Fréttablaðið - 10.05.2014, Blaðsíða 105
LAUGARDAGUR 10. maí 2014 | LÍFIÐ | 61
„Ég leita mikið til
fjölskyldu minnar til að fá
viðbrögð við tónlistinni.
Það er fólk sem ég treysti
til að gefa hreinskilið álit.
Ég myndi segja að
kærastan væri hrein-
skilnust sem betur fer.“
Jökull Júlíusson
Indian Embassy
Iceland
Hilton Reykjavík Nordica | Suðurlandsbraut 2
Upplýsingar og bókanir í síma 444 50 50 og á vox.is
Í HÁDEGINU
Á VOX RESTAURANT
DAGANA 12.-17. MAÍ
INDVERSKIR
DAGAR
Velkomin á Indverska daga á Vox þar sem George K. George kynnir okkur matarmenningu Kerala-
héraðsins. Fáir þekkja hana betur en George enda hefur hann yfirumsjón með matargerð KTDC
hótelkeðjunnar á syðsta hluta Indlands. Hann hefur meðferðis fjöldann allan af spennandi kryddi og
hráefnum sem einkenna heita og heilnæma matargerð svæðisins.
Nordica Spa & Gym taka einnig þátt í Indverskum dögum og bjóða meðal annars til sín Ayurveda lækninum
dr. K. Chandrasekharan Nair og gefst þar fágætt tækifæri til að kynna sér Ayurveda frá fyrstu hendi.
Nánari upplýsingar má sjá á nordicaspa.is
Nánari upplýsingar er að finna á vox.is
ður en
k við
Pungsveittir í stúdíói
Rubin Pollock
Á hvaða hljóðfæri spilar þú í Kaleo? Gítar og syng bakraddir.
Uppáhaldsminning í hljómsveitinni? Ein af mínum uppá-
haldsminningum er þegar við kláruðum plötuna og skáluðum
eftir að hafa hangið inni í pungsveittu stúdíói í sex vikur.
Fyrirmynd í tónlistinni? Louis Armstrong, Jonny Greenwood,
Jimmy Page, James Blake.
Hvort myndirðu frekar vilja, að geta bara spilað eitt lag
aftur og aftur það sem eftir er ævinnar eða hætta í tónlist
fyrir fullt og allt? Fer eftir því hvaða lag það væri.
Hver er óstundvísastur í bandinu? Sorry með mig.
Hvaða lag er þitt „guilty pleasure“? Núna er það Happy
með Pharrel Williams.
þessum mánuði er hann búinn að
tvöfalda sig í verði í viðgerðar-
kostnaði. Akkúrat núna er hann
lasinn og fer ekki í gang nema
hann sé lífgaður við með ein-
hverjum hundrað þúsund köllum.“
Spila í fyrsta sinn erlendis
Kaleo treður upp á Frigg festival
í Kaupmannahöfn um helgina en
á meðal annarra tónlistarmanna
sem koma fram á hátíðinni eru
Bubbi, Eivör og danska söng-
konan Medina. Því næst fara þeir
til Eistlands og spila á nokkrum
tón leikum. Jökull segir það vera
spennandi tækifæri.
„Þetta er í rauninni fyrsta skipti
sem við fáum að fara út. Okkur
langar mikið til að spila erlendis
en við þekkjum engan úti og þessi
bransi snýst mikið um tengslanet.
Hingað til erum við búnir að vera
mjög heppnir og allt hefur komið
upp í hendurnar á okkur. Það
verður gaman að sjá hvernig við-
tökurnar úti verða því við teljum
að tónlistin okkar henti erlendum
markaði mjög vel.“
Bransasögur frá Bubba
Jökull og félagar hans í hljómsveit-
inni hafa fengið að hitta marga
reynslubolta í íslensku tónlistarlífi
síðan þeir slógu í gegn með Vor í
Vaglaskógi. Hefur hann sjálfur
einhvern tíma orðið „stjörnu-
stjarfur“?
„Já, auðvitað. Það er virkilega
gaman að hitta ákveðna aðila og
spjalla við þá. Við hittum Bubba
um daginn og það var gaman
að heyra gamlar bransasögur
frá honum. Hann sagði okkur
til dæmis sögur af Rúnari Júl
og fleiri góðum mönnum. Fyrir
stuttu vorum við bara fjórir strák-
ar úr Mosfellsbænum sem enginn
þekkti. Við erum búnir að kynnast
fullt af fólki og það kemur á óvart
hvað allir eru vinalegir og hjálp-
samir.“