Fréttablaðið - 10.05.2014, Side 78

Fréttablaðið - 10.05.2014, Side 78
10. MAÍ 2014 LAUGARDAGUR8 Þann 6. apríl 1974 eða fyrir fjörutíu árum sló Abba-flokkur- inn rækilega í gegn í Eurovision með lagið Waterloo. Keppnin fór fram í Brighton í Englandi. Sumir telja að ef Abba hefði ekki unnið með þvílíkum glæsibrag væri keppnin sennilega hætt. „Abba bjargaði Eurovision,“ segir Ole Tøpholm, fréttaskýrandi keppn- innar hjá DR, danska sjónvarpinu. Flutningur Abba í keppninni, þar sem þau fjögur, Agnetha Fältskog, Bjørn Ulvaeus, Benny Andersson og Anni-Frid Lyngstad, tróðu upp í skrautlegum, fagurlitum fötum er af mörgum talinn einn mesti sjón- varpsviðburður í Evrópu. Þeir sem muna hvernig keppnin leit út fyrir 1974 vita að hún var ákaflega stöðl- uð og hefðbundin. Abba kom með litagleði og hressileika í keppnina. Síðan hefur Abba sett heimsmet í plötusölu. KEPPNI Í KRÍSU Ole Tøpholm segir að keppnin hafi verið í ákveðinni krísu árið 1970 þannig að sigur Abba blés nýju lífi í hana og Eurovision öðlaðist vin- sældir á ný. Sigur þessa sænska hressileika var ekki bara frægðar- för fyrir Abba heldur einnig keppn- ina sjálfa. Það sýndi sig að þátttaka í Eurovision væri áhrifamikil leið til að öðlast frægð á heimsvísu. Á þremur mínútum breyttist líf fjór- menninganna. Þau fylgdu líka sigr- inum vel eftir með hverjum smell- inum á fætur öðrum. Allir þekkja lögin Mamma Mia, Fernando, Take a Chance on Me, The Winner Takes It All og Super Trouper svo eitthvað sé nefnt. Abba hefur selt meira en 380 milljónir platna um allan heim. Síðasta platan sem Abba-flokkurinn sendi frá sér kom út árið 1982. Öll lög Abba hafa hins vegar lifað góðu lífi allt til dagsins í dag. Með því að mæta í keppnina eins og hvítur stormsveipur er ekki nokkur vafi á að Abba breytti Euro- vision-keppninni umtalsvert. Kepp- endur fóru að leggja meiri áherslu á dans og búninga eftir þennan frækilega sigur árið 1974. ABBA AFTUR Á SVIÐ? Þrír af fjórum meðlimum Abba hafa sagt í fjölmiðlum að þau gætu hugs- að sér að koma saman aftur á sviði. Benny hefur ekki gefið neitt slíkt upp. Ekkert hefur því verið ákveð- ið í þeim efnum svo vitað sé. Í apríl kom út bók um Abba, The Official Photo Book, í Bretlandi. Bókin kom út í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá sigrinum í Eurovision. Einnig kom nýlega út bókin Abba The Backstage stories, þar sem búningahönnuður hljómsveitarinnar segir sína sögu. Kvikmyndin Mamma Mia sem byggð var á tónlist Abba var frum- sýnd árið 2008 og sló rækilega í gegn. Titillagið Mamma Mia komst aftur í fyrsta sæti vinsælda lista í Bandaríkjunum þegar myndin var sýnd. Meryl Streep fór með aðal- hlutverk og fékk góða dóma. Svíþjóð hefur verið sigursæl í Eurovision. Fimm sinnum hafa Svíar náð fyrsta sætinu, í fyrsta skipti árið 1974 þegar Abba vann keppnina með Waterloo. Árið 1984 var það Herreys sem bar sigur úr býtum, Carola árið 1991, Charlotte Perrelli árið 1999 og Loreen árið 2012. Bjargaði Abba Eurovision? Björn Ulvaeus, Agnetha Fältskog, Anni-Frid Lyngstad og Benny Andersson, Myndin var tekin á úrslitakvöldi Eurovision árið 1974. Abba-lögin lifa góðu lífi þótt hljómsveitin hafi hætt snemma á níunda áratugnum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.