til að flytja til ömmu hans og afa, þar sem öll fjölskyld- an bjó undir einu litlu þaki. Sagan segir einnig að móðir Dzekos hafi eitt sinn kallað á Dzeko að koma heim rétt áður en sprengja féll á fótboltavöllinn þar sem hann hafði verið að leika sér. Völdu að spila fyrir föðurlandið Stríðið í Bosníu var vettvangur hræðilegra stríðsglæpa, þ. á m. fjöldamorðanna í Srebrenica, þar sem her Bosníuserba undir stjórn Ratkos Mladic myrti 8.000 mús- limska menn og drengi á griða- svæði Sameinuðu þjóðanna í júlí 1995. Meðan á stríðinu stóð neydd- ust einnig 2,2 milljónir Bosníu- manna til að flýja heimili sín. Margir flúðu land, en af þeim sökum eru margir leikmenn bosn- íska landsliðsins aldir upp utan heimalandsins. Miralem Pjanic, Asmir Beg ovic, Ermin Bicakcic, Sejad Salihovic, Haris Medunjanin, Zvejzdan Misimovic, Senad Lulic og Vedad Ibisevic eru meðal þeirra leik- manna liðsins sem hafa aldrei búið í Bosníu svo heitið geti, eða spilað í deildinni heima fyrir. Þeir völdu samt að spila fyrir Bosníu, þrátt fyrir að eiga þess kost að spila fyrir önnur landslið. Medunjanin – sem missti föður sinn í stríðinu – varð t.a.m. Evr- ópumeistari í tvígang með U-21 árs landsliði Hollands og Begovic spilaði með Kanadamönnum á HM U-20 ára 2007 og var nokkr- um sinnum valinn í A-landslið þeirra. „Bosníska blóðið rann allt- af í æðum mér,“ sagði Begovic um ákvörðun sína í viðtali við Daily Mail í janúar. „Ég sneri ekki aftur fyrr en ég var kominn á þrítugsaldurinn, þegar ég var viðstaddur jarðarför afa míns. Þar hitti ég hluta af fjöl- skyldu minni sem ég hafði ekki séð í áraraðir. Ég upplifði sársaukann, allt það slæma sem gerðist, árin sem ég missti af. Þetta var mjög tilfinningarík ferð og þá ákvað ég að spila fyrir Bosníu, stæði mér það til boða.“ Þrátt fyrir að Pjanic hefði spil- að fyrir yngri landslið Lúxem- borgar og Frakkland hefði gert hosur sínar grænar fyrir honum var aldrei neinn vafi í huga hans. „Það var aldrei spurning hvaða land ég myndi vilja spila fyrir,“ sagði Pjan ic í viðtali við bosníska dagblaðið SAN. „Bosnía var minn fyrsti og eini kostur.“ Alls þurftu tíu af þeim 24 leikmönnum sem Susic valdi í HM-hópinn að breyta um ríkisfang til að spila fyrir bosn- íska landsliðið. Mál sem þessi eru erfið og flók- in – eins og við Íslendingar höfum fengið að kynnast – en Bosníu- menn hafa notið góðs af breytingu á þeirri reglu FIFA sem áður mein- aði leikmönnum með tvöfalt ríkis- fang að skipta um landslið eftir að þeir urðu 21 árs. Án þessar- ar reglubreytingar er hætt við að Bosnía myndi spila á HM í sumar. Í áðurnefndu viðtali talar Susic um að það hafi þurft að eltast við leikmenn af bosnískum ættum og fá þá til að spila fyrir landsliðið. Hann segir enn fremur að málið muni vandast til muna eftir tíu ár þegar kemur að þriðju eða fjórðu kynslóðar Bosníumönnum sem búa utan heimalandsins. „Það verður erfitt að telja þá á að spila fyrir land afa þeirra,“ segir Susic, en af þeim sökum segir hann mikilvægt fyrir Bosníu að komast inn á HM og önnur stórmót. Bosnía fer þó ekki til Brasi- líu bara til að vera með, en Susic hefur sett stefnuna á 16-liða úrslit. Bosnía dróst í riðil með Argent- ínu, Nígeríu og Íran, svo möguleik- inn er svo sannarlega fyrir hendi. Þrátt fyrir að leikmennirnir komi úr ólíkum áttum mynda þeir eina sterka heild og bosníska liðið hefur á undanförnum árum sýnt að því eru flestir vegir færir. SÍLE var með eitt skemmtilegasta liðið á HM 2010 undir stjórn Marc- elos Bielsa og Jorge Sampaoli eftirmaður hans hefur fetað svipaða slóð. Chile getur gert hvaða liði sem er skráveifu, en það er þó hætt við því að Spánn og Holland reynist of sterk. SPÁNVERJAR eru heimsmeistarar og eiga möguleika á að vinna fjórða stórmótið í röð. Þeir eru sannarlega með mannskap til þess og spennandi verður að sjá hvernig Diego Costa kemur inn í liðið. HOLLAND fór sann- færandi í gegnum undankeppnina og Louis van Gaal hefur sett stefnuna á undanúrslit. Hann hefur notað marga leikmenn síðan hann tók við liðinu og það ríkir nokkur óvissa um hverjir muni skipa ýmsar lykilstöður. ÁSTRALÍA hefur staðið sig vel á síðustu tveimur heimsmeistaramótum, en liðið verður væntanlega í hlut- verki lítilmagnans í Brasilíu. BRASIÍLA ætti að öllu eðlilegu að vinna þenn- an riðil enda á heimavelli. Luiz Felipe Scolari og lærisveinar hans leggja væntanlega höfuð- áherslu á það til að forðast mögulegan leik gegn Spáni í 16-liða úrslitum. KRÓATAR eru með mjög góðan mannskap og það er betri heildarbragur á liðinu eftir að Niko Kovac tók við því. MEXÍKÓ varð Ólympíu- meistari 2012, en svo tók við óreiðukennt tímabil sem einkenndist af vondum úr- slitum og tíðum þjálfaraskipt- um. Mexíkó hefur komist upp úr riðlakeppninni á síðustu fimm heimsmeistaramótum, en raunin gæti orðið önnur í sumar. KAMERÚN tryggði sér sæti á HM með góðum sigri á Túnis í umspili, en liðið þykir ekki líklegt til afreka í Brasilíu. B -R IÐ ILLL A -R IÐ ILLL Neymar 22 ára Sóknarmaður Brasilíu Einn efnilegasti fótboltamaður heims Xavi 34 ára miðjumaður Spánverja einn sigursælasti fótboltamaður sögunnar HM-REYNSLA ÞJÓÐANNA SEM KEPPA Í BRASILÍU Í FÓTBOLTA BRASILÍU HM 33 DAGAR Í FYRSTA LEIK Koma fundnu synirnir á óvart? Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefst eftir rúmar fimm vikur en aðeins ein þjóð af þeim 32 sem keppa um titilinn í Brasilíu hefur ekki verið á HM áður. Bosnía fór mjög illa út úr Júgóslavíustríðinu og margir af stjörnuleikmönnum Bosníuliðsins á HM í Brasilíu ólust upp utan heimalandsins. Að komast á HM er eitt það jákvæðasta sem hefur komið fyrir Bosníu. Það skapar pressu því við erum svo staðráðnir í að færa fólkinu gleði og hamingju eftir erfið ár. Asmir Begovic, markvörður Stoke og bosníska landsliðsins. MÆÐIR MIKIÐ Á DZEKO Framherjinn Edin Dzeko hjá Manchester City mun gegna lykilhlutverki í liði Bosníu á HM í sumar. © GRAPHIC NEWS FIFA, RSSSF HM-keppnirSigurleikir 8 liða úrslit Undanúrslit Úrslitaleikir Heims- meistara- titlarBrasilía Ítalía Þýskaland* Argentína Úrúgvæ Frakkland England Spánn Holland * Vestur-Þýskaland telst með + Sovétríkin teljast með Portúgal Rússland† Síle Bandaríkin Belgía Suður-Kórea Króatía Sviss Mexíkó Kamerún Gana Kólumbía Japan Nígería Alsír Ástralía Kostaríka Íran Fílabeinsstr. Ekvador Grikkland Hondúras 20 5 4 3 2 2 1 1 1 18 18 16 10 8 12 7 6 7 4 2 2 1 1 3 4 5 5 2 2 4 2 1 1 1 1 1 10 16 9 6 6 10 2 5 2 2 1 1 1 6 16 12 14 14 14 10 6 10 5 1 9 10 12 9 10 15 7 5 3 1 1 2 3 5 5 4 4 4 4 4 3 3 3 3 Bosnía 1 67 44 60 37 18 25 26 28 22 12 11 7 10 5 6 9 12 4 4 3 3 3 4 4 2 2 2 1 1 0 0 17 Ingvi Þór Sæmundsson sport@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.