Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2014, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 10.06.2014, Qupperneq 2
10. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS Kringlunni heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Sigrún, vill Þingvallanefnd nokkuð taka fætur undan tröðkurunum? „Við viljum bara að þeir stígi léttar til jarðar.“ Sigrún Magnúsdóttir, formaður Þingvalla- nefndar, sagði að nefndin ætli sér að laga troðning á Þingvöllum, en í Almannagjá hafa myndast stór sár á fjölförnum gönguleiðum. STJÓRNMÁL Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, nýkjörinn borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, segir ömurlegt að múslimar hafi verið dregnir inn í umræðuna fyrir kosningar. Þetta kom fram í þætt- inum Eyjunni á Stöð 2 á hvíta- sunnudag. „Þetta hefur snúist upp í bara hreinan viðbjóð þessi umræða og það hefur aldrei verið ætlunin hjá okkur að þessi umræða færi á þessa leið.“ Í þættinum sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipaði annað sæti á eftir Svein- björgu og var einnig kjörin borg- arfulltrúi, að moskumálið hafi einungis snúist um deiliskipu- lagsmál. Ekki væri við að hæfi að á þessari lóð í Sogamýri risi nokkurt bænahús, hvorki moska né kirkja. Upphaf moskumálsins má meðal annars rekja til ummæla Sveinbjargar á Vísi 23. maí síð- astliðinn. „Ég trúi því að allir eigi að geta iðkað sína trú. En mér finnst ekki rétt að múslimar eða önnur trúfélög fái lóðir undir byggingu moskna eða sambæri- legra húsa,“ sagði Sveinbjörg og bætti við. „Við erum búin að búa hér í sátt og samlyndi frá landnámi. Fyrst var það ásatrú, síðan komu siðaskiptin – allir þekkja þessa sögu. Ég tel bara að á meðan við erum með þjóðkirkju eigi sveitarfélög ekki að úthluta lóðum til byggingu húsa eins og mosku.“ - gar Nýkjörinn borgarfulltrúi Framsóknarflokks segir umræðuna um moskumálið „hreinan viðbjóð“: Ætluðu umræðunni ekki að fara þessa leið MOSKUMÁLIÐ „Ég hef fengið tölvupóst frá fólki sem spyr hvernig það eigi að skrá sig í félagið. Ég var svolítið hissa en mjög ánægður með þær fyrir- spurnir,“ segir Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi. Gunnar Smári Egilsson, fyrr- verandi ritstjóri Fréttablaðsins, sagðist, í pistli á Facebook-síðu sinni í gær, velta fyrir sér að skrá sig í Félag múslima á Íslandi. Þannig myndu sóknargjöld hans, sem er utan trúfélags, renna til Félags múslima en ekki vera ráð- stafað af fjárlaganefnd Alþingis. „Þar er nú formaður Vigdís Hauksdóttir, helsti hugmynda- fræðingurinn að baki andmann- úðarstefnu Framsóknarflokks- ins. Ég efast um að Vigdísi muni um mínar 9.000 krónur á ári; en ég er samt að hugsa um að skrá mig í Félag múslima á Íslandi svo félagsfólkið þar geti notað þessa þúsundkalla til að verjast árás- um og lygum Framsóknarmanna og fylgismanna þeirra,“ skrifar Gunnar. Samkvæmt lögum Félags músl- ima á Íslandi geta þeir sem eru sammála markmiðum þess gerst félagar. „Það er ekkert skilyrði að vera múslimi til að vera meðlimur og það eru náttúrulega allir vel- komnir,“ segir Salmann. „En mér finnst betra að fólk haldi sig við sína trú. Í kristindómi er rými til að berjast fyrir mannréttindum annarra. Það var ekki þjóðkirkj- an sem hóf þessa umræðu þannig að ég mæli með því að fólk skrái sig frekar úr Framsóknarflokkn- um og láti hann finna fyrir því.“ Salmann harmar umræðuna að undanförnu. Þar hafi lítill hópur andsnúinn mannréttindum hátt. „Það sorglegasta er að elsti stjórnmálaflokkur landsins skuli hafa verið fánaberi þessa óhugn- anlega stríðs. Ég er búinn að búa hér í 45 ár og þekki bara góða Íslendinga. En inn á milli eru nokkrir sjúklingar sem þarf að lækna. Við erum lítið samfélag og megum ekki við því að fólki sé att saman,“ segir Salmann. Agnes M. Sigurðardóttir, bisk- ups Íslands, segir umræðu um mosku á villigötum. „Umræðan er á villigötum ef við hrópum og byggjum skoðanir okkar á fordómum í staðinn fyrir að kynna okkur málin. Það sem ég hef lesið ber keim af því að fólk hafi heyrt fréttir utan úr heimi sem eru ekki beint jákvæðar í garð mús- lima. Mér finnst það frekar þann- ig en að fólk hafi kynnt sér málin. Mér finnst slæmt þegar fólk bygg- ir skoðanir sínar á fyrirfram gefn- um forsendum sem það hefur ekki kannað til hlítar,“ segir biskup. Agnes segir einfalt að skrá sig í og úr trúfélagi á Íslandi. Fólk sæki sér einfaldlega viðeigandi eyðublöð á vef Þjóðskrár. Hún vill lítið tjá sig um sína skoðun á því ef rétt reynist að landsmenn skrái sig í viss trúfélög í mótmælaskyni. „Það er einkamál hvers og eins hvort hann skráir sig í trúfélag eða úr því. Ég hef í raun ekki meira um það að segja.“ liljakatrin@frettabladid.is Íhugar að ganga til liðs við Félag múslima Salmann Tamimi segir aukinn áhuga á Félagi múslima. Gunnar Smári Egilsson íhugar að ganga í félagið til að styrkja það „til að verjast lygum framsóknar- manna“. Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir umræðuna um mosku á villigötum. VATÍKANIÐ, AP Frans páfi tók vel á móti Mahmoud Abbas, forseta Pal- estínu, og Shimon Peres, forseta Ísraels, í Vatíkaninu um helgina. Frans bauð leiðtogunum tveimur til Páfagarðs þegar hann heimsótti Mið-Austurlönd fyrir tveimur vikum. Leiðtogunum var boðið til þess að þeir gætu beðið fyrir friði í átökum Palestínu og Ísraels í samein- ingu. Til að forðast ágreining báðu forsetarnir og páfi hver til síns guðs. Fyrst í nafni gyðingdóms, því næst í nafni kristinnar trúar, og loks í nafni islam. Er þetta í fyrsta sinn sem islam er iðkað í Páfagarði. - kóh Forsetar Palestínu og Ísraels fóru í heimsókn til Vatíkansins: Andstæðingar báðu fyrir friði GESTUR Í EYJUNNI Borgarfulltrúnn Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var gestur í þætti Björns Inga Hrafnssonar á sunnudag. MYND/STÖÐ 2 Það var ekki þjóðkirkj- an sem hóf þessa umræðu þannig að ég mæli með því að fólk skrái sig frekar úr Framsóknarflokknum og láti hann finna fyrir því. Salmann Tamimi ÞAKKAR STUÐNINGINN Salmann segir alla velkomna í Félag múslima á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FORUSTUMENN Mahmoud Abbas, Frans páfi og Shimon Peres ganga til bænahalds í Vatíkaninu um helgina. Þjóðar- og trúarleiðtogarnir þrír komu þá saman til þess að biðja fyrir friði; hver ákallaði sinn guð. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP MEINDÝR „Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur,“ er ráðlegging Ragnheiðar Kolfinnu Magnús- dóttur, tæplega sjö ára stúlku sem á hvítasunnudag var bitin af rottu við heimili sitt í Hlíðunum í Reykja- vík. Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöð- um og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. Í tví- gang hafa börn verið bitin. Í lok síðasta mánaðar var unglingspiltur bitinn til blóðs í fingurinn af rottu í Vesturbænum. Í fyrradagsást rotta skokka á bökk- um Vesturbæjarlaugarinnar og sama dag var Ragn- heiður bitin. „Ég prófaði að fara niður að skoða hana. Þá kom hún og beit mig,“ segir Kolfinna, reynslunni ríkari. Þessi óvinsælu nagdýr finnast í ræsum um alla Reykjavíkurborg að undanskildum nýrri hverfum eins og Grafarvogi. Gömul hverfi eru helst útsett fyrir rottugangi og tilfelli þar sem dýrin gera sér hreiður uppi í risi finnast þar sem enginn er umgang- ur í gömlum húsum og ónýtar lagnir. Meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg segir að fólk eigi alls ekki að koma nálægt dýrunum verði það þeirra vart. „Rottur finnast þar sem er bilun í skolplögnum og niðurfall opið eða slíkt. Þá er það ávísun upp á að þessi kvikindi geta komið upp á yfirborðið,“ segir Ómar F. Dabney. „Ég hvet bara fólk, ef það er að sjá þessi dýr og ég tala nú ekki um að brýna fyrir börn- um, að koma ekki nálægt þeim. Vegna þess að ef þú ert að teygja þig í þær, að reyna að klappa þeim eða koma við þær, þá bíta þær alveg pottþétt.“ - lb Rottur stálu senunni í góðviðrinu um hvítasunnuna í höfuðborginni: Bitið barn varar við rottunum RAGNHEIÐUR KOLFINNA MAGNÚSDÓTTIR Skoðaði rottu sem beit hana síðan. MYND/STÖÐ 2 BJÖRGUN Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi var kölluð út í gærkvöldi til að bjarga skipverja sem var fastur í vélarvana bát við Langeyjar í Breiðafirði. Björgunarbáturinn Guð- finna dró bátinn fyrsta spölinn en vélarvana báturinn þótti í þyngra lagi fyrir Guðfinnu. Því tók stærri fiskibátur að sér að draga bátinn síðasta spölinn til hafnar í Stykkishólmi. Ekki var um mikla hættu að ræða enda var gott veður á svæðinu. - ih Björgunarsveitin kölluð út: Vélarvana bátur við Langeyjar VÍSINDI Rottur finna fyrir eftirsjá eins og mannfólkið. Vísindamenn við Háskólann í Minneapolis kom- ust að þessum niðurstöðum en þeir settu rottur í völundarhús sem geymdi ýmsar tegundir af mat. Þegar rottan kom að matnum gat hún valið um að bíða litla stund eftir því að fá að borða eða leita annars matar, sem varð til þess að rottan þurfti að bíða lengur. Þegar óþolinmæði rottu varð til þess að hún þurfti að bíða lengur var greinilegt á heilabylgjum og athæfi rottunnar að hún upplifði eftirsjá. - kóh Geta harmað eigin gjörðir: Rottur finna fyrir eftirsjá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.