Fréttablaðið - 10.05.2014, Blaðsíða 81
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2014 11
● ÁSTRALIR Í EUROVISION
Ástralir hafa haldið mikið upp á Eurovision-keppnina allt frá því ABBA
sigraði árið 1974. SBS-sjónvarpsstöðin í Ástralíu hefur sýnt frá keppn-
inni í fjölda ára. Keppnin er sýnd þrjú kvöld í röð og laðar að sér um
þrjár milljónir áhorfenda sem er dágott miðað við íbúafjölda Ástralíu
sem er 22 milljónir.
Ástæður þess að Ástralir elska Eurovision eru nokkrar. Til dæmis þykir
þeim keppnin mikilfengleg en eru ekki síður hrifnir af hversu skemmtilega
hallærisleg hún er. Þá eiga Ástralir margir hverjir ættir að rekja til Evrópu.
Ástralir hafa nokkrum sinnum óskað eftir því að fá að taka
þátt í keppninni og í ár rættist sú ósk. Eftir seinni undanúrslitin á
fimmtudaginn steig hin ástralska Jessica Mauboy á svið með lagið
Sea of Flags. Atriðið var mikið sjónarspil eins og búast má við frá
litaglöðum Áströlum.
Volare best af öllum
Eftir Eurovision-söngvakeppnina árið
2010 leitaði aðdáendasíðan Eurovison
Times til aðdáenda keppninnar um
að velja sitt uppáhalds Eurovision-lag
frá upphafi. Í fyrsta sæti varð lagið
Nel blu dipinto di blu í flutningi
Domenico Modungo. Lagið er betur
þekkt sem Volare og lenti í þriðja sæti
keppninnar árið 1958. Lagið sló strax
í gegn á heimsvísu og er það lag
Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva sem oftast hefur verið tekið
upp og flutt af öðrum listamönnum.
Á meðal heimsfrægra söngvara sem
sungið hafa Volare má nefna Dean
Martin, Cliff Richards, Celine Dion,
David Bowie, Luciano Pavarotti, Barry
White og Andrea Bocelli.
Lagið Waterloo með Abba var í öðru
sæti.
Eu
Slæmt gengi Breta
Það er með ólíkindum hvað Bretum
hefur gengið illa í Eurovision-
keppninni undanfarin ár. Frá árinu
1999 hefur þessi mikla tónlistarþjóð
aðeins tvisvar verið á meðal fimm
efstu þjóða en ef árið 2009 er undan-
skilið hafa Bretar ekki lent á meðal
tíu efstu þjóða frá því árið 2002,
þegar Jessica Garlick lenti í þriðja
sæti með ballöðuna Come back.
Raunar hafa þeir nokkrum sinnum
lent neðar en í 20. sæti undanfarin
ár og hrepptu til dæmis 25. sætið
þrisvar á fimm ára tímabili.
Það er ekki gott að segja hver
skýringin er því margir þekktir og
reynslumiklir lagahöfundar og tón-
listarmenn hafa tekið þátt undan-
farin ár fyrir þeirra hönd.
Helsta skýringin gæti verið sú að
árið 1999 var reglum keppninnar
breytt þannig að þátttökuþjóðir
máttu syngja á hvaða tungumáli
sem er, þar með talið ensku. Fram
að því hafði Bretland ekki lent neðar
en í 10. sæti nema tvisvar í allri sögu
keppninnar.
Eftir mörg mögur ár á síðasta
áratug gekk það svo langt að BBC
átti í viðræðum við sjálfan Morrissey,
sem var söngvari hljómsveitarinnar
goðsagnakenndu The Smiths, um
þátttöku í keppninni en ekkert varð
úr því.
Síðustu tvö árin hefur Bretland
lent í næstsíðasta sæti og 19. sæti
með gömlu kempunum Engelbert
Humperdinck og Bonnie Tyler. Það
verður því fróðlegt að sjá hvað Molly
Smitten-Downes gerir í kvöld með
lagi sínu Children Of The Universe.
TM
...verðlaun fyrir besta
Eurovisionnammið