Fréttablaðið - 10.05.2014, Side 46
FÓLK|HELGIN
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
FYRIRBÆRI
„Keppnin er
áhugavert sam-
evrópskt menning-
arfyrirbæri. Segi
ekki hámenning en
menning engu að
síður. Oft koma at-
riðin manni líka á
óvart. Til dæmis
kom það veru-
lega á óvart þegar
dragdrottning
keppti fyrir hönd
Úkraínu, miðað við
þá íhaldssemi sem
maður telur að ein-
kenni þá þjóð.”
Ég hef horft á hverja einustu keppni síðan Gleðibankinn var fram-lag Íslands. Þá var ég sex ára og
hringdi stanslaust í Rás 2 til að biðja um
Gleðibankann sem óskalag. Ég hélt að
keppnin héti Júró-veislan!“ segir Hildur
Edda Einarsdóttir, stjórnsýslufræðingur
og forfallinn Eurovision-aðdáandi.
Áhugi Hildar á Eurovision komst á
alvarlegra stig þegar Páll Óskar keppti
fyrir Íslands hönd árið 1997.
„Þá varð stemmingin önnur í kringum
keppnina og ég fór að kynna mér lögin
fyrirfram. Lögin frá Balkanskaganum
vekja alltaf áhuga minn því þau eru oft
mjög skrautleg. Það er engri frænd-
rækni fyrir að fara hjá mér. Ég held ekk-
ert með leiðinlegu lagi þó það komi frá
Danmörku,“ segir hún sposk á svip.
En hvað er svona skemmtilegt við
þessa keppni, sem stundum er jafnvel
sögð hálflummó?
„Ég hef lítinn áhuga á búningunum
og þetta er heldur ekki spurning um að
hlusta á „góða“ tónlist“, útskýrir Hildur.
„Tónlistin er samt það sem skiptir máli
og líka vondu lögin. Keppnin er áhuga-
vert samevrópskt menningarfyrirbæri.
Segi ekki hámenning en menning engu
að síður. Oft koma atriðin manni líka á
óvart. Til dæmis kom það verulega á
óvart þegar dragdrottning keppti fyrir
hönd Úkraínu, miðað við þá íhaldssemi
sem maður telur að einkenni þá þjóð.
En það gengur allt upp í Eurovision.“
Hildur fór árið 2010 á keppnina
þegar hún var haldin í Noregi og segist
staðráðin í að fara aftur.
„Ég var ákveðin í að fara næst þegar
keppnin yrði haldin í landi sem ég
hefði ekki komið til. Svo vann Aser-
baídsjan og ég var ákveðin í að fara, en
þegar kom að keppninni var ég komin
sjö mánuði á leið og lagði ekki í það.
Árið eftir var ég svo í fæðingarorlofi og
í ár komst ég ekki heldur. En mig lang-
ar að fara á næsta ári og það verður
örugglega ekki í síðasta sinn.“
Hvernig er svo dæmigert Eurovision-
kvöld hjá svo æstum aðdáanda keppn-
innar?
„Oftast fer ég í Eurovision-partí en
núna verður sambýlismaður minn
að vinna svo við verðum tvö, ég og
strákurinn minn, Þór Jökull. Hann er
mikill aðdáandi Pollapönks. Sjálf sé ég
þá ekki fyrir mér í topp tíu, en ég er
meira en til í að hafa rangt fyrir mér,“
segir Hildur.
Uppáhaldslag úr sögu Eurovision?
„Þau eru nokkur, en lag Úkraínu 2007
er mjög eftirminnilegt.“
HRINGDI STANS-
LAUST Í RÁS 2
EUROVISION Hildur Edda Einarsdóttir er forfallinn Eurovision-aðdáandi.
Hún hefur ekki misst úr keppni síðan hún var sex ára.
EKKI SPURNING UM
GÓÐA TÓNLIST Hild-
ur Eurovision-aðdáandi
ásamt syni sínum Þór
Jökli. Hann heldur með
Pollapönki en hún býst
ekki við að Ísland verði
meðal topp tíu í kvöld.
„En ég er meira en til
í að hafa rangt fyrir
mér,“ segir Hildur.
MYND/STEFÁN
Íslendingar ganga nú í gegnum
sitt árlega Eurovision-æði,
líkt og hefð hefur verið fyrir
allt frá því Icy-hópurinn söng
Gleðibankann eftir Magnús
Eiríksson árið 1986. Mikil eftir-
vænting ríkti meðal Íslendinga
sem bjuggust margir jafnvel
við sigri lagsins sem þó end-
aði í 16. sæti.
Í undankeppninni hér á Ís-
landi steig Pálmi Gunnarsson einn á svið
og klæddist þá glæsilegum glansfrakka
sem heillaði þjóðina upp úr skónum.
Í tilefni af Eurovision ætlar Bylgjan að
bjóða þennan sögufræga frakka upp en
allur ágóði rennur til sumardvalarstaðar
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í
Reykjadal.
Bæði einstaklingar og fyrirtæki geta
tekið þátt í uppboðinu. Besta leiðin til
þess er að fara inn á bylgjan.is eða hafa
samband í síma 567-1111.
GLEÐIBANKAJAKKI Á UPPBOÐI
GLEÐIBANKINN Pálmi Gunnarsson söng Gleðibankann einn í undanúrslit-
unum hér heima. Þá klæddist hann þessum glæsilega frakka sem nú verður
boðinn upp af Bylgjunni.
BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS
OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16
- AFSLÁTTUR AF ÝMSUM VÖRUM Í DAG LAUGARDAG -
*TAMARKAÐ MAGN AF HVERRI VÖRU
RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM
FAMA sófi 232 cm l kr. 263.800 - nú kr. 197.850
SWAN sófi 211 cm l kr. 252.000 - nú kr. 189.000
CREMONA sófi 242 cm l kr. 164.600 - nú kr. 123.450
LEON sófi 194 cm l kr. 185.800 - nú kr. 139.350
25%
AFSLÁTTUR
25%
AFSLÁTTUR
25%
AFSLÁTTUR
25%
AFSLÁTTUR
Lífstíls og decor vefverslun
www.facebook.is/kolkaiceland